Fréttabréf Naustaskóla
6. tbl. 14. árg. 1.september 2022
Kæra skólasamfélag
Það er ekki annað að sjá en að nýtt skólaár okkar í Naustaskóla fari ljómandi vel af stað og meira að segja veðrið leikur við okkur, og hefur því kennslan færst mikið út í náttúruna þessa fyrstu skóladaga. Í vetur höldum við í Naustaskóla áfram að þróa skólann okkar. Við munum leggja áherslu á Jákvæðan aga og höldum áfram að að þróa kennsluhættina þannig að við getum mætt mismunandi námsþörfum nemenda okkar sem best. Að auka læsi nemenda er verkefni sem skólinn vill vinna með foreldrum enda er það sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að börnin okkar verði fljúgandi læs í breiðri merkingu þess orðs. Þarna er það eins og með svo margt annað, að æfingin skapar meistarann, og því mikilvægast af öllu að gefa lestrariðkun góðan tíma og mikla athygli, og að við fullorðna fólkið séum góðar fyrirmyndir í þeim efnum. Gott samstarf heimilis og skóla eykur vellíðan nemenda og er lykillinn að góðum árangri í námi.
Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri
Hjól, hlaupahjól og hjálmar
Vinsældir vélknúinna hlaupahjóla hefur aukist og sjáum við það greinilega í skólanum. Það er mikilvægt að minna á hjálmaskylduna og að þessum farartækjum má ekki aka á akbraut. Á vef Samgöngustofu má finna upplýsingar um notkun rafmagnshlaupahjóla. Einnig hefur borið á því að hopp hjólin eru skilin eftir af nemendum við skólann en þetta eru farartæki sem eiga ekki að vera á skólalóðinni en aldurstakmark er 18 ára.
Við bendum á að á skólatíma má ekki hjóla á skólalóðinni.
Gott að hafa í huga:
# Hjálpum börnunum að velja öruggustu leiðina í skólann og kennum þeim að fara yfir götur, með og án ljósastýringar.
# Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.
# Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla.
Lesferill - lesfimi - heimalestur
Naustaskóli leggur fyrir lesfimipróf frá Menntamálastofnun í öllum árgöngum þrisvar sinnum á hverju skólaári. Prófin eru hluti af Lesferli sem er ætlað að meta grunnþætti læsis: hljóðkerfisvitund, lesfimi, lesskilning, ritun, orðaforða og málskilning.
Fyrsta fyrirlögn er í september, önnur í janúar og þriðja í maí.
Heimalestur er gríðarlega mikilvægur en hann hjálpar nemendum við að auka færni í lestri og lesskilning.
Símareglur Naustaskóla
- Símar eru bannaðir í kennslustundum nema með leyfi kennara
- Símar eru leyfðir fyrir skóla 07:45 -8:10.
- Unglingastig má nota síma í frímínútum og í hádegishlé
- Símar eru bannaðir í matsal skólans
- Símar eru ekki leyfðir í rútuferðum (sundrútu)
- Símar eiga að vera í skólatösku og slökkt á hljóði en ekki í vasa nemenda
Ef brot verður á þessum reglum hefur nemandi val um að rétta starfsmanni símann og fá hann í lok dags eða setja í töskuna. Ef nemandi hlýðir ekki verður hringt í foreldra og þeir beðnir um að sækja símann.
Hnetu og möndlubann!
Hópefli í boði foreldrafélagsins
Útivistadagurinn 30 .ágúst
Á döfinni í september
16. september - Dagur íslenskrar náttúru
23. september Ólimpíuhlaup ÍSÍ
26.september - Evrópski tungumáladagurinn
30. september - starfsdagur ( Frístund opin eftir kl 13:00 fyrir þau börn sem eru skráð)
Naustaskóli
Email: naustaskoli@akureyri.is
Website: naustaskoli.is
Location: Hólatún
Phone: 4604100
Facebook: facebook.com/Naustaskoli