Hugmyndir fyrir heimilin
Upplýsingatækni í grunnskólum Kópavogs - 3. apríl 2020.
Í páskaleyfinu...
Páskaleyfið sem nú er að hefjast er vafalítið með öðruvísi hætti en þú átt að venjast og kannski var fjölskyldan búin að skipuleggja ferðalag eða veisluhöld um páskana sem nú þarf að fresta. Þess vegna langaði okkur að koma með þessar hugmyndir fyrir páskaleyfið í ár.
Farir þú út í gönguferð má til dæmis leika sér að því að finna hunda, fugla, listaverk eða plöntur og taka af þeim myndir. Síðan getur þú greint tegundir og heiti myndefnisins þegar heim er komið. Plokk væri líka hugmynd en þá mælum við eindregið með hönskum. Notið trefla, buff og vettlinga í göngunum og munið tveggja metra regluna.
Kannt þú fleiri skemmtilega leiki? Hér fyrir neðan höfum við tekið saman fleiri hugmyndir fyrir þig sem þú og fjölskylda þín ættuð að skoða. Það er ótrúlegt hvað tæknin gefur okkur mörg tækifæri sem áður voru óframkvæmanleg við aðstæður sem þessar sem við erum nú að upplifa.
Við hlökkum til að sjá þig aftur í skólanum eða fjarskólanum eftir páska.
Apple Clips myndbandagerðarsmáforrit
Toontastic sögugerð
Podcast til að búa til útvarpsþátt
18 smáforrit fyrir myndlist
Google Arts & Culture
Fræg listasöfn
Göngutúr og leiðsögn um listaverk í Reykjavík
Á einfaldan og skemmtilegan hátt má fræðast um öll útilistaverk sem Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með í borgarlandinu, ásamt fleiri verkum. Þar má hlusta á hljóðleiðsagnir og fara í skemmtilega leiki.
Forritinu má hlaða niður endurgjaldslaust í snjalltæki, bæði fyrir iOS og Android stýrikerfi. Forritið er bæði á íslensku - Útilistaverk í Reykjavík og ensku - Reykjavík Art Walk - allt eftir stillingu snjalltækisins. Forritið hentar bæði fyrir börn og fullorðna.
Lazy monster
Æfingar fyrir alla
Pokeman Go
Paper smáforrit
Ferðalag um Ísland
Á Kortavefsjánni Menntamálastofnunar má finna marga fallega staði allt í kringum Ísland.
Hafir þú áhuga á að heimsækja önnur lönd kemur Google Earth sér einnig vel.
Swift Playground
Skoðaðu hvað Swift Playground getur gert fyrir þig?
Orðavinda
Orðavinda er orðaleikur á íslensku.
Vísindasmiðjan
Þú skalt alltaf hafa foreldra þína með í ráðum þegar gera á heimatilraunir.
Páskaföndur
Upplýsingatækni í skólastarfi Kópavogsbæjar
Email: snjallheimar@kopavogur.is
Website: https://spjaldtolvur.kopavogur.is/
Location: Kópavogsbær
Phone: 441-0000
Facebook: https://www.facebook.com/groups/360092074179541/