Fréttabréf forseta DKG
Apríl, 2023
Landssambandsþingið á Hótel Örk í Hveragerði 13. og 14. maí nk.
Nú styttist í landssambandsþingið okkar sem verður haldið 13. og 14. maí nk. á Hótel Örk í Hveragerði. Yfirskrift þingsins verður Framtíðarmenntun og hlutverk hennar í samfélagslegu samhengi.
Menntamálanefnd hefur sett saman mjög metnaðarfulla dagskrá ásamt Epsilondeild á Suðurlandi. Helstu fyrirlesarar laugardaginn 13. maí verða Eija Liisa Sokka-Meany, frá Finnlandi sem fjallar um starfsþjálfun kennara og kennaranema, Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri fjallar um skóla framtíðarinnar, Hjörtur Ágústsson, verkefnisstjóri alþjóðamála veltir upp hugmyndum um gervigreind í skólastarfi, Signý Óskarsdóttir, þróunarstjóri, segir frá skólaþróun í Menntaskóla Borgarfjarðar og dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir flytur erindi sem hún kallar Magnað líf.
Að lokinni fræðilegri dagskrá verður boðið upp á menningarferð með leiðsögn í Listasafn Árnessýslu.
Að sjálfsögðu verður boðið upp á hátíðarkvöldverð um kvöldið.
Sunnudaginn 14. maí verða að mestu hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem Marie-Antoinette DeWolf, Evrópuforseti, ávarpar samkomuna.
Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðu samtakanna.
Skráning á þingið fer fram hér: https://forms.gle/PwjRfVEuNoEa4kM59 en konur eru minntar á að til að skráning teljist fullgild þarf að leggja ráðstefnugjaldið kr. 13.000.- inn á reikning samtakanna nr. 546 - 26 - 2379, kt. 491095-2379. Inni í ráðstefnugjaldinu eru hádegisverður, kaffiveitingar og kvöldverður 13. maí.
Hér er að finna upplýsingar um tilboð um gistingu á Hótel Örk í tengslum við landssambandsþingið:
Gisting með morgunverð, innifalið: Sundlaug, heitir pottar, gufa, þráðlaust net.
Standard 20-24m2 er í eldri álmu.
180cm hjónarúm eða 2x90cm einstaklings rúm. Hægt að bæta við 1x 90cm rúmi.
Ein nótt - Fyrir einn 13.900 – Fyrir tvo 16.905 – Fyrir þrjá 22.405
Superior 27m2 er í nýju álmu.
180cm hjónarúm eða 2x 90cm rúm. 140cm svefnsófi sem rúmar einn fullorðinn eða tvö börn.
Ein nótt - Fyrir einn 18.645 – Fyrir tvo 23.645 – Fyrir þrjá/fjóra 29.145
Aukagjald fyrir superior svölum eða verönd er 3.000 fyrir á nótt.
Junior suite 27m2 er í nýju álmu. 180cm hjónarúm.
140cm svefnsófi sem rúmar einn fullorðinn eða tvö börn.
Ein nótt - Fyrir einn 30.725 – Fyrir tvo 30.725 – Fyrir þrjá/fjóra 36.225
Suite 55m2 er í nýju álmu. 180cm hjónarúm.
140cm svefnsófi sem rúmar einn fullorðinn eða tvö börn.
Ein nótt - Fyrir einn 55.420 – Fyrir tvo 55.420 – Fyrir þrjá/fjóra 60.920
https://hotelork.is/Herbergin/
Hlekkur til að bóka herbergi 13. - 14. maí er hér.
Upplýsingar um þingið og gistingu er jafnframt að finna á Facebook síðu landssambandsins.
Konur eru hvattar til að fjölmenna og skrá sig sem fyrst á þingið og taka þátt í þessum mikilvæga hluta af starfi samtakanna okkar.
Mikilvægar dagsetningar
1. maí 2023 rennur út frestur til að sækja um styrk í DKGIEF Cornetet Individual Professional Development Awards sem styrkir konur sem vinna í fræðslustörfum til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun sem eru í boði fyrir aðra aðila en á vegum DKG (https://www.dkg.is/is/styrkir).
15. maí 2023 er frestur til að sækja um að fá birta ritrýnda grein í tímariti DKG, the Bulletin: Journal. Félagskonur í doktorsnámi eða sem hafa nýlokið meistaranámi eða öðru framhaldsnámi og hafa áhuga á að fá birta ritrýnda grein eru hvattar til að sækja um. Hlekkur til að sækja um birtingu ritrýndra greina í tímaritinu er hér.