Fréttabréf Engidalsskóla des. 2021
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Nú þegar aðventan er gengin í garð reynum við hér í Engidalsskóla að eiga notalegar stundir. Flestir bekkir fara í einhverjar vettvangsferðir innan eða utan Hafnarfjarðar. Allir munu fá tækifæri til að föndra eitthvað en við reynum þó að hafa það hugfast að skólinn er Grænfánaskóli. Það er ekki ólíklegt að einhverjir nemendur gefi þeim sem standa þeim næst eitthvað sem þeir gera sjálfir í smiðjum en skólinn mun ekki sjá til þess að allir geri jólagjafir fyrir foreldra eða forsjáraðila.
Nemendur 1. bekkjar fengu nokkuð góðar niðurstöður úr Lesskimun sem lögð var fyrir í október og má sjá nánari upplýsingar um það hér neðar í fréttabréfinu. Við höldum áfram að hvetja foreldra og börn til að sinna lestrarþjálfuninni vel og muna að æfingin skapar meistarann og í þess eins og svo mörgu öðru er það góður grunnur sem skiptir höfuð máli. Einn af undirstöðuþáttum læsis er málskilningur og því er mikilvægt að lesa fyrir börn og útskýra það sem fram kemur í textanum alveg þangað til þau eru sjálf farin að geta lesið krefjandi texta þar sem þau geta tekið inn nýjan orðaforða. Við hvetjum ykkur til að gefa börnunum bækur eða leyfa þeim að velja sér nýja bók. Munum að við erum fyrirmyndirnar og verum dugleg að taka okkur bók í hönd.
Alltaf eru einhverjar breytingar á starfsfólki, en 1. bekkur fékk á dögunum nýjan umsjónarkennara Evu Hauksdóttur sem kemur í stað Kolbrúnar Hauksdóttur sem er að flytja austur fyrir fjall. Þá hefur Stefán Svan Stefánsson verið hjá okkur í afleysingum og Sylvía Sara Ágústsdóttir er nýr skóla- og frístundaliði og er hún í stuðningi í 1. bekk, Frístundafjöri og Álfakoti. Roqaya Anvari hefur verið hjá okkur í nokkrar vikur og verður allavega fram í apríl. Hún vinnur í matsalnum og hittir því alla nemendur daglega.
Nýlega fengum við fyrri niðurstöður Skólapúlsinn þar sem virkni og líðan nemenda í 6.-10. bekkjar er könnuð. Gaman er að segja frá því að við erum að bæta okkur í lang flestum þáttum en það er þó einn þáttur sem skyggir sérstaklega á gleðina. Líðan nemenda er við landsmeðaltal en einelti er yfir landsmeðaltali, þetta kom stjórnendum á óvart þar sem engin eineltis tilkynning hefur komið í haust sem tengjast þeim tveimur árgöngum sem könnunina tóku. Þegar skoðað er hvar eineltið á sér stað er það þó á mun fleiri stöðum en í skólanum eins og eftir skóla, á leiðinni í og úr skóla og einhver svör komu um að það gerðist á heimilum. Við biðjum ykkur foreldra/forsjáraðila að láta okkur vita ef ykkar barn upplifir einelti þannig að við getum unnið með það. Mikilvægt er að tilkynna einelti, við erum í þessu saman og ætlum okkur að uppræta það. Á heimasíðu skólans má sjá viðbrögð skólans við einelti.
Litlu jólin í Engidalsskóla verða föstudaginn 17. desember og er það skertur dagur, opið er í Álfakoti frá kl. 11:00. Við hefjum svo skólastarfið aftur mánudaginn 3. janúar samkvæmt stundatöflu. Nánari skipulag á dagskránni má sjá neðar í fréttabréfinu. Við vonum að allir njóti sín í fríinu.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Allar tilfinningar eru gagnlegar
Niðurstöður Lesskimunar í 1. bekk
Uppeldi til ábyrgðar
Uppeldi til ábyrgðar - skýr mörk
Við í Engidalsskóla erum ekki með eiginlegar skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta.
Í Engidalsskóla viljum við:
Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt
Engin barefli né önnur vopn
Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur
Engar alvarlegar ögranir eða hótanir
Engin skemmdarverk
Enga áhættuhegðun
Engan þjófnað
Verkefni úr vinaviku
Hér má sjá margskonar listaverk sem unnin eru í smiðjum
Dagskrá í desember
Fimmtudaginn 2. desember
* 1. bekkur í heimsókn i Fríkirkjuna í Hafnarfirði kl: 12:30
* Skólin skreyttur - rauður dagur
* Jólasögulestur fyrir 1. og 7. bekk
* 2. bekkur í heimsókn í Hallgrímskirkju fer með strætó kl: 9:00
* 5. bekkur í heimsókn í Fríkirkjuna í Hafnarfirði kl.11:00
Mánudagur 6.desember
* Jólasögulestur fyrir 3. og 5. bekk
Þriðjudagur 7.desember
* Jólasögulestur fyrir 4. bekk
Miðvikudagur 8.desember
* Jólasögudagur fyrir 6. bekk árgagni skipt í tvö hluta.
Fimmmtudagur 9.desember
* Jólamúnderingadagur
* Jólasögulestur fyrir 2. bekk
Föstudagurdagur 10.desember
* 4. bekkur í heimsókn í Fríkirkjuna í Hafnarfiðri kl: 10:00
* 7. bekkur í heimsókn í Fríkirkjuna í Hafnarfiðri kl: 11:00
Fimmtudagur16.desember
* Hátíðarverður fyrir nemendur
Föstudagur 17.desember
* Jólaskemmtun frá 9:00-11:00 fyrir 1.- 4. bekk
* 1.- 2. bekkur dansa í kringum jólatré 9:15-9:45
* 3. - 4. bekkur dansar í kringum jólatré 9:45-10:15
* Jólaskemmtun frá 10:00-12:00 fyrir 5.- 7. bekk
* 5. - 7. bekkur jólastund í stofu
Frístund opnar kl:11:00 þennan dag
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433