Fréttabréf Engidalsskóla sept. 2022
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Kæru foreldrar/forsjáraðilar,
Skólastarfið í Engidalnum hefur farið nokkuð vel af stað. Við eigum þó en eftir að manna nokkrar stöður í frístundaheimilinu Álfakoti en vonum að við náum fljótlega að manna þær allar. Í Álfakoti eru nú 112 börn og hafa þau aldrei verið fleiri. Við erum mjög ánægð með þessa fjölgun því það fer mikið nám fram í öllu tómstundastarfi og mikilvægt að allir taki þátt í einhverju slíku. Í haust fengum við nýtt rými fyrir frístundastarf 3.-4. bekkjar og sér herbergi fyrir félagsmiðstöð 5.-7. bekk. Með þessum breytingum verður líka rýmra um nemendur í 1.-2. bekk sem áfram hafa sitt frístundastarf á neðstu hæð nýrri byggingarinnar.
Í vetur höldum við áfram að innleiða uppeldi til ábyrgðar. Við höfum verið að vinna með hlutverkin okkar, þarfirnar og bekkirnir velja gildi og útbúa sáttmála út frá þeim. Við erum nýlega farin að kynna sáttarborðið fyrir þeim og þar sem það hefur farið í notkun hefur það gefið góða raun. Það er í lagi að gera mistök, aðal málið er hvað ætlum við að gera til að læra af þeim.
Engidalsskóli er heilsueflandi skóli og leggjum áherslu á að allir fái góða næringu í skólanum. Það verður seint of sagt hversu mikilvægur svefninn er og þurfum við samstarf við ykkur kæru foreldrar/forsjáraðilar um að passa upp á að allir komi vel hvíldir í skólann og fái nægan svefn miðað við aldur. Við reynum alla daga að finna leiðir til að öllum geti liðið vel í skólanum sem er okkar stærsta markmið, trúum því að lítið nám fari fram nema líðan sé góð. Þegar kemur að félagslegaþættinum er mikilvægt fyrir foreldra að vera í góðum samskiptum við foreldra samnemenda og vina barna sinna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að góð samskipti milli foreldra (og að börnin sjái að foreldrar þekkist) er ein besta forvörnin gegn því að nemendur villist af leið. Við hvetjum foreldra til skoða það jafnvel að gera með sér samkomulag um það hvernig þið viljið hafa umgjörðina um ykkar börn. Heimili og skóli eru með góðar leiðbeiningar um gerð bekkjarsáttmála. Með þeim orðum sögðum vil ég minna á aðalfund foreldrafélagsins sem haldinn verður 4. október og hvetja ykkur til að taka þátt í því mikilvæga starfi sem þar fer fram.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Útikennsla í lok ágúst og byrjun september
Heimanám í Engidalsskóla
- Markmiðum í lestri náð.
- Markmiðum í lestri ekki náð.
Læsi - Samvinna heimila og skóla
Læsisteymi skólans tók þá ákvörðun að vera ekki með lestrarátak á haustönn heldur leggja meiri áherslu á lesskilning hjá börnunum. Kennarar ætla að vinna með lesskilning og lesskilningsverkefni í skólanum en við viljum einnig biðla til ykkar um að styrkja börnin í lesskilningi heima fyrir. Læsisteymið vill líka minna á mikilvægi ritunar í læsisþjálfun barna og því er mikilvægt að þau skrifi alltaf orð eða setningar samhliða lestrinum. Gott er að hafa í huga að börn læra einnig mikið þegar lesið er fyrir þau og eflir orðaforða þeirra.
Hér eru nokkrar hugmyndir sem foreldrar/forsjáraðilar geta notað til að þjálfa lesskilning heima.
Hjá nemendum í 1.- og 2. bekk
- Spyrja barnið spurninga úr textanum.
- Útskýra orð.
Hjá nemendum í 3. - 4. bekk
- Biðja barnið um að draga saman efnið og segja frá því sem það var að lesa um.
- Spyrja barnið spurninga úr textanum.
- Útskýra orð.
Hjá nemendum í 5.-, 6.- og 7. bekk
- Biðja barnið um að draga saman efnið og segja frá því sem það var að lesa um.
- Spyrja barnið spurninga úr textanum.
- Útskýra orð.
- Fá barnið til að spá um framhaldið, hvað gæti gerst næst í sögunni.
Læsisteymi Engidalsskóla
Gagnlegar upplýsingar um Lesblindu
Ratleikur Mýsland
Listaverk eftir nemendur
Uppeldi til ábyrgðar
Samþætting verkefna í áhugasviði
Holt og gott nesti fyrir hrausta og kraftmikla krakka
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433