Fréttabréf Naustaskóla
10.tbl 11. árg. 2. desember 2019
Kæra skólasamfélag
Nóvember var viðburðarríkur í skólastarfinu. Við höfðum skemmtilega þrjá þemadaga með skemmtilegum og fjölbreyttum stöðvum þar sem unnið var með hugtök úr jákvæðum aga, hrós og samskipti. Á 10 ára afmælisdegi Naustaskóla skemmtum við okkur öll vel – bæði nemendur og starfsfólk með myndarlegum stuðningi foreldrafélagsins. Margir heimsóttu okkur á afmælisdaginn og sýndum við stolt fallega skólann okkar. Nú er desember að ganga í garð með öllu sínu uppbroti og hefðum. Skólastarfið næstu daga mun einkennast af öllu því lífi og fjöri sem fylgir aðventunni. Framundan eru jólapeysu – og jólahúfudagur, jólaþemadagur og þann 20. desember eru litlu jól skólans þar sem við eigum saman hátíðlega stund og syngjum saman á sal ásamt jólasveinum áður en kærkomið jólafrí tekur við en skóli hefst aftur 3. janúar á nýju ári.
Með ósk um góða og notalega aðventu og gleðilega jólahátíð.
Stjórnendur Naustaskóla
Á döfinni
1. des - Fullveldisdagur
4. des - Jólasveinahúfu og jólapeysudagur
9. des - 13. des - Símafrí í grunnskólum á Akureyri
10. des - Bjarni Fritz með upplestur úr nýrri bók sinni um Orra óstöðvandi
12. des - Jólaþemadagur
20. des - Litlu jólin
Litlu jólin 2019 20. desember
Allir nemendur mæta í skólann kl 9:00 á sitt heimasvæði.
Skipulag morgunsins:
Hjá öllum nemendum í 1.-7. bekk er dagskráin þannig:
· 9:00 - mæting á heimasvæði
· 9:10-10:00 - stofujól (frjálst nesti)
· 10:00-10:30 - samkoma á sal. Helgileikur í boði 4. bekkjar.
· 10:30-11:00 - dansað við jólatré (jólasveinar kl. 10:40)
Nemendur fara heim kl. 11:00 að loknum jólatrésdansi
Starfsfólki er boðið til jólahádegisverðar kl. 12:00.
Frístund verður opin frá kl. 8 fyrir nemendur sem þar eru skráðir.
Fimmtudaginn 2. janúar er starfsdagur og nemendur því í fríi.
Kennsla hefst á nýju ári samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar 2020.
Símafrí í grunnskólum Akureyrar
Við í Naustaskóla ætlum að taka okkur frí frá snjallsímum vikuna 9. - 13. desember, það ætla líka aðrir grunnskólar á Akureyri að gera.
Markmiðið er að njóta samskipta og samveru án snjallsíma í skólanum.
Nú er tími bókarinnar og okkur langar líka til að ýta undir aðra þætti í afþreyingu, við ætlum að bjóða nemendum spil, að skoða nýjar bækur sem eru að koma út núna fyrir jólin, einnig ætlum við að finna til tímarit og skapa aðstöðu fyrir teikningu og föndur.
Skólinn mun útvega tölvur og snjalltæki eftir þörfum í kennslustundum.
Hvað þýðir símafrí?
Að nemendur taki ekki síma upp í skólanum eða á skólalóð á skólatíma, noti aðra afþreyingu í frímínútum, spjalli, spili, lesi og fari jafnvel út í frímínútum.
Afmælisþemadagar
Við héldum stórskemmtilega þemadaga daganna 13.-15. nóvember. Meðal annars voru handverksstöðvar, þrautastöðvar, jákvæðs aga stöð, bakstursstöðvar, útistöðvar, íslenskustöðvar og margt fleira. Degirnir þrír gengu mjög vel og stóðu krakkarnir sig ótrúlega vel alla þrjá dagana. Við verðum einnig að hrósa öllu starfsfólki skólans sem stóð sig frábærlega að hafa spennandi og skemmtilegar stöðvar alla þrjá dagana. Hér eru tvær fréttir tengdar dögunum með fullt af myndum:
http://www.naustaskoli.is/is/frettir/themadagar
http://www.naustaskoli.is/is/frettir/samvinnuverkefni-a-themadogum
Afmælisdagurinn 22. nóvember
Nemendadagurinn 1. nóvember
1. sæti: Megan Ella Ward dans
2. sæti: Þórunn Birna Kristinsdóttir dans
3. sæti: Jóhann Valur Björnsson píanó.
Naustaskóli verður Réttindaskóli UNICEF
Markmið Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Með þetta að markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaráðgjafa og annarra starfsmanna.
Þetta verkefni verður í gangi í allan vetur og ð Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Með þetta að markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaráðgjafa og annarra starfsmanna.arkmið Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Með þetta að markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaráðgjafa og annarra starfsmanna.Bæjarfulltrúar í heimsókn
Þá viku buðu bæjarfulltrúar upp á viðtalstíma innan skólanna þar sem börn fengu tækifæri til að koma sínum málefnum á framfæri við ráðamenn bæjarins. Hér í Naustaskóla var fullt af flottum hugmyndum sem bæjarfulltrúar voru mjög spennt fyrir.
Naustaskóli
Email: naustaskoli@akureyri.is
Website: www.naustaskoli.is
Location: Hólmatún, Akureyri, Iceland
Phone: 4604100
Facebook: https://www.facebook.com/naustaskoli/