Fréttabréf Naustaskóla
8. tbl 14. árgangur október 2021
Kæra skólasamfélag
Október minnir okkur á að COVID veiran er enn á sveimi – í dag eru 128 nemendur og 22 starfsmenn í sóttkví og enginn veit hvar hún stingur sér niður næst. Biðjum við ykkur foreldra að vera vakandi yfir kvef – eða flensueinkennum hjá börnum ykkar og senda þau ekki veik í skólann. Nokkuð hefur borið á því í að nemendur séu að setja niðurlægjandi skilaboð og ummæli á netið um þá einstaklinga sem hafa smitast af Covid. Við viljum biðja ykkur um að ræða við börnin ykkar um að sýna aðgát og umhyggju í garð skólasystkina sinna og ræða vel hvað sé viðeigandi að setja á netið og hvernig samskipti við viljum eiga. Það velur enginn að smitast og öll gerum við okkar besta til að forðast smit.
Eins og jafnan setja frídagar sinn svip á október en þar er um að ræða fasta liði eins og hið hefðbundna haustfrí sem er 18. og 19. október. Áhrif Covid 19 eru að einhverju leiti að hafa áhrif á skólastarfið og vegna tilmæla frá Almannavörnum höfum við ekki getað boðið foreldrum á okkar hefðbundnu haustfundi. Þessi í stað verða sendar með vikupósti hvers árgangs kynningarglærur sem við biðjum ykkur að lesa vel yfir. Foreldraviðtölin eru síðan í byrjun nóvember og vonumst við til að þau verði með hefðbundnum hætti. Við minnum á að á heimasíðu skólans má nálgast á næstu dögum starfsáætlanir kennsluteyma, en einnig starfsáætlun skólans í heild þar sem má fræðast um stefnu, starfshætti, helstu áhersluþætti vetrarins o.fl. Þessar upplýsingar er að finna undir hlekknum skólinn / skólanámskrá. Með bestu kveðjum úr skólanum og von um öflugt starf og dásamlegt líf að vanda hjá okkur í október.
Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri
Á döfinni í október
4. - 8. okt - 7. bekkur á Reykjum ( Frestað) önnur dagsetning síðar
5. okt - Alþjóðdagur kennarara6. okt - forvarnardagurinn
7. okt - alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn
15. okt - Bleikur dagur
18. okt - Haustfrí
19. okt - Haustfrí
23. okt - fyrsti vetrardagur
Ólympíuhlaup ÍSÍ 27. september 2021
Hér eru helstu niðurstöður úr skólahlaupinu okkar í ár. Það stóðu sig allir frábærlega vel og gleðin var í fyrirrúmi í þessu flotta hlaupi.
Ólympíuhlaup ÍSÍ 27. september 2021
1. bekkur – 28 nemendur hlupu alls 77.5 km eða 2.77 km að meðaltali á nemanda.
2. bekkur – 31 nemandi hljóp alls 117.5 km eða 3.8 km að meðaltali á nemanda.
3. bekkur – 28 nemendur hlupu alls 97.5 km eða 3.48 km að meðaltali á nemanda.
4. bekkur - 31 nemandi hljóp alls 120 km eða 3.87 km að meðaltali á nemanda.
5. bekkur - 33 nemendur hlupu alls 155 km eða 4.7 km að meðaltali á nemanda.
6. bekkur – 39 nemendur hlupu alls 200 km eða 5,13 km að meðaltali á nemanda.
7. bekkur - 34 nemendur hlupu alls 162.5 km eða 4.78 km að meðaltali á nemanda.
8. bekkur - 39 nemendur hlupu alls 202.5 km eða 5,19 km að meðaltali á nemanda.
9. bekkur – 37 nemendur hlupu alls 175 km eða 4,73 km að meðaltali á nemanda.
10. bekkur – 38 nemendur hlupu alls 175 km eða 4.61 km að meðaltali á nemanda.
Nemendur í Naustaskóla hlupu samtals 1482.5 km. Þessi vegalengd í ár skilar okkur að meðaltali 4,4 km á hvern einstakling sem var þátttakandi í Ólympíuhlaupi ÍSÍ 2021.
8. bekkur hljóp að meðaltali flesta km á nemanda eða 5.19 km og hlýtur í sigurlaun – auka íþróttatíma við fyrsta tækifæri.
Kveðja íþróttakennarar Naustaskóla.
Október er meistaramánuður um mikilvægi svefns!
Svefn er ein af grunnþörfum mannsins, jafn mikilvægur eins og næring og hreyfing. Engu að síður er maðurinn eina tegundin sem að sviptir sig svefni sjálfviljugur og dregur það að fara í bólið á kvöldin. Nægur og góður svefn á stóran þátt í að auka hamingju enda vitum við flest hve vansæl við verðum þegar við erum þreytt og illa hvíld
Áskorun mánaðarins er rútína alla daga vikunnar.
https://www.facebook.com/BetriSvefn/ má finna ýmislegt um svefn.
Evu sjóður
Fjölskylda Evu Bjargar færir Naustaskóla að gjöf Evu sjóð í tilefni afmælisdags hennar. Sjóðnum er ætlað að styðja við nemendur sem þess þurfa þegar heimilin eiga í erfiðleikum með kostnað vegna sérstakra aðstæðna. Þetta málefni var Evu mikilvægt en ósk hennar var að öll börn ættu sömu möguleika óháð efnahag heimila.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Gunnlaugur, Þorgeir Viðar og Þrúður Júlía
Alþjóðdagur kennara 5.okt
Endurskinsmerki!
Nú þegar það er farið að dimma er mjög mikilvægt að börnin og reyndar við öll notum endurskinsmerki eða endurskinsvesti þegar við erum í umferðinni. Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu.
Gangandi eða hjólandi vegfarendur ættu því ætíð að nota viðeigandi öryggisbúnað s.s. endurskin, ljósabúnað og hjálm. Við beinum því til ykkar að yfirfara hjólabúnað og yfirhafnir barnanna og ganga úr skugga um það að endurskinsmerki séu á yfirhöfnum og glitaugu og ljós á reiðhjólum.
Einnig biðjum við ykkur um að aka varlega í kringum skólana. Gangbrautaverðir, nemendur í 10. bekk taka á móti nemendum a morgnana við báða skólana.
Verum vel upplýst og örugg í umferðinni, segir í tilkynningu á facebook síðu GRV.
Hér að neðan má sjá myndband um endurskinsmerkjatilraun.
https://www.youtube.com/watch?v=tIq7VBCoMsw&ab_channel=Umfer%C3%B0arstofaUS