
Fréttabréf Engidalsskóla des 2023
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Fréttabréfið er í styttra lagi að þessu sinni en þó með mikið af myndum úr starfinu. Desember er alltaf skemmtilegur mánuður því þá brjótum við skólastarfið meira upp en venjulega. Margir bekkir hafa farið í vettvangsferðir og allir hafa skreytt stofur og hurðir fallega.
Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta í jólastund foreldrafélagsins. Það munu allir græða á öflugu samstarfi sérstaklega börnin
Litlu jólin í Engidalsskóla verða þriðjudaginn 19. desember og er það skertur dagur, opið er í Álfakoti frá kl. 11:00. Við hefjum svo skólastarfið aftur miðvikudaginn 3. janúar samkvæmt stundatöflu. Nánara skipulag á dagskránni má sjá neðar í fréttabréfinu.
Við vonum að allir njóti sín í fríinu, með bestu kveðju og von um gleðilega jólahátíð,
stjórnendur Engidalsskóla.
Með bestu kveðju,
Skólastjórnendur Engidalsskóla.
Litlu Jólin
Nemendur mæta kl: 9:00 og líkur skóla kl:11:00
Jól í stofu og allir ganga í kringum tréið í ca 30 mín
- kl. 9:10- 9:40 1., 3. og 7. bekkur
- kl. 9:45- 10:15 2. og 5. bekkur
- kl. 10:20 -10:50 4. og 6. bekkur
Smákökur (sparinesti) og fernudrykkir
Sparidagur, allir spariklæddir
Ekki skipst á gjöfum
Frístund opnar kl:11:00 þennan dag
Jólasveinar - hreindýr
3. bekkur
Heimsóknir rithöfundar
Í lok nóvember kom Bjarni Fritzson og las upp úr nýjustu Orrabókinni. Þess má geta að Bjarni hefur komið til okkar áður og er alltaf gaman að fá hann í heimsókn. Nemendur eru mjög áhugasamir og flest allir hafa lesið bækurnar sem Bjarni skrifar.
Í byrjun desember kom til okkar ungur rithöfundur sem heitri Kamilla Kerúlf, hún las upp úr bók sinni Leyndardómar Draumaríkisins. Þess má beta að Kamilla hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2023 fyrir bókina.
Bergrún Íris kom til okkar og las upp úr sögu sem hún er að skrifa eftir hugmyndum sem fengnar eru frá nemendum á miðstigi Engidalsskóla. Sögusviðið er B völlur og hraunið í kring. Fyrstu skrif lofa góðu og erum við spennt að vita hvað gerist næst í sögunni.
Hurðaskreytingar
Verkefni nemenda úr smiðjum
Áhugasviðsverkefni
Ítölsk matargerð
Skólabúðasnúðar
Uppeldi til ábyrgðar,
Skýr mörk
Við erum ekki með eiginlegar skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta.
Í Engidalsskóla viljum við:
Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt
Engin barefli né önnur vopn
Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur
Engar alvarlegar ögranir eða hótanir
Engin skemmdarverk
Enga áhættuhegðun
Engan þjófnað
Holt og gott nesti fyrir hrausta og kraftmikla krakka
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433