Fréttabréf Naustaskóla
6 tbl. 15 árg. 1.september 2023
Kæra skólasamfélag
Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Naustaskóla.
Megi góð samvinna heimilis og skóla einkenna þetta skólaár.
Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.
Heimsókn forsetahjóna Íslands
Forsetahjónin heimsóttu Naustaskóla föstudaginn 25.ágúst. Nemendur voru í fyrirrúmi og voru með dagskrá fyrir hjónin og fylgdarlið þeirra. Nemendur á öllum aldri voru til fyrirmyndar í sínum hlutverkum svo eftir var tekið. Til hamingju foreldrar með ykkar yndislegu og prúðu börn.
Breytingar á stjórnenda- og Kennarateymi í vetur
Nokkrar breytingar hafa orðið á stjórnenda- og kennarateymum skólans frá því við fórum í sumarleyfi.
þuríður L. Rósenbergsdóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra í stað Aðalheiðar Skúladóttur. Við námsráðgjafastöðu tekur Dagný Björg Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi.
Teymi 1. bekkjar: Inga Huld Sigurðardóttir, Elsa Austfjörð og Sigrún Edda Kristjánsdóttir og Kolbrún Sigurðardóttir stuðningsfulltrúi.
Teymi 2. - 3. bekkjar: Vala Björt Harðardóttir, Sigríður Jóna Ingólfsdóttir, Hrönn Rúnarsdóttir, Elvý Hreinsdóttir og stoðkennari Stella Bryndís Karlsdóttir. Stuðningsfulltrúar: Harpa Mjöll Hermannsdóttir og Daníel Ben Önnuson.
Teymi; 4. - 5. bekkjar: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Berglind Hannesdóttir, Hafdís Jakobsdóttir, Sigríður Hulda Arnardóttir og stoðkennari: Sigríður Hinriksdóttir. Stuðningsfulltrúar: Alma Gísladóttir og Steindór Máni Björnsson.
Teymi 6. - 7. bekkjar: Paula María Pálsdóttir, Erla Jónatansdóttir, Þórey Sigurðardóttir, Sunna Friðþjofsdóttir og stoðkennari Þóra Ýr Sveinsdóttir. Stuðningsfulltrúar: Arna Kristinsdóttir, Ninna Rún Vésteinsdóttir og Védís Þorsteinsdóttir.
Teymi 8. - 10. bekkjar: Magnús Jón Magnússon, Sigurlaug Indriðadóttir, Íris Jónasdóttir, Andri Snær Stefánsson, Katrín Thoroddsen, Lovísa Eyvindsdóttir, Ása Katrín Gunnlaugsdóttir og stoðkennari Þórdís Eva Þórhallsdóttir. Stuðningsfulltrúi Guðrún Valdís Eyvindsdóttir.
Teymi verk - og listgreinakennara: Valdís Rut Jósavinsdóttir, Halla Jóhannesdóttir, Fanný Brynjarsdóttir og Alda Ómarsdóttir.
Teymi íþróttakennarar: Sigmundur Skúlason, Daníela Hanssen og Oscar Celis.
Forstöðumaður Frístundar er Erna Sigmundsdóttir en hún starfar einnig sem iðjuþjálfi í hlutastarfi.
Netföng starfsmanna má finna á heimasíðu skólans.
Haustkynningar
Haustkynningar verða í september og þar sem covid19 er ekki lengur hamlandi munu fundirnir fara fram í skólanum. Foreldrar fá boð með nánari upplýsingum með tímasetningum fljótlega og bindum við vonir við að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta, bæði til að kynna sér skólaumhverfi barna sinna og hvað og hvernig á að kenna þeim og síðast en ekki síst til að sýna sig og sjá og kynnast öðrum foreldrum. Þannig eflum við m.a. gott foreldrastarf, milli skóla og heimilis og milli foreldra, sem er ekki síður mikilvægt. Hér er heimasíða Heimili og skóla þar er að finna ýmsan fróðleik um foreldrasamstarf.
Mataráskrift
Hafragrautur er í boði fyrir nemendur og starfsfólk frá kl. 7:45 þeim að kostnaðarlausu.
Mikilvægt er að skrá mataráskrift í VALA.IS sem er skráningavefur mataráskriftar. Þeir nemendur sem hafa verið í mataráskrift eru áfram skráðir nema foreldrar hafi breytt áskriftinni frá fyrra ári. Alltaf er hægt að gera breytingar inn á vala.is Foreldrar nýrra barna þurfa skrá sín börn ef þau vilja hafa þau í mat í skólanum.
Hjól, hlaupahjól, rafhjól og hjálmar
Við hjólreiðar er vert að hafa ýmis atriði í huga er varðar öryggi barna okkar í umferðinni. Á vef samgöngusofu má finna upplýsingar um notkun rafmagnshlaupahjóla.
Við bendum á að á skólatíma má ekki hjóla á skólalóðinni.
Gott að hafa í huga:
# Hjálpum börnunum að velja öruggustu leiðina í skólann og kennum þeim að fara yfir götur, með og án ljósastýringar.
# Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.
# Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla.
Hjúkrunarfræðingur
Viðvera hjúkrunarfræðings á þessu skólaári er á mánundögum og miðvikudögum og annan hvorn þriðjudag frá kl. 08:00-14:30. Utan þess tíma er alltaf hægt að skilja eftir skilboð hjá ritara eða senda póst á netfangið torgh@akmennt.is
Heimasíða Naustaskóla
Við vekjum athygli á að á heimsíðu skólans má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar sem snúa að skólastarfinu.
Göngum í skólann!
Íþrótta og Ólympíusamband Íslands setur af stað verkefnið Göngum í skólann. Verkefnið göngum í skólann hefst 6.september og er það í sautjánda sinn sem það verkefni fer af stað. Markmið verkefnisins er að hvetja öll börn til að tileinka sér virkan ferðamáta og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ávinningur hreyfiningar er ekki aðeins bundinn við líkamlega og andlega vellíðan heldur einnig er það umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. Við hvetjum ykkur öll til að að taka þátt í verkefninu og nota virkan ferðamáta í skólann.
Hnetu og möndlubann!
Vegna ofnæmis meðal nemenda í skólanum verðum við að lýsa yfir hnetu- og möndlubanni í Naustaskóla. Við biðjum nemendur og foreldra um að aðstoða okkur með því að halda öllu heima sem inniheldur hnetur og möndlur