Fréttabréf Naustaskóla
5. tbl. 14 árgangur maí
Kæra skólasamfélag
Kæra skólasamfélag
Gleðilegt sumar!
Við í Naustaskóla erum byrjuð að undirbúa lok þessa skólaárs sem hefur verið okkur nokkuð snúið á köflum. En veiran hefur haft mikil áhrif á allt okkar starf og skipulag. Nú horfum við fram á bjartari tíma og erum líka farin að huga að næsta skólaári sem bíður okkar og nemenda okkar með skemmtilegum áskorunum og tækifærum. Það er margt á döfinni í skólalífinu í maímánuði eins og sést hér í fréttabréfinu og við ætlum að njóta þess að hafa gaman saman þessar síðustu vikur.
Sumarkveðjur
Stjórnendur Naustaskóla.
Á döfinni í maí 2022
5. maí Fiðringur – hæfileikakeppni Grunnskólanna á Akureyri í Hofi
10. maí 4. bekkur frjálsíþróttamót
11. maí 5.bekkur frjálsíþróttamót
12. maí 6.bekkur frjálsíþróttamót
13. maí 7.bekkur frjálsíþróttamót
12. maí Rökræðukeppni 10. bekkjar
17. - 18. maí 10.bekkur í skólaferðalagi
19. maí Bókmenntahátíð barnanna í Hofi – fyrir 6. -7. bekk
25. maí UNICEF hlaup
26. maí Uppstigningardagur
27. maí starfsdagur
27. maí starfsdagur í frístund- eingöngu opið fyrir þá sem eru skráðir
30. - 31 maí vorþemadagar
30. maí vorskóli 1.bekkjar
Útivistartími breytist í maí
Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur. Svefnþörfin er einstaklingsbundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu.
Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst m.a. að ganga úr skugga um að þau séu ekki í tölvunni þegar þau eiga að vera komin í rúmið
Unicef hlaupið 2022
Heimasíða Unicef
Ungir semja - fullorðnir flytja
Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn tónsmíðar sínar. Dómnefnd velur síðan tíu verk sem tónskáldin og atvinnumenn útsetja fyrir hljómsveit. Verkin eru síðan flutt af landsþekktu tónlistarfólki. Í ár voru fimm nemendur úr Naustaskóla sem áttu verk sem voru flutt á stórtónleikum í Hofi 24. apríl sl.
Verkin og tónskáldin okkar eru:
Amanda Eir Steinþórsdóttir
Two sided love story
Eiður Reykjalín Hjelm
Naughty elves
Jóhann Valur Björnsson
Adamant
Amanda Eir Steinþórsdóttir, Mahaut Ingiríður Matharel og Sólrún Alda Þorbergsdóttir.
Poets, bullets and society
Viðurkenning Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar
Kennarar á miðstigi þær Þóra Ýr, Sunna, Paula, Katrín Júlía, Harpa og Arna Ýr í Naustaskóla fengu viðurkenningu fyrir þróunarverkefnin Strákar lesum saman og Læsi fyrir lífið. Einnig fengu Guðrún Valdís stuðningfulltrúi fyrir að vera öflugur stuðningsfulltrúi með stórt hjarta, Richard Örn Blischke nemandi fyrir góðan námsárangur, hjálpsemi, þrautsegju og almenna vinnugleði, Amanda Eir nemandi fyrir listsköpun og að láta fjölbreytileika og jafnrétti skipta sig miklu máli.
Á myndina vantar Amöndu og Katrínu Júlíu.