
Seesaw
Fyrstu skrefin
Af hverju að nota Seesaw?
- Seesaw er námshvetjandi námsumhverfi fyrir nemendur.
- Seesaw gefur kost á að vinna heimaverkefni í fjarnámi.
- Seesaw gefur kennara og foreldrum yfirsýn yfir verkefni nemenda.
- Seesaw gefur nemanda kost á samskiptum við foreldra og kennara um einstök verkefni.
- Nemendur nota verkfæri Seesaw fyrir alls konar skapandi verkefni t.d. að taka ljósmyndir, teikna, taka upp myndbönd, skrifa sögu, segja frá, lesa upphátt og taka upp, gera útskýringamyndir og skýrslur, hlusta á hljóðrænt efni og síðast en ekki síst að vísa nemendum beint á valda vefsíðu sem vinna á með.
- Seesaw heldur utan um verkefni nemandans í sýnismöppu og myndar þannig safn verkefna sem hægt er að greina við mat á hæfniviðmiðum.
- Kennarar geta einnig lagt fyrir nemendur eigin verkefni í Seesaw og birt sýnishorn.
- Verkefnin geta verið einföld og stök en einnig geta þau verið í formi tölusettra verkefna sem koma hvert á eftir öðru.
- Seesaw gefur kost á að meta verkefni og tengja við metanleg hæfniviðmið skólanámskrár.
- Seesaw er umhverfisvæn leið til að leggja fyrir verkefni. Minni ljósritun.
- Seesaw er hentugt verkfæri til að kenna stafræna borgaravitund um miðlun efnis á netið.
Til að byrja
Kennari stofnar aðgang á vefsíðu Seesaw Í Kópavogi notum við skólanetfangið (Google netfangið).
Kynningarmyndband (íslenska)
Nýttu þér leiðbeiningar til að byrja. (íslenska)
Síðan stofnar kennari bekk og færir inn nemendur einn af öðrum. Það er hægt að gera á ólika vegu: handvirkt, úr csv skrá eða með því að flytja nemendur úr Google Classroom.
Nemendur sækja appið Seesaw Class. Appið er sett inn miðlægt í Kópavogi.
Kennslumyndband:
Svona skráir þú þig inn í Seesaw , býður samkennurum að vera með, setur inn nemendur og býður foreldrum.
Foreldrar sækja appið Seesaw Family þegar þau fá boð kennara um það. Mælt er með að nemendur séu búnir að gera 2-3 verkefni þegar foreldrum er boðið að koma inn og vera með.
Foreldrum er boðið með því að velja hnappinn Family þegar kennari er í bekkjarumhverfinu.
Foreldrar fá sent bréf eða kennari skráir netfang foreldra beint inn. Foreldrabréfin eru á mörgum tungumálum. Við höfum íslenskað bréfið.
Þrjú dæmi
Seesaw vinnur vel með Google. Fyrir utan að ganga saman í innskráningu með Google netfangi, getur þú búið til Seesaw bekkinn þinn með því að flytja þá inn frá Google Classroom. Þegar þú býrð til nýjan bekk í Seesaw muntu sjá „Flytja inn frá Google Classroom“. Ef þú ert þegar skráður inn með Google reikningnum þínum verðurðu beðinn um að veita Seesaw aðgang. Það er allt og sumt.
Sýnismappa - ferilmappa
Skólar á Íslandi hafa sumir valið að nýta Seesaw sem sýnismöppu og/eða stað fyrir lokaskil verkefna, áfanga eða lotu.
Varðveisla verkefna
Kennari getur prentað út pdf bók t.d. í lok skólaárs eða við lok grunnskóla með öllum verkefnum nemandans sem myndar n.k. ferilbók um skólagönguna.
Að búa til verkefni í Seesaw
Kostnaður
Kostnaður
Það kostar ekkert að prufa og byrja með einn bekk og deila nemendahópnum með 1-2 kennurum. Það dugar alveg sem dæmi fyrstu mánuðina á meðan verið er að læra á forritið.
Ef keyptur er skólaaðgangur bætist við skólasafn þar sem kennarar deila verkefnum sín á milli, deilimöguleiki á verkefnum í alþjóðlegu safni og síðast en ekki síst námsmat. Skólinn fær jafnframt meiri yfirsýn yfir notkunina í keyptum aðgangi.
Dæmi um kostnað skóla(enska). Þeir segja eftirfarandi fast tilboð til allra skóla (2018):
Seesaw for Schools costs $5 USD per student / year, with a 10% discount available for two or three year licenses:
- The two year license is invoiced in full when your contract term begins
- The three year subscription locks in your per-student cost and also comes with a payment plan, with 50% of the total cost due the first year, and 25% in each subsequent year
K-12 Partnerships Team
Nú er komið að þér...
- Stofnaðu Seesaw aðgang og bekk (skólarnir í Kópavogi fá aðgang hjá verkefnisstjóra UT)
- Settu nemendur inn í bekkinn
- Kenndu nemendum að skrá sig inn (bekkjarsett QR kóði en Googlenetfang fyrir 1:1)
- Kenndu nemendum á verkfærin eitt af öðru
- Þegar nemendur hafa lokið við verkefni skaltu sýna viðbrögð
- Þegar nemendur hafa loið við 2-3 verkefni skaltu bjóða foreldrum aðgang
- Þegar nemendur eru orðnir klárir á verkfærunum skaltu fara að búa til verkefni í Activities
- Allt þetta og meira til í fríjum aðgangi.
- Ef þú átt prufuaðgang og færð síðan skólaaðgang þá biður þú um að láta stofna þig í skólaaðgangi með sama netfangi og þú stofnaðir þig sjálf/sjálfur.
Þetta er allt og sumt til að byrja með. Góða skemmtun!