Fréttabréf Engidalsskóla maí 2023
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Nú eru einungis örfáir dagar eftir af skólastarfinu á þessu skólaári. Nemendur eru þessa dagana á ferð og flugi í alskyns vorferðum og er síðasti dagur 6. júní á íþróttadegi og skólaslitum síðdegis, sjá nánar um skólaslit hér neðar í fréttabréfinu.
Þann 5. júní er foreldrasamráð þar sem nemendur og foreldrar mæta saman til samráðs við kennar, engin kennsla þann dag. Þetta er einn liður í því að ná betri samvinnu við foreldra og að þeir fái tækifæri til að hafa meiri áhrif á nám barna sinna (þáttur sem við þurfum að bæta samkvæmt Skólpúlsnum). Á þessum síðasta samráðsfundi vetrarins verður meðal annars farið yfir það hvernig gekk að vinna að markmiðunum sem nemendur settu sér, hvað þeim fannst skemmtilegast að læra, hvað við getum gert betur, sumarlestur og fleira.
Nýlega skilaði starfshópur á vegum Hafnarfjarðar af sér skýrslu þar sem sett eru fram lágmarksviðmið um samstarf heimilis og skóla og ábyrgð og skyldur hvers og eins í því. Við gerum ráð fyrir því að auka samstarfið en meira í haust og hefja skólaárið á haustfundum með foreldrum þar sem áherslan verður á vináttu, samskipti og líðan nemenda.
Eitt af okkar stóru markmiðum er að auka vellíðan nemenda og í síðustu nemendakönnun Skólapúlsins erum við yfir landsmeðaltali. Nemendur eru líka að sýna meiri þrautsegju og hafa meiri ánægju af lestri en landsmeðaltalið samkvæmt Skólapúlsinum. Nemendur eru mjög duglegir að hreyfa sig, borða hollan mat og samsama sig við nemendahópinn. Þetta árið eru það nemendur í 6. og 7. bekk sem svara könnuninni en þau hafa áhyggjur af einelti sem hefur aukist í drengjahópnum en minnkað í stúlknahópnum. Það er þó minna í könnuninni í apríl heldur en í október og vonandi erum við á réttri leið með að uppræta það. Við viljum leggja áherslu á það við foreldra/forsjáraðila að ef þeir telja að barnið þeirra verði fyrir einelti að tilkynna það formlega á eyðublaði sem er að finna á heimsíðunni. Í vetur hafa komið þrjár tilkynningar til stjórnenda en samkvæmt svörum eru fleiri að svara þannig að þeir upplifi að þeir séu lagðir í einelti.
Nýr námsráðgjafi, Dagný Sveinsdóttir, hóf störf hjá okkur um miðjan apríl og nýr deildarstjóri stoðþjónustu hefur störf hjá okkur eftir sumarfrí og erum við þar með búin að fylla skarð Guðbjargar Birnu sem sinnti báðum þessum störfum. Dagný hefur netfangið dagnys@engidalsskoli.is.
Að lokum hvetjum við alla til að taka þátt í vorhátíð foreldrafélagsins sem verður þriðjudaginn 30. maí frá kl. 17-19, leika með krökkunum og kynnast öðrum foreldrum.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Skólaslit 6. júní
1.-2. bekkur kl. 16:30
3.-4. bekkur kl. 17:30
5.-6. bekkur kl. 18:30
7. bekkur kl. 20:00
Upptaka frá foreldrafundi Heimilis og skóla í Hafnarfirði
Handboltamót grunnskólanna.
Stúlkur í 5. bekk og drengir í 6. bekk komu heim með titilinn ,,Skólameistari HSÍ 2023” Hér má sjá smá myndband hvernig stemningin var þegar nemendur komu heim.
Húsdýrin okkar
Skóladagatal 2023-2024
Lestrarátak í maí 2023
Uppeldi til ábyrgðar - Skýru mörkin
Við í Engidalsskóla erum ekki með eiginlegar skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta.
Í Engidalsskóla viljum við:
Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt
Engin barefli né önnur vopn
Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur
Engar alvarlegar ögranir eða hótanir
Engin skemmdarverk
Enga áhættuhegðun
Engan þjófnað
Listaverk eftir nemendur
Holt og gott nesti fyrir hrausta og kraftmikla krakka
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433