Fréttabréf Naustaskóla
9. tbl 14. árgangur nóvember 2021
Kæra skólasamfélag!
Tíminn æðir áfram og skyndilega er kominn nóvember og aðventan á næsta leyti! Nú í nóvember verðum við með þemadaga sem að þessu sinni eru tileinkaðir Jafnrétti, mannréttindum, lýðræði og staðalmyndum. Markmið þessara þemadaga er að nemendur fá jafnréttis- og kynjafræðslu við hæfi þar sem kennt er m.a. um kynjaðar staðalímyndir, málefni fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Ætlunin er að nemendur vinni víðs vegar um skólann í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum sem skilar þeim betri þekkingu, jákvæðum viðhorfum og umburðarlyndi til fjölbreytileika mannlífsins. Er þetta viðfangsefni m.a. liður í innleiðingu réttindaskóla UNICEF sem Naustaskóli vinnur að í vetur. Skólinn mun senda frekari upplýsingar um þemadagana þegar nær dregur og biðjum við ykkur foreldra að vera tilbúin að ræða þessi mál við börnin ykkar.
Bryndís, skólastjóri.
Á döfinni í nóvember
8. nóvember - Baráttudagur gegn einelti
9. nóvember - Starfsdagur - frístund opin
12. nóvember - Nemendadagurinn !
16. nóvember - Dagur íslenkrar tungu
17.-19. nóvember - Þemadagar Naustaskóla
20. nóvember - Dagur mannréttinda barna
26. nóvember - Skreytingadagur
Foreldraviðtöl 5. nóvemeber
Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Naustaskóla.
Nemenda – og foreldraviðtöl verða föstudaginn 5. nóvember
Foreldrar mæta til viðtals með börnum sínum í skólann. Þennan dag fer ekki fram kennsla og
nemendur mæta ekki í skólann en Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Viðtölin taka mið af líðan nemenda og námi þeirra. Markmiðið er að leggja áherslu á að
nemendur séu virkir í viðtalinu – að viðtalið sé nemendastýrt.
Markmið með nemendastýrðum samtölum er að:
● nemendur séu virkir þátttakendur í að meta eigin líðan, náms- og félagslega stöðu og ræða
hana
● auka ábyrgð nemenda í eigin námi.
● nemendur eru virkjaðir að ræða um námið sitt.
● auka þátttöku nemenda í ákvarðanatöku um skipulag náms.
Bóka foreldraviðtöl
Foreldrar bóka sjálfir viðtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is – að þessu
sinni er viðtalstíminn 15. mínútur.
Til að skrá sig í viðtal er farið inn á fjölskylduvef Mentor og smellt á flís sem birtist, eftir
innskráningu, efst í vinstra horninu á forsíðu Mentor. Hér eru hlekkir á leiðbeiningar um
Mentor fyrir foreldra.
https://www.youtube.com/watch?v=oBQvcTvz92Q&list=PLXN504onYI_
I0Jk4lm46UphLktxtfHv3&index=13
Ef nemendur og foreldrar lenda í vandræðum með aðgang að Mentor eru þeir beðnir að snúa sér til ritara.
Með kveðju og ósk um gott samstarf.
Stjórnendur Naustaskóla,
Bryndís, Alla og Heimir.
Dagur gegn einelti 8. nóvember
Vanda Sigurgeirsdóttir var látin gera tvö stutt myndbönd til að kveikja umræður í skólum og frístundastarfinu um einelti. Einnig eru margvísleg verkefni og myndbönd til undir verkefninu https://reykjavik.is/vinsamlegt-samfelag
Myndband fyrir 10 ára og yngri (ca. 4-10 ára)
Myndband fyrir 11 ára og eldri (ca. 11-16 ára)
Dagur gegn einelti tengist 2. grein Barnasáttmálans um jafnræði og bann við mismunun. Börn eiga að njóta réttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra ogstöðu. Í 3. grein er svo fjallað um það sem er barninu fyrir bestu, að börn eiga að njóta verndar og umömmunar
Gátlisti vegna eineltis var unnin í viðtæku samstarfi foreldra og sérfræðinga frá skólum, frístundastarfi og þjónustumiðstöðvum, með það í huga að tryggja góð vinnubrögð og samræmi allra starfsstaða SFS óháð því hvaða aðferðir þeir styðjast við í vinnu sinni gegn einelti. Ég skora á alla starfsstaði að taka höndum saman um að nýta gátlistann.