Fréttabréf Naustaskóla
4. tbl 14 árgangur apríl
Kær skólasamfélag
Skólalífið hefur verið fjölbreytt það sem af er marsmánuði. Í byrjun mánaðarins tókum við þátt í stóru upplestrarkeppninni og þar stóðu nemendur okkar sig með mestu prýði. Við sigruðum keppnina í þriðja sinn á fjórum árum. Undanfarna daga hefur verið mikið líf og fjör í skólanum og árshátíðarundirbúningurinn á fullri ferð. Mikill metnaður var lagður í búninga og sviðsmyndir og öll voru atriðin meistarastykki. Sem betur fer fengu allir nemendur að sýna sín atriði fyrir aðra nemendur skólans en mikil vonbrigði voru að geta ekki sýnt foreldrum afrakstur þessarar miklu og skemmtilegu vinnu. Enn og aftur þurftum við að breyta vegna Covid 19. Við erum byrjuð að skipuleggja næsta vetur og mun skóladagatal skólaársins 2021 –2022 fylgja með í maí fréttabréfinu. En ykkur til upplýsingar mun skólinn hefjast þriðjudaginn 23. ágúst.
Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.
Á döfinni í apríl 2021
2. apríl - föstudagurinn langi
4. apríl - páskadagur
5. apríl - annar í páskum
6. apríl - fyrsti skóladagur eftir páska
9. apríl - Blár dagur
8.- 9. apríl - Upptaka eða sýning á árshátíð ef sóttvarnir leyfa
22. apríl - sumardagurinn fyrsti
Árshátíð
Það fengu sem betur fer allir nemendur í skólanum að horfa á ,General" sýningar og skemmtu sér allir mjög vel.
Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur en við munum annaðhvort bjóða ykkur hingað upp í skóla í litlum hópum eða munum við í samstarfi með KA-tv sýna ,,live" streymi frá öllum atriðunum.