Nesskólafréttir
Nýtt skólaár framundan
Skólasetning fimmtudaginn 20. ágúst
Eins og komið hefur fram áður verður skólasetning Nesskóla með frekar óhefðbundnum hætti að þessu sinni. Í ljósi aðstæðna og einnig tilmæla frá heilbrigðisyfirvöldum þarf að takmarka komur gesta í skólann. Eftirfarandi fyrirkomulag verður því á skólasetningunni að þessu sinni.
Fyrsti bekkur
Að byrja í skóla er stórt skref og alls ekki einfalt þegar maður er 6 ára. Hér verður því haldið í það fyrirkomulag sem verður hefur undanfarin ár. Nemendur koma í viðtal til umsjónarkennara ásamt foreldrum. Aðilar eru beðnir um að fylgja reglum um nálægðartakmörk og sóttvarnir. Umsjónarkennari boðar í viðtalið.
Annar og þriðji bekkur
Þar sem um breytt kennslufyrirkomulag er að ræða hjá öðrum og þriðja bekk munum við leyfa foreldrum að koma með nemendunum á setninguna. Skólasetningin verður hinsvegar þannig að þegar nemendur mæta þá fara þeir beint til sinnar kennslustofu og hitta þar umsjónarkennarann sinn. Setning fyrir þessi bekki verður klukkan 09:30. Að loknu viðtali við umsjónarkennara verður hægt að skrá nemendur á Vinasel. Skráningin verður í matsal skólans. Umsjónarkennarar boða einnig til skólasetningar þar sem nemendahópar og skólastofur koma fram.
Fjórði og fimmti bekkur
Í bekkjum ofar en þriðja bekk viljum við helst ekki fá foreldra með að þessu sinni. Stutt setning verður með umsjónarkennurum klukkan 10:00. Ef foreldrar af einhverjum ástæðum þurfa að fylgja börnum sínum þá endilega verið í sambandi við umsjónarkennara. Upplýsingar um kennslustofur koma í pósti frá umsjónarkennurum.
Sjötti og sjöundi bekkur
Sama og hjá fjórða og fimmta bekk hér að ofan nema nemendur mæta klukkan 10:30
Vinasel
Foreldrar nemenda í 1. bekk fá skráningarblöð í viðtölum til útfyllingar, að lokinni skólasetningu hjá öðrum og þriðja bekk verður starfsfólk Vinasels í matsal skólans og tekur á móti skráningum.