Fréttabréf Naustaskóla
8. tbl. 14. árg. 1. nóvember 2022
Kæra skólasamfélag!
Næstu vikurnar ber hæst hefðbundið skólastarf en þó eru fastir liðir í skólastarfinu sem setja lit á lífið. Þar má nefna nemendadaginn, en að þessu sinni keppa kennarar sín á milli í hæfileikakeppni og nemendur keppa við nemendur í körfubolta og fótbolta. Hið árlega “árshátíðarball” unglingastigsins er um næstu mánaðamót og þar verður mikið fjör að vanda. Á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember hefjum við formlega þátttöku í upplestrarkeppninni „Upptaktur“. Þannig gengur lífið í skólanum sinn vanagang og yfirleitt gengur það ljómandi vel, en á hátt í 500 manna vinnustað getur óneitanlega ýmislegt komið upp á. Eins og margir urðu varir við varð um miðjan mánuðinn töluverð umræða um einelti og svokallað neteinelti bæði í fjölmiðlum og á netinu. Hér í Naustaskóla höfum við orðið vör við að nemendur hafa látið ljót orð falla í garð samnemenda á netinu og oftast eru þessi ummæli nafnlaus, en við höfum þó ýmis ráð til að rekja þau. Einnig hefur nokkuð borið á fordómum í garð nemenda af erlendum uppruna. Við höfum brugðist við með aukinni fræðslu til nemenda og biðjum ykkur foreldra að taka þessa umræðu heima. Mikilvægt er að við kennum börnunum að rækta vináttu og velvilja í garð hvers annars. Við skulum leggja okkur fram um að vera góðar fyrirmyndir börnunum okkar til hagsbóta.
Bestu kveðjur úr skólanum, Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri.
Jákvæður agi!
Í Naustaskóla er unnið með agastefnuna Jákvæður agi. Kennarar og starfsfólk nota jákvæðan aga markvisst í skólastarfinu. Á öllum kennslusvæðum er að finna bekkjarsáttmála sem nemendur hafa skrifað undir, þá er einnig að finna í íþróttasalnum og hjá verkgreinakennurum.
Umsjónarkennarar leggja upp með gæðahringi tvisvar sinnum í viku þar sem unnið er eftir handbók fyrir kennara um jákvæðan aga. Þar eru mismunandi æfingar sem kennarar leggja fyrir nemendahópinn sem þjálfa nemendur meðal annars í samskiptafærni, að segja sína skoðun, hlusta á aðra, hlutverkaleikir og vinna með verkfæri mánaðarins.
Verkfæri september mánaðar var „skapaðu venjur með nemendum“ – þar var verið að hvetja kennara til að skapa venjur með nemendum sínum, fara yfir reglur og af hverju það er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa reglur. Verkfæri október mánaðar er „veitum aðhald, festu og eftirfylgni með góðvild“. Þetta verkfæri er nauðsynlegt fyrir nemendur okkar til finna til trausts, auka sjálfstraust og vinnusemi í skólanum. Við höfum sett niður verkfæri fyrir nóvember mánuð og það er „vertu hreinskilinn. Notaðu „ég“ skilaboð“. Með því að nota ég-skilaboð erum við að vekja nemendur okkar til umhugsunar um hegðun sína með því að við kennarar segjum hvernig okkur líður þegar þau hegða sér á óviðeigandi hátt.
Bleikur dagur
Hópefli 6. - 10.bekk
Þökkum við kærlega fyrir okkur.
Flugvélaþema 2. - 3. bekkur
Börnin í 2. og 3. bekk hafa síðustu vikur verið að vinna í flugvélaþema í Byrjendalæsi. Vinnan hefur verið afar fjölbreytt og skemmtileg og eru þau orðin mjög fróð um margt sem tengist flugi og flugsamgöngum.
Fjölmörg verkefni hafa verið unnin bæði í vinnustundum og smiðjum. Þau fóru í mjög fróðlega og skemmtilega ferð á flugsafnið, bjuggu til sín eigin flugmódel og sungu Flugvélar með Nýdönsk eins og enginn væri morgundagurinn. Þau voru einnig svo lánsöm að fá Magnús pabba hennar Alexöndru í heimsókn. Hann er sjúkraflutningamaður og hann fræddi þau um allt sem tengist sjúkraflugi, heimsóknin var mjög fróðleg og skemmtileg.
Heimsókn í flugsafnið!
Fræðumst um sjúkraflug!
Flugvélar sem við bjuggum til!
Reykjaferð 7. bekkur
7. bekkur fór á Reyki í Hrútafirði um miðjan október og dvaldi þar eina skólaviku ásamt Salaskóla úr Kópavogi.
Stundaskráin var fjölbreytt og höfðaði vel til flestra.
Þetta er áskorun fyrir marga, að gista fleiri nætur að heiman og voru margir sigrar unnir þessa vikuna.
Nemendur sköpuðu margar góðar minningar sem gaman verður að eiga og rifja upp seinna.
Kennarar voru ánægðir með ferðina og stoltir af nemendum.
6. bekkur gisting í skólanum
Hrekkjavaka
Viðtalsdagur 10. nóvember
Piparkökuskreytingar
Óskilamunir
Stundvísi!
Framundan
8. nóvember -baráttudagur gegn einelti
10. nóvember - viðtalsdagur
11. nóvember - starfsdagur
16. nóvember - dagur íslenskrar tungu
16. nóvember - piparkökuskreytingarstund með foreldrafélaginu kl: 19:00
21. nóvember - þemadagur
22. nóvember - þemadagur
23. nóvember - þemadagur - barnaþing
25. nóvember - Ball unglindadeild
30. nóvember - skreytingadagur