Menntastefnufréttir
- febrúar 2020
Staða innleiðingar menntastefnunnar
Þróunar- og nýsköpunarsjóður - umsóknarfrestir í mars
A-hluti. 150 milljónum verður úthlutað til grunnskóla, leikskóla, frístundamiðstöðva og skólahljómsveita út frá einföldu og skýru umsóknarferli. Fjárhæðir styrkja eru ákveðnar út frá reiknireglu sem tekur til fjölda árlegra stöðugilda, barnafjölda og rekstrarumfangs. Umsóknarfrestur fyrir verkefni í A-hluta er 15. mars 2020.
B-hluti. 50 milljónum verður úthlutað til stærri samstarfsverkefna. Í stærri samstarfsverkefnum verður gerð krafa um þverfaglegt samstarf á milli starfseininga s.s. eins og milli skólastiga, frístundamiðstöðva, skólahljómsveita eða annarra skóla eða starfsstaða innan sem utan hverfis. Styrkir verði að lágmarki 4.000.000 og hámarki 8.000.000. Umsóknarfrestur fyrir verkefni í B-hluta er 1. mars 2020.
Mixtúra - fræðsla, snillismiðjur og opið hús
Skipulögð fræðsla framundan á vorönn 2020:
- 20. febrúar 2020: Fræðslustund - Stærðfræði í stafrænum heimi
- 24. febrúar 2020: Fræðslustund - Tækni og tónlist
- 5. mars 2020: Menntabúðir - Náttúrufræði
- 9., 12. & 19. mars 2020: Snillismiðja - Inkscape
- 16. mars 2020: Fræðslustund - Umhverfi og vísindi
- 30. mars 2020: Opið hús - Forritun
- 1. apríl 2020: Vorblót 2020
Dæmi um sérsniðna fræðslu eru t.d. menntabúðir um tækni, kvikmyndaverkefni, tæknikistur leikskóla, skólalausnir Google og óvissu- og vísindaferðir.
Sjá nánar á vef Mixtúru.
Veggspjöld um menntastefnuna
Tilgangurinn með veggspjöldunum er að minna á okkar sameiginlegu framtíðarsýn og leiðarljós. Einnig er gott að hafa grundvallarþættina fimm sem sýnilegasta til að auðvelda okkur að tengja dagleg störf og verkefni við þættina þar sem því verður við komið.
Fjórar umsóknir fengu styrki úr æskulýðshluta Erasmus+
Landsskrifstofa Erasmus+ hefur samþykkt fjórar umsóknir frá skóla- og frístundasviði sem sendar voru inn í október í æskulýðshluta Erasmus+. Samtals munu þessi verkefni fá um 13. m.kr. í styrk en þær eru allar tengdar námi og þjálfun starfsfólks.
Verkefnið „Rafíþróttir í æskulýðsstarfi“ mun gefa 16 starfsmönnum frá öllum frístundamiðstöðvum borgarinnar tækifæri til að heimsækja Helsinki borg og skoða hvernig þau hafa markvisst unnið með rafíþróttir í æskulýðsstarfi í borginni.
Í verkefninu „Lærum af þeim bestu - þróun starfshátta í skólahljómsveitum í Reykjavík“ ætla 15 starfsmenn skólahljómsveita Reykjavíkurborgar að kynna sér framúrstefnulegt starf með börnum og unglingum hjá Sant Andreu Jazz Band í Barcelona auk þess sem að forsprakki þeirra kemur til Íslands og heldur námskeið fyrir starfsmenn skólahljómsveita borgarinnar.
Verkefnið „Ungmennaráð - Flæði, gæði, fléttur“ felur í sér tvær ferðir. Fyrri ferðin verður farin til Helsinki í Finnlandi þar sem 14 starfsmenn ungmennaráða munu kynnast því hvernig unnið er með vikra þátttöku ungs fólks í Helsinki. Í seinni ferðinni munu starfsmenn og ungmenni úr ungmennaráðunum fara til Kaupmannahafnar og kynnast því hvernig ungmennaráð í Danmörku starfa og taka þátt í lýðræðishátíðinni Ungdommens folkemode.
Frístundamiðstöðin Miðberg fékk samþykktan styrk fyrir verkefninu „Vits er þörf þeim er víða ratar“. Verkefnið felur í sér ferð allra starfsmanna í unglingastarfi í Breiðholti eða samtals 35 starfsmanna. Ferðinni er heitið til Eistlands þar sem samstarfsaðili Miðbergs, Association of Estonian open youth centres, ætlar að bjóða þeim að kynnast fjölbreyttu félagsmiðstöðvastarfi í Eistlandi.
Við óskum öllum styrkþegum innilega til lukku með þessi glæsilegu verkefni og þökkum Rannís og starfsfólki landsskrifstofu Erasmus+ á Íslandi fyrir stuðninginn.
Sjá: Yfirlit yfir styrkjatækifæri fyrir grunnskóla, leikskóla og frístundastarf
Tilraunasmiðja um samfélagslega nýsköpun
Í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar var haldin tveggja daga „tilraunasmiðja um samfélagslega nýsköpun“ (e. social innovation action lab) í Gerðubergi sem byggir á hugmyndafræði samfélagslegrar nýsköpunar.
Tilgangur smiðjunnar var annars vegar að kynnast aðferðum við að þróa skapandi lausnir við nýjum áskorunum í skólastarfi og hinsvegar að skoða hvernig við getum í sameiningu skapað lifandi lærdómssamfélag sem styður við lýðræðislega þátttöku, umboð til athafna og leiðtogafærni nemenda með velsæld þeirra og samfélagsins til framtíðar að leiðarljósi.
Smiðjan var haldin í samstarfi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og Argyll Centre, Edmonton í Kanada en fulltrúar þaðan leiddu smiðjuna ásamt tíu kanadískum nemendum. Nemendur og kennarar úr Breiðholtsskóla, Hólabrekkuskóla og Laugalækjarskóla tóku þátt í smiðjunum en kanadísku nemarnir gistu hjá íslenskum fjölskyldum. Kanadísku nemendurnir heimsóttu skóla þeirra nemenda sem þeir gistu hjá dagana 25. og 26. nóvember til að kynnast starfi þeirra og nemendum. Þeirra hlutverk var að heimsækja skólana og skoða eða rannsaka með aðferðarfræði mannfræðinga (e.ethnographic research) hvernig birtingarmynd þátttöku nemenda í þátttökuskólunum væri háttað.
Þá tóku þátt í smiðjunni fulltrúar foreldra, ungmennaráða, þjónustumiðstöðva, frístundamiðstöðva, rannsakenda, menningarstofnana og starfsfólks af skrifstofu SFS en þátttakendur voru alls um sjötíu.
Nýsköpunarmiðja menntamála og skrifstofa SFS hefur hug á að nýta reynsluna frá tilraunasmiðjunni en NýMið hefur fengið aðgang að öllu efni sem tengt er verkefninu, frá Kanada auk þess sem von er á rannsóknarskýrslu um smiðjuna. Hér fyrir neðan eru tenglar á myndbönd, fréttir og útvarpsviðtal um tilraunasmiðjuna.
Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Sjá einnig meira um barnasáttmálann.
Opinskátt um ofbeldi
Opinskátt um ofbeldi er eitt af þeim verkefnum sem tengjast innleiðingu Menntastefnu, fyrst og fremst grundvallarþáttunum sjálfsefling, félagsfærni og heilbrigði, ekki síst andlegu og líkamlegu heilbrigði barna og unglinga, er verkefnið opinskátt um ofbeldi (OUO). Á haustmánuðum var unnið að því að koma verkefninu í formlegan farveg. Leikskólinn Gullborg, Grandaskóli og frístundaheimilið Undraland tóku þátt í að prufukeyra verkefnið á sínum starfsstöðum en eftir samráð við þá var farið í að endurskoða myndefni og leiðbeiningar sem þótti ekki svara kröfum ársins 2019 með tilliti til fjölbreytileika.
Unnið er að fjölbreyttum verkefnum og hugmyndum í anda menntastefnunnar í skóla- og frístundastarfi - Sjá hér fyrir neðan
Sköpun og tækni í þróunarverkefninu Austur - Vestur
Þróunarverkefnið Austur-Vestur er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Vesturbæjarskóla og Selásskóla og snýst um sköpunar- og tæknismiðjur í grunnskólastarfi. Hópur kennara við Menntavísindasvið Háskóla Íslands kemur einnig að verkefninu með ráðgjöf og rannsókn á framvindu þess.
Markmið verkefnisins er að stuðla að meiri sköpun í skólastarfi, tengslum náms við samfélagið, breytingastarfi og því hvernig skólinn fer að því að mæta í verki ákalli um nútímalegt og uppbyggilegt skólastarf. Stefnt er að því veita nemendum fjölbreytt tækifæri og skapa þeim vettvang til að prófa og takast á við margbreytileg viðfangsefni sem reyna á hæfni þeirra og hugvit. Til þess að gera kennurum kleift að vinna eftir þessari hugmyndafræði er þeim boðið upp á fjölbreyttar kynningar á ólíkum viðfangsefnum, þeir fá stuðning frá verkefnisstjórum, þeim er bent á greinar og umfjallanir og síðast en ekki síst er það samvinna þessara þriggja skóla sem gegnir lykilhlutverki í þessu verkefni. Á haustönn 2019 voru haldnar tvennar menntabúðir og eru þær þriðju fyrirhugaðar í febrúar 2020.
Fræðslumyndbönd um mikilvægi sjálfseflingar í leikskólum
Leikskólarnir Engjaborg, Funaborg, Hólaborg og Sunnufold vinna saman að innleiðingu menntastefnunnar Látum draumana rætast með áherslu á grundvallarþáttinn sjálfseflingu. Þeir vinna verkefni sem nýtast bæði til sjálfseflingar barna og starfsfólks.
Áætlað er að gera fjögur myndbönd sem einnig verða textuð á ensku og pólsku.
Tvö fyrstu myndböndin eru komin inn í verkfærakistu menntastefnunnar undir liðnum sjálfsefling.
Námshringur nemenda- og foreldrasamtöl í Hólabrekkuskóla
Samstarfsverkefnið Föruneytið og Handbók foreldrarölts
Föruneytið er samstarfsverkefni frístundamiðstöðvanna í Reykjavík og annara uppeldisaðila í borginni. Verkefnið hefur það markmið að auka samvinnu þeirra á milli svo þjónustan og utanumhald barna og unglinga í Reykjavík verði enn betra.
Frístundamiðstöðin Tjörnin gaf nýverið út Handbók foreldrarölts og deildi með foreldrum í Reykjavík. Markmiðið með bókinni var að samstilla og hvetja foreldra til að byrja eða styrkja foreldraröltið í sínu hverfi. Bókin hefur vakið athygli og virðist vera sem foreldrar hafi verið þakklátir fyrir þessar leiðbeiningar og hvatningu sem bókin felur í sér.
Komið hefur verið á hverfafundum þar sem allir helstu hagsmunaaðilar í félagsmiðstöðvum, fagskrifstofu frístundamála, þjónustumiðstöðvum, lögreglu, barnavernd hafa sest niður saman til að greina áskoranir og tækifæri til umbóta út frá leiðarljósum, grundvallarþáttum og framtíðarsýn Menntastefnunnar varðandi þann hóp sem farinn er að sýna áhættuhegðun og stofna til hópamyndunar. Ætlunin er að halda reglulega fundi þar sem leitast er við að ígrunda það sem unnið er með það í huga að bæta og þróa nýtt verklag til að festa í sessi.
Unnið er að gerð leitarstarfshandbókar fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og fræðslu fyrir starfsfólk og er hún vel á veg komin. Í handbókinni er farið yfir tilgang leitarstarfsins, skipulag þess, verkferla, aðferðir til upplýsingaröflunnar og vonandi allt það sem starfsfólk gæti hugsanlega þurft að vita áður en það tekur útivakt í leitarstarfi félagsmiðstöðvanna.
Geðfræðsla í grunnskólum - tillögur að kennslu- og fræðsluefni
Draumasviðið - samstarfsverkefni grunnskóla, félagsmiðstöðvar og HÍ
Draumasviðið er samstarfsverkefni Austurbæjarskóla og félagsmiðstöðvarinnar 100og1 þar sem unnið er með aðferðir tjáningar og leiklistar. Í verkefninu er verið að vinna með valdeflingu, sjálfstæði, fjölmenningu, gagnrýni og áhrif leiklistar á hópinn. Verkefnið leitast við að unglingar fái að nýta og skoða sinn veruleika og séu við stjórnvölinn í sköpunarferlinu.
Fyrsti hluti Draumasviðsins ,,Draumurinn“ er að lokum kominn. Í haust hefur hópurinn verið að hrista sig saman með hópefli, spunaleikjum, upphitunar- og einbeitingarleikjum. Einnig hefur hópurinn verið að skoða mannréttindi, forréttindi, hvað er það sem gerir okkur eins og við erum? Hvað tengir okkur saman? Hvernig erum við ólík? Hvernig erum við lík? Í gegnum leiki og æfingar úr bókinni Kompás, verkfærakistu Amnesty International og karaktersköpun.
Hópurinn hefur verið að skoða listaverk bæði sem leiðbeinandi hefur kynnt fyrir þeim og verk sem þau velja sér sjálf til að kynna fyrir hópnum. Verkin hafa verið ljósmyndir, plötuumslag, myndir af innsetningum, tónlistarmyndbönd, memes og margt fleira. Einnig fór hópurinn saman í leikhús að sjá Shakespeare verður ástfanginn. Leiðbeinandi kynnti svo fyrir þeim aðferðir til að gagnrýna verkin sem byggir á því að reyna að komast að því hvað listamaðurinn ætlaði sér með verkinu í bland við okkar eigin upplifun og reynsluheim. Þetta gefur unglingunum tæki og tól sem nýtist þeim í öðrum hluta verkefnisins sem heitir ,,Sköpunin“ sem felst í því að þau sem hópur semja leikverk til að sýningar og hefur sá hluti byrjað einstaklega vel og hafa þau skrifað mónólóga eða einræður, búið til stillimyndir á sviði eftir þemum eða tableau vivant og valið sér heildarhugmynd til að vinna eftir.
Þessi hópur er virkilega frjór og í stakk búinn að takast á við það stóra verkefni að semja og setja upp leiksýningu. Þau hafa öll mikið til brunns að bera og verður einstaklega skemmtilegt að sjá hver lokaafurðin þeirra verður.
Tæknikistur í fimm leikskóla
Skólarnir fengu auk þess styrk fyrir næsta skólaár sem nýta á til að styðja við nýsköpun og kynna möguleika tækninnar fyrir starfsmönnum og foreldrum. Tæknikisturnar er nýsköpunarverkefni í anda nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar og áherslu hennar á notkun upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi.
Þeir leikskólar sem vinna munu með efnivið og og tækin í kistunum í vetur munu jafnframt lána og miðla þekkingu sinni til starfsfólks annarra leikskóla og taka þátt í menntabúðum um skapandi tækninotkun í leikskólastarfi. Meðal þess sem finna má í tæknikistunum er forritunarmús, spjaldtölvur, Makey uppfinningarsett, smávélmenni, skjávarpi og vélmenni.
Rafrettunotkun, neysla orkudrykkja og svefn - viðfangsefni verkefnisins Betri Bústaðir
Betri Bústaðir er heiti á samstarfsverkefni grunnskóla, frístundastarfs og félagasamtaka í Bústaðahverfi ásamt Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Tilgangur verkefnisins er að efla forvarnir í hverfinu með áherslu á börn og unglinga þar sem lykilaðilar vinna saman sem samfélag að markvissum forvörnum.
Að frumkvæði Foreldrafélaga Fossvogsskóla og Breiðagerðisskóla var sótt um styrki til að hefja verkefnið árið 2018 og til stóð að leggja áherslu á vináttufærni og eflingu sjálfstrausts þar sem það er grunnur að góðri líðan. Þegar farið var að rýna í gögn eins og Skólapúlsinn sem er könnun sem gerð er í öllum grunnskólum reglulega og niðurstöður rannsókna hjá RogG (Rannsókn og greining) um hagi og líðan barna, kom í ljós að hverfið kom ekki vel út miðað við önnur hverfi einkum í 3 þáttum er varða rafrettunotkun, svefn barna og neyslu orkudrykkja. Byggt á þeim gögnum var svo ákveðið að fara í átak til að minnka rafrettunotkun og neyslu orkudrykkja á næsta skólaári og fræða um svefn. Verkefnið er tilraunaverkefni sem byggir á rannsóknum og er nú komið nokkuð áleiðis.
Nemendaþing voru haldin í skólunum þremur í hverfinu Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla 7. nóvember sl. (sjá myndir hér neðar) og opnuð hefur verið heimasíða og eru íbúar hvattir til að fylgjast með framgangi mála á heimasíðunni: https://reykjavik.is/betri-bustadir. Þess má geta að nemendur í Réttarholtsskóla bjuggu til logo verkefnisins.
Verkefnið hefur fengið styrki úr Þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og frístundasviðs 2019, úr Lýðheilsusjóði 2019 og Hverfissjóði 2018. Í janúar 2019 var skipaður vinnuhópur til að útfæra verkefnið betur og skilaði hópurinn niðurstöðum í apríl 2019 og lagði fram tímalínu fyrir verkefnið.
Lærdómssamfélag um mál og læsi í leikskólastarfi
Hver hópur hittist í fjögur skipti og þátttakendur miðluðu af þekkingu og reynslu um mál og læsi í leikskólum. Þátttakendur kynntu verkefni leikskólanna og sögðu frá starfi með yngstu þegnum borgarinnar.
Í erindi sínu sýndi Emilía skemmtileg og fróðleg dæmi úr þessu samstarfi um mál og læsi í leikskólastarfi.
Á WorkPlace er hægt að fræðast nánar um Lærdómssamfélag um mál og læsi í leikskólastarfi.
Skapandi námssamfélag í Breiðholti
Meginmarkmiðið námskeiðsins er að efla sköpunargleði grunnskólanemenda og að sem flestir þeirra fái tækifæri til að nýta hugvit sitt og öðlast verkfærni með nýrri tækni. Verkefnið Skapandi námssamfélag er í höndum Fab Lab Reykjavíkur og byggir á skapandi menntastarfi milli skóla, en lykill að farsælum nýsköpunarsmiðum sem styðja við menntun er fyrst og fremst í höndum snjallra kennara. Á árinu 2020 verða haldnar Fab Lab- vinnustofur með nemendum. Það er því óhætt að segja að skapandi skólastarf sé að ná flugi í Breiðholti.
#Vikasex
Sjötta vika ársins, #Vikasex, var tileinkuð kynheilbrigði á skóla- og frístundasviði. Fulltrúar unglinga úr öllum unglingaskólum borgarinnar mættu á lýðræðisfund í janúarbyrjun og völdu í sameiningu þema fyrir vikuna. Niðurstaða þess fundar var að þemað í ár yrði tilfinningar og samskipti. Jafnréttisskólinn færði öllum félagsmiðstöðvum og unglingaskólum þrívíddarprentaða snípi til að nota í kynfræðslu, smokka og veggspjald sem hannað var með þemað í huga. Á UNG-RÚV birtist einn örstuttur fræðslumoli á dag alla vikuna en þar var fjallað um sjálfsfróun, snípinn, smokkinn, samskipti í kynlífi og samskipti á netinu. Fræðslumolana má finna í verkfærakistu menntastefnunnar.
Fjölmargir leikskólar, frístundaheimili, grunnskólar og félagsmiðstöðvar tóku virkan þátt í kynfræðsluvikunni, hver á sinn hátt. Meðal annars var boðið upp á samræður, spurningakeppni, fyrirlestra, kynfæri voru leiruð, farið var í leiki og margt fleira. #Vikasex tengist öllum grunnþáttum menntastefnunnar og markmiðið er að verkefnið verði árlega fastur liður í skóla- og frístundastarfi borgarinnar.