Fréttabréf Naustaskóla
1.tbl. 11.árg. janúar 2020
Kæra skólasamfélag - gleðilegt ár!
Enn á ný eru áramót og nýtt upphaf. Á haustönninni gerðum við margt skemmtilegt og uppbyggjandi. Helst ber að nefna 10 ára afmælishátíð Naustaskóla sem segir okkur að skólinn er orðinn fullorðinn. Afmælishátíðin gekk vonum framar og þökkum við góðan stuðning frá foreldrafélaginu. Við höldum áfram að þróa skólastarfið í takt við nútímann og kröfur samfélagsins til menntunar og munum við halda uppi metnaðarfullu skólastarfi á þessu ári sem endranær. Við vonumst til að eiga áfram gott og gefandi samstarf við foreldra enda er gott samstarf heimilis og skóla lykil atriði að vellíðan og árangri nemenda í námi.
Á nýju ári byrjum við með viku jákvæðs aga þar sem við höldum áfram að kenna nemendum góð samskipti og virðingu gagnvart hvert öðru og starfsfólki.
Það er spennandi vorönn framundan með árshátíð, upplestrakeppni og fleiri skemmtilegum uppákomum.
Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri
Á döfinni í janúar
13. - 17. janúar - Jákvæðs aga vika
24. janúar - Bóndadagur
27. janúar - Viðtalsdagur
28. janúar - Viðtalsdagur
Jólaþemadagar voru frábærir!
Læsi er lykillinn
Við hvetjum foreldra, nemendur og alla þá sem kenna börnunum okkar að lesa að skoða vel og vandlega þessa heimasíðu. https://lykillinn.akmennt.is/
Naustaskóli og Giljaskóli réttindaskólar UNICEF!
Naustaskóli
Email: naustaskoli@akureyri.is
Website: naustaskoli.is
Location: Hólmatún, Akureyri, Iceland
Phone: 4604100
Facebook: https://www.facebook.com/naustaskoli/