Fréttabréf Naustaskóla
9. tbl 11. árg. 1.nóvember 2019
Kæra skólasamfélag
Nóvembermánuður verður helgaður afmæli Naustaskóla. Búið er að skipuleggja skemmtilegt afmælisþema dagana 13. – 15. nóvember þar sem hefðbundið skólastarf verður lagt niður og stöðvar með fjölbreyttum viðfangsefnum settar upp víðsvegar um skólann. Þessa daga höfum við opna viku fyrir foreldra og bjóðum þeim að koma í heimsókn og fylgjast með skólastarfinu. Tíu ára afmæli Naustaskóla fögnum við föstudaginn 22. nóvember með hátíðarhöldum sem standa munu fram eftir degi. Við hlökkum mikið til þessara viðburða og höfum yfir mörgu að gleðjast saman. Á afmælisdaginn sjálfan verður opið hús frá kl. 15:00 – 17:00 fyrir þá sem vilja koma að skoða skólann og gleðjast með okkur, fá sér kaffisopa og fylgjast með viðburðum sem boðið verður uppá.
Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn.
Bryndís skólastjóri
Á döfinni í nóvember
6. nóvember - Ævar vísindamaður með upplestur úr nýrri bók fyrir 1.-7.bekk
8. nóvember - Blár dagur
11. nóvember - Skipulagsdagur ( frístund lokuð f.h. )
13.-15. nóvember - Íslensku þemadagar tengdir afmæli Naustaskóla (foreldrar velkomnir í heimsókn)
16. nóvember - Dagur íslenskrar tungu
20. nóvember - Dagur mannréttinda barna
22. nóvember - Afmælisdagur Naustaskóla (Opið hús 15:00-17:00) Kaffihúsastemning