Fréttabréf Engidalsskóla sept 2021
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Nú er skólastarfið allt að komast í hefðbundnar skorður. Við ætlum okkur að leggja mikla áherslu á lestur og fyrsta lestrarátakið fór af stað í vikunni. Við óskum eftir samstarfi við ykkur og vitum við að saman getum við lyft grettistaki. Varðandi annað heimanám þá er heimanámsstefnan en í vinnslu en við gerum ekki ráð fyrir öðru heimanámi en heimalestri og úrvinnslu hans. Það er mjög mikilvægt að foreldrar lesi líka fyrir börnin sín sérstaklega þau sem ekki eru orðin fluglæs, þannig aukum við orðaforða og lesskilning.
Nemendur virðast vera ánægðir bæði með Stundafrið og Frístundafjör og finnst gott að hafa svona mikið val í skólanum. Við höfum þó ekki getað mannað allar smiðjur sem við ætluðum okkur sökum manneklu en það stendur vonandi til bóta.
Í síðasta fréttabréfi var aðeins komið inn á mikilvægi svefns og í tengslum við það viljum við minna á útivistarreglur taka breytingum 1. september ár hvert. Við sendum fyrir stuttu út leiðbeiningar varðandi hollt og gott nesti í skólanum. Langflestir hafa tekið tillit til þess en við verðum að biðla til þessara örfáu sem en eru að koma með eitthvað sem við viljum ekki fá í skólann að skoða málið betur finna eitthvað hollt og gott til að koma með. Það veldur leiðindum hjá þeim sem eru með hollt og gott nesti ef aðrir eru með eitthvað sem búið er að setja á bannlista. Hér vil ég nefna, pizzur (á ekki við heimagerðar), franskar kartöflur, djúpsteikta kjúklingabita og núðlusúpur sem dæmi.
17. september er starfsdagur, opið frá kl. 9:00 í Álfakoti en skrá þarf börnin.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Uppeldi til ábyrgðar - mitt og þitt hlutverk
Mikilvægi svefns
Lestrarátak í september
Samþætt frístundastarf - Frístundafjör og Stundarfriður
Stundarfriður
Nemendur á miðstigi velja daglega hvað þeir vilja gera í því hléi sem fékk nafnið Stundarfriður. Flestir byrja daginn á að velja á stórri valtöflu í anddyri skólans en hægt er að velja viðfangsefni bæði inni og úti. Mikil ánægja er hjá nemendum með þessa nýbreytni og tala nemendur um að það sé frábært að hafa svona mikið val í skólanum.
Frístundafjör
Nemendur á yngra stigi völdu í samráði við foreldra. Íþróttasalur og youtube-danssmiðja eru mjög vinsælar smiðjur og hér má sjá stutt myndband af dansi sem nemendur gerðu. Mörgum krökkum þykir einnig gaman að tefla og er gaman að sjá hve liðtæk þau eru í Skákinni.
Ein mikilvægasta dagbók sem ég mun eiga
Smiðjur og áhugasvið nemenda í 5. - 7. bekk
Í haust fjölguðum við greinum sem kenndar eru í smiðjutímum hjá nemendum í 5.-7. bekk og bættum svo við tveimur tímum í áhugasvið nemenda. Átta greinar eru kenndar í smiðjum og virðist vera almenn ánægja með það. Í vetur erum við með kennara sem helga sig algjörlega textílkennslu og smíðakennslu og er mikil ánægja með það. Sjáfsrækt er ný smiðja og útivistarsmiðjan er með ýmiskonar tvisti og heitir útvist og annað en þau hafa meðal annars verið að vinna með Legó. Á myndunum hér að neðan má sjá myndir þar sem nemendur voru að byggja samkvæmt leiðbeiningum og verkefni úr myndmennt. Við ætlum að vera dugleg að taka myndir af verkefnum nemenda og birta í fréttabréfunum.
Skemmtilegar myndir úr smiðjuvinnu nemenda
Nestismál
Reykjaferð 7. bekkjar
Nemendur fræddust um ýmislegt og skemmtu sér vel á kvöldvökum. Dýrmætur tími sem á eftir að lifa í minningunni lengi.
Við eru óendanlega stolt af okkar nemendum sem stóðu sig með stakri prýði :)
Munið eftir starfsdeginum 17. september 2021
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433