Fréttabréf Engidalsskóla nóv. 2022
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Kæru foreldrar/forsjáraðilar, það hefur margt verið í gangi í Engidalnum frá síðasta fréttabréfi. Við fengum heimsóknir frá samtökunum 78, Bjarna Fritz, slökkviliðinu og þeim systkinum Hönnu Borg og Jóni Jónsbörnum sem dæmi. Haldið var upp á dag íslenskrar tungu, 16. nóvember. Eins vorum við með vinaviku þar sem lögð var mikil áhersla á vináttu og virðingu fyrir náunganum. Nánar má sjá hér fyrir neðan í fréttabréfinu.
Við erum afskaplega ánægð með hversu hugmyndaríkir verkgreinakennararnir okkar eru og reynum að hafa alltaf myndir af verkefnum nemenda í öllum fréttabréfum. Nemendur eru mjög skapandi og þó kennarar leggi eitthvað inn er lokaútkoman alltaf nemenda. Í áhugasviði miðstigs hafa nemendur meira val og gaman að sjá hvað unnið er í þeim tímum.
Á síðasta föstudag vorum við með lýðræðisþing með nemendum á miðstigi sem tókst vel og allir virkir í þeirri þátttöku. Við munum vinna betur með niðurstöðurnar og birta þær svo.
Á stórum vinnustað eru alltaf einhverjar mannabreytingar en hún Lilja okkar sem svarað hefur símtölum ykkar lætur af störfum sem skrifstofustjóri í lok þessarar viku og í hennar stað hefur verið ráðinn Þorgeir Ragnarsson.
Við höfum áður talað um mikilvægi þess að vera í góðu sambandi við foreldra vini/skólasystkini barna ykkar. Samstarf foreldra er ein besta forvörn sem völ er á, mikið áhrifa meiri en dýr fyrirlestur frá einhverjum sérfræðingi. Sé samstarfið gott er auðvelt að taka upp síma og leysa ágreining, sammælast um skjátíma, útvistartíma og svo framvegis. Við höfum ekki mikið getað hist síðustu tvö ár og nú er tækifæri sem við verðum að nýta. Við viljum bæði hvetja tengiliði til að setja af stað vinahittinga eða bekkjarkvöld og svo hvetjum við alla til að taka þátt í jólaföndri sem foreldrafélag Engidalsskóla hefur skipulagt og verður í skólanum laugardaginn 3. desember frá kl: 10 - 12.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Samtökin 78
Heimsókn frá Bjarna Fritz
Bjarni er mjög vinsæll hjá okkar nemendum og gaman að fá hann í heimsókn til okkar. Hann kveikti áhuga hjá nemendum sem hafa ekki lesið bækurnar hans.
Lýðræðisþing nemenda á miðstigi.
Allt efni er þróað af fagfólki.
Vinavika 7. - 11. nóvember
Í vinavikunni voru unnin fjölbreytt verkefni tengt vináttu.
Unnið var með samskipti og gildi um hvað einkennir góðan vin og bekkjarfélaga.
Þrátt fyrir að vera jafn mismunandi og við erum mörg þá er með virðingu og kærleika hægt að smella saman eins og púsl.
Afraksturinn sýnir svo sannarlega hvernig margar ólíkar hugmyndir, ólíkt útlit og margbreytileiki getur myndað trausta og flotta heild.
Dagur íslenskrar tungu
Á degi Íslenskrar tungu byrjar undirbúning hjá 4.- og 7.bekk fyrir litlu- og stóru upplestrarkeppnina í Engidalsskóla. Nemendur í 4. bekk heimsóttu nemendur á leikskólunum Álfabergi og Norðurbergi og lásu fyrir þá. Nemendur í 7. bekk hófu undirbúningi með sínum umsjónarkennurum. Fleiri bekkir unnu skemmtileg verkefni og hér fyrir neðan er verkefni sem nemendur í 1. bekk unnu.
Slökkvuliðið kom í heimsókn
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins heimsótti 3. bekk. Heimsóknin var mjög fræðandi og skemmtileg og nemendur áhugasamir. Slökkviliðið og sjúkraflutningamenn fræddu nemendur um eldvarnir og fleira tengt þeirra störfum. Eftir fræðsluna fengu nemendur að skoða bæði sjúkrabíl og slökkviliðsbíl og höfðu allir gaman af.
Uppeldi til ábyrgðar - Hvernig manneskja vil ég vera?
Listaverk eftir nemendur
Holt og gott nesti fyrir hrausta og kraftmikla krakka
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433