Fréttabréf Garðaskóla
Ágúst 2018 - 42. árgangur - 1. tölublað
Í þessu fréttabréfi
2. Námskynningar 6. september
3. Samskipti og skólaandi: Jákvæður skólabragur
4. Umgengni um húsnæði skólans
5. Inna - námsumsjónarkerfi
6. Ástundun og skólasókn
7. Náms- og starfsráðgjöf
8. Garðalundur
9. Foreldrafélagið
10. Nýir starfsmenn
11. Örfréttir
12. Hagnýtar upplýsingar
13. Skrifstofa Garðaskóla
Úrbætur á húsnæði skólans
Kæru nemendur og forráðamenn
Velkomin til samstarfsins í Garðaskóla veturinn 2018-2019. Í þessu fyrsta fréttabréfi ársins bendum við á helstu áhersluþætti í starfi skólans. Það er von okkar að sem flestir líti yfir þessar greinar til að læra um og rifja upp verkferla í skólanum.
Upphaf skólastarfsins tekur lit af miklum framkvæmdum sem staðið hafa yfir á efri hæð skólans í sumar þar sem nýtt upplýsingaver skólans er nú að taka á sig endanlega mynd. Nýja vinnurýmið köllum við Miðjuna og hýsir hún bókasafn, tölvuver af ýmsu tagi og hönnunarsmiðju. Aðstaða til kennslu í læsi, forritun, hönnun og upplýsingatækni verður framúrskarandi í þessu nýja rými. Auk þess munu gangar á efri hæð fá andlitslyftingu sem stórbætir aðstöðu nemenda til náms, hvíldar og leikja.
Framkvæmdum er ekki að fullu lokið og biðjum við nemendur um að sýna því tillitssemi fyrstu vikurnar að iðnaðarmenn eru ennþá að störfum.
Auk framkvæmda við Miðjuna er unnið að nauðsynlegu viðhaldi á list- og verkgreinastofum. Einnig stendur til að endurnýja fjölda nemendaskápa í haust og setja upp myndavélaeftirlit á lóð skólans. Þessi atriði eru mikilvægur liður í að tryggja öryggi nemenda á skólatíma.
Við starfsfólkið í Garðaskóla hlökkum mikið til samstarfsins í vetur,
besta kveðja,
Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri
Myndin af skólastjóra
er tekin af Þorgerði Önnu Arnardóttur,
skólastjóra Urriðaholtsskóla,
í vettvangsheimsókn skólastjórnenda í Urriðaholt vorið 2018
Námskynningar 6. september
Samskipti og skólaandi
Kjarninn í skólabrag Garðaskóla birtist í gildum skólans sem eru: Frelsi - Ábyrgð - Vellíðan - Árangur.
Jafnvægi milli frelsis og ábyrgðar er forsenda þess að nemendum líði vel og nái góðum árangri í námi og öðru starfi skólans.
Á grunni þessara gilda byggjum við þau viðhorf og vinnubrögð sem einkenna daglegt starf í skólanum. Áhersla er lögð á jákvæð og uppbyggileg samskipti. Við horfumst í augu við að öll erum við mannleg og getum gert mistök. Þegar það gerist er mikilvægt að hver einstaklingur beri ábyrgð á athöfnum sínum og fái tækifæri til að leiðrétta mistökin.
Á vefnum Samskipti og skólaandi má finna skólareglur, upplýsingar um Uppbyggingarstefnuna og fleira sem tengist þeim viðhorfum og vinnubrögðum sem lögð eru til grundvallar skólabrag í Garðaskóla. Nemendur og foreldrar eru hvattir til að skoða þessar síður vel.
Umgengni um húsnæði skólans
Nemendur Garðaskóla hafa heilmikið frelsi í daglegu starfi og geta gengið um húsið innan þess ramma sem jákvæð samskipti setja. Þessu fylgir talsverð ábyrgð og ber hverjum og einum að virða eigur annarra jafnframt því að gæta vel að eigin verðmætum. Skólinn ber ekki ábyrgð á munum sem týnast eða skemmast á göngum skólans og því er mikilvægt að nemendur nýti vel skápana sína til að geyma hlutina sína. Í Ásgarði hafa nemendur einnig aðgang að læstum hólfum til að geyma síma og önnur verðmæti á meðan á íþróttatímum stendur.
Í skólanum er myndavélaeftirlitskerfi á göngum og skólalóð. Forstöðumenn skóla og félagsmiðstöðvar hafa aðgang að myndunum og nýtast þær vel til að upplýsa og leysa mál sem upp kunna að koma.
INNA - námsumsjónarkerfi
Garðaskóli notast við námsumsjónarkerfið Innu (www.inna.is) í samskiptum heimila og skóla. Þar geta nemendur og aðstandendur m.a. nálgast upplýsingar um heimavinnu, ástundun og vitnisburð.
Nemendur og aðstandendur geta skráð sig inn í Innu eftir nokkrum leiðum, með Íslykli, rafrænum skilríkjum eða aðgangsorði Innu. Eftri fyrstu innskráningu í gegnum ofangreindar leiðir er hægt að tengja Google eða Office365 aðgang við aðganginn.
Ef þörf er á aðstoð við innskráningu í Innu er hægt að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 590 2500 eða Hildi Rudolfsdóttur kennsluráðgjafa (hildurr@gardaskoli.is)
Þar sem Inna er helsta samskiptatæki skólans við aðstandendur er mikilvægt að þar séu skráðar réttar upplýsingar, s.s. símanúmer og netföng. Við biðjum alla um að yfirfara skráningu sína í Innu fyrir veturinn og tryggja að allar upplýsingar séu réttar. Upplýsingum er breytt og bætt við með því að smella á „Stillingar' en þann flipa má finna efst í hægra horni eftir innskráningu.
Ástundun og skólasókn
Mikilvægi góðrar skólasóknar verður seint ofmetin. Sýnt hefur verið fram á tengsl hennar og vellíðunar nemenda og velgengni þeirra í námi. Stuðningur og aðhald aðstandenda á þessu sviði er því mikilvægur og ljóst er að mikið er í húfi.
Aðstandendur geta skoðað skólasókn sinna barna hvenær sem er í námsumsjónarkerfinu Innu. Auk þess sendir skrifstofa skólans ástundun nemenda í tölvupósti til aðstandenda á hverjum föstudegi.
Ef nemandi mætir ekki í kennslustund fær hann fjarvist. Ef fjarvistin er lögmæt, s.s. vegna veikinda eða leyfis, er bætt við skýringu. Ef fjarvistin er hins vegar ólögmæt er engin útskýring gefin og nemandi fær fjarvistarstig. Fyrir skróp eða brottvísun úr tíma fá nemendur eitt fjarvistarstig en fyrir að koma of seint eða án sundfata/íþróttafata fá þeir 0,33 fjarvistarstig.
Gengið er út frá því að nemendur mæti stundvíslega í allar kennslustundir. Forráðamenn bera ábyrgð á að tilkynna skóla um veikindi og aðra óhjákvæmilega fjarveru með því að skrá beint í Innu. Ef forráðamaður hefur ekki tök á því getur hann haft samband við skrifstofu skólans (gardaskoli@gardaskoli.is eða sími 590 2500). Leyfi ber alltaf að sækja um fyrirfram. Leyfi sem nemur 1-2 dögum eru afgreidd á skrifstofu skólans en lengri leyfi þarf að sækja um til aðstoðarskólastjóra á eyðublaði á vef skólans.
Nánari upplýsingar um vinnuferla skólans má lesa á vefnum.
Náms- og starfsráðgjöf
Í vetur starfa tveir nýir náms- og starfsráðgjafar í skólanum: Sigríður Anna Ásgeirsdóttir og Jóhanna Margrét Eiríksdóttir. Nemendur, forráðamenn og kennarar geta leitað til námsráðgjafa bæði vegna námslegra og persónulegra mála nemenda. Námsráðgjafar vinna í nánu samstarfi við starfsfólk skólans og aðra fagaðila utan hans. Fræðsla og ráðgjöf námsráðgjafa varðar framtíðaráform nemenda varðandi nám og störf.
Garðaskóli tekur þátt í verkefninu „Gegn einelti í Garðabæ” sem er samstarfsverkefni grunnskóla bæjarins. Markmið verkefnisins er að samræma vinnubrögð til að fyrirbyggja og bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Ef grunur vaknar um einelti gagnvart þínu barni eða öðrum er mikilvægt að vitneskja um það berist til skólans sem fyrst. Grun um samskiptavanda eða einelti ber að tilkynna með formlegum hætti og með því að fylla út þar til gert eyðublað. Farið er eftir ákveðnu vinnuferli í meðferð eineltismála og er samvinna milli heimilis og skóla lykilatriði í vinnu við samskipta- og eineltismál.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um náms- og starfsráðgjöf Garðaskóla á heimasíðu skólans.
Upplýsingar um viðtalstíma námsráðgjafa má skoða í INNU og þar geta nemendur og foreldrar pantað tíma í viðtal.
Garðalundur
Félagsmiðstöð Garðaskóla er Garðalundur og er gott samstarf á milli skólans og félagsmiðstöðvarinnar um félagslíf nemenda allan veturinn. Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar hefst í september og nýtir Garðalundur samfélagsmiðlana Snapchat (gardalundarsnap) og Instagram (gardalundur) til að auglýsa dagskrána framundan. Einnig má finna upplýsingar á vefsíðu Garðalundar.
Skipulag dagskrár er í höndum starfsmanna Garðalundar í samráði við nemendur og er boðið upp á fjölbreytt hópastarf. Félagsmiðstöðin er opin öllum nemendum skólans.
Beinn sími félagsmiðstöðvarinnar er 590-2575.
Netfangið er gardalundur@gardalundur.is
Forstöðumenn Garðalundar eru:
Gunnar Richardson gunnar@gardalundur.is
Arnar Hólm Einarsson addi@gardalundur.is
S: 590-2570
Foreldrafélag Garðaskóla
Fréttir af aðalfundi berast fljótlega en forráðamenn geta byrjað á því að skrá sig í facebook hóp félagsins: https://www.facebook.com/foreldrafelag.gardaskola/
Nýir starfsmenn í Garðaskóla
Anna Lena
Eydís Eva
Gísli P.
Hulda K.
Jóhann Skagfjörð
Jóhanna Margrét
Dagur
Jóhann Ólafur
Róbert
Sigurbjörg
Súsanna Björg
Þorfinnur
Er kollurinn í lagi?
Lesum daglega
Snjall-tæki
Hagnýtar upplýsingar á heimasíðu Garðaskóla
Á vefsíðu Garðaskóla eru upplýsingar um starf skólans alltaf aðgengilegar. Í upphafi skólaárs er gott að líta á eftirfarandi:
Tölvu- og netstefna Garðaskóla og aðgangur nemenda að þráðlausu neti
Garðaskóli
Kl. 7:30-15:00 mán-fim
Kl. 7:30-14:30 fös
Starfsmenn skrifstofu:
Anna María Bjarnadóttir, ritari
Óskar Björnsson, skrifstofustjóri
Email: gardaskoli@gardaskoli.is
Website: www.gardaskoli.is
Phone: 590-2500
Facebook: https://www.facebook.com/Gar%C3%B0ask%C3%B3li-635137559954040/