Fréttabréf Naustaskóla
4. tbl 14. árgangur apríl
Kæra skólasamfélag
Nú styttist svo sannarlega í árshátíð. Við erum mjög spennt fyrir næstu vikum og heyrum fallegan söng alla daga hér í Naustaskóla. Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um næstu daga.
Dagana 6. og 7. apríl munum við halda árshátíðina okkar hér í Naustaskóla og að þessu sinni dreifast sýningar á tvo daga. Foreldrum og ættingjum er boðið að koma og horfa á sýningar nemenda. Í lok hverrar sýningar mun 10. bekkur vera með kaffisölu en þau eru að safna fyrir útskriftarferðinni sinni í vor. Verð fyrir fullorðna á kaffihlaðborðið er 1000 kr, 500 kr. fyrir börn eldri en 6 ára og frítt fyrir börn yngri en 6 ára.
Sú hefð hefur skapast í Naustaskóla að hvert heimili kemur með einn rétt eða eina köku á hlaðborðið. Búið er að setja upp skipulag yfir hvað ætlast er til að hver árgangur komi með. Ef í skólanum eru fleira en eitt barn frá sama heimili má velja hvorn réttinn það kemur með. Við tökum á móti veitingum í heimilisfræðistofunni á milli kl 8:15 -11:00 báða dagana. Hefð er komin fyrir þessu fyrikomulag í tengslum við árshátíð skólans og hefur það gengið vel hingað til og vonum við að svo verði áfram.
Við biðjum ykkur að merkja ílát vel með nafni barns ykkar svo það skili sér aftur heim 😊
Við vekjum athygli á því að Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð frá kl. 8:00 - 9:00 á miðvikudagsmorguninn 6. apríl og frá 8:00 - 13:00 fimmtudagsmorguninn 7. apríl.
Hér fyrir neðan finnið þið yfirlit yfir hvað hver árgangur á að koma með á hlaðborðið og einnig skipulag daganna 6. - 7. apríl. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur vel þessar upplýsingar.
Hlökkum til að sjá ykkur á árshátíð Naustaskóla.
Stjórnendur og starfsfólk Naustaskóla.
Skipulag í bakstri
Við tökum á móti veitingum í heimilisfræðistofunni á milli kl 8:15-11:00 báða dagana.
Á döfinni
6. - 7. apríl - Árshátíð ( sjá dagskrá )
8. apríl - Kósýdagur
9. - 19. apríl - Páskafrí
21. apríl - Sumardagurinn fyrsti (frístund lokuð)
Skipulag miðvikudaginn 6. apríl
Þennan dag er Frístund opin frá kl. 8:00 - 9:00 fyrir þau börn sem þar eru skráð og einnig eftir hádegi.
Skipulagið 7. apríl 2022
Þennan dag er Frístund opin frá kl. 8:00 - 13:00 fyrir þau börn sem þar eru skráð og einnig eftir hádegi.
Einstakur apríl
Einelti
Við í Naustaskóla lítum einelti alvarlegum augum og viljum ekki að það viðgangist í þessum skóla. Við erum sífellt að vinna með markvissum hætti í að styrkja nemendur okkar í félagslegum samskiptum.
Við minnum á eineltishnappinn sem er inn á heimasíðu skólans ef grunur er um einelti þá á að tilkynna það í gegnum þennan hnapp.
Stundvísi
Að mæta á réttum tíma er góður undirbúiningur fyrir framtíðina og þurfa skólinn og heimilin að hjálpast að í þeim efnum.