
Fréttabréf Grenivíkurskóla
8. tbl. 3. árg. - október 2022
Kæra skólasamfélag
Haustið fer vel af stað í skólanum og námshópar komnir á fullt í fjölbreyttum verkefnum ásamt reglulegu uppbroti líkt og komið verður inn á hér í fréttabréfinu.
Sigríður Diljá Vagnsdóttir hefur snúið aftur til starfa í Grenivíkurskóla og bjóðum við hana hjartanlega velkomna! Jónína Margrét verður í leyfi í október, en Sigríður Diljá kemur inn í teymi unglingastigs og verður umsjónarkennari á meðan Jónína er í leyfi.
Það er alltaf nóg um að vera í skólanum og sagt frá því helsta hér að neðan. Framundan í október er svo hitt og þetta og áfram vonumst við eftir góðum haustdögum sem hægt verður að nýta t.d. í útivist og fleira skemmtilegt.
Að lokum er vert að minnast á að skammdegið fer að hellast yfir með dimmum morgnum og því um að gera að foreldrar og forráðamenn skoði fatnað og skólatöskur tímanlega með tilliti til endurskinsmerkja - það eykur öryggi barnanna mikið ef þau sjást vel á leið sinni í skólann.
Með kveðju úr skólanum,
Þorgeir Rúnar Finnsson
skólastjóri Grenivíkurskóla
Hinseginfræðsla og regnbogatröppur
Nemendur á unglingastigi, undir dyggri leiðsögn kennara, tóku sig til og máluðu tröppurnar við skólann í fallegum regnbogalitum í upphafi september. Tilgangurinn var bæði að skreyta svæðið okkar en ekki síður að vekja athygli á og fagna fjölbreytileikanum, en regnbogafáninn hefur lengi verið notaður sem tákn í réttindabaráttu hinsegin fólks. Útkoman var hin glæsilegasta eins og sjá má á myndum sem hægt er að sjá í myndasöfnunum neðst í fréttabréfinu.
Síðar í mánuðinum, þann. 27. september, fór svo allur skólinn í heimsókn í Valsárskóla þar sem allir námshópar fengu frábæra fræðslu um hinseginleikann, en það var hún Lilja Ósk Magnúsdóttir, fræðari frá Samtökunum '78 sem sá um fræðsluna. Hún kom svo þetta sama kvöld og var með foreldrafræðslu samhliða aðalfundi foreldrafélags Grenivíkurskóla. Frábær dagur og virkilega þörf og góð fræðsla hjá Lilju Ósk.
Aðalfundur foreldrafélags og fræðsla frá Samtökunum '78
Ný stjórn félagsins var svo kynnt en í henni sitja Þorsteinn Björnsson, Svala Fanney Snædahl Njálsdóttir, Árni Páll Jóhannsson, Sigurður Baldur Þorsteinsson og Guðbjörg Heiða Jónsdóttir.
Gönguferð í Gil
Ferðin var frábær, veður með besta móti, og mikil stemning í gönguhópnum. Myndir frá ferðinni má sjá í myndasöfnunum neðst í fréttabréfinu.
Heilsueflandi skóli
Þann 7. september hlupu nemendur í Ólympíuhlaupi ÍSÍ en þeir gátu valið milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km. Nemendur stóðu sig virkilega vel og hlupu alls rúma 327 kílómetra!
Sama dag var Göngum í skólann sett og í rúmar tvær vikur voru nemendur hvattir til að nýta virkan ferðamáta í og úr skóla. Nemendur í 5 - 7. bekk héldu utan um skráningu í verkefninu og nemendur og starfsfólk settu sér sameiginlegt markmið að ganga austur leiðina frá Grenivík til Reykjavíkur. Það lögðust allir á eitt og gengu og hjóluðu í skólann sem aldrei fyrr og þann 22. september var markmiðinu náð þegar gengnir höfðu verið rétt tæpir 900 km!
Það er okkar von að þetta verkefni verði hvatning fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla allt árið um kring.
Dagatal Velvirk fyrir þennan mánuð ber yfirskriftina "Bjartsýni í október". Á dagatalinu má finna ýmsar tillögur sem eru í anda þess sem rannsóknir hafa sýnt að geti hjálpað fólki að lifa hamingjuríkara lífi svo sem að gefa af sér, tengjast öðrum, finna tilgang, leika sér og njóta augnabliksins.
Smellið hér til að sjá útprentanlegt pdf-skjal með dagatalinu.
Grænfáninn
Heimsmarkmiðin eru fjölbreytt og metnaðarfull og mörg þeirra snerta efni sem tengjast Grænfánanum á einn eða annan hátt. Þar má til að mynda finna markmið sem snúast um hreint vatn, sjálfbæra orku, aðgerðir í loftslagsmálum og ýmislegt fleira. Vonandi taka nemendur vel í þessa umfjöllun og það er aldrei að vita nema einnig verði unnin verkefni í tengslum við heimsmarkmiðin.
Á döfinni í október
- 5. október: Forvarnardagurinn
- 7. október: Hugleiðsludagurinn
- 7. október: Góðan daginn faggi - leiksýning fyrir 8.-10. bekk í Laugarborg
- 12. október: Tónleikar hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar í græna salnum
- 22. október: Fyrsti vetrardagur
Grenivíkurskóli
Ábyrgðarmaður: Skólastjóri Grenivíkurskóla
Email: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is
Website: http://www.grenivikurskoli.is
Location: Grenivík
Phone: 414-5413
Facebook: https://www.facebook.com/search/top?q=greniv%C3%ADkursk%C3%B3li