Fréttabréf Naustaskóla
6. tbl 12. árgangur október 2020
Kæra skólasamfélag
Tíminn æðir áfram og október að hefjast! Eins gott að halda vel á spilum og nýta tímann því fyrr en varir eru komin jól. Eins og jafnan setja frídagar sinn svip á október en þar er um að ræða fasta liði eins og hið hefðbundna vetrarfrí í lok mánaðar. Áhrif Covid 19 eru að einhverju leiti að hafa áhrif á skólastarfið og vegna tilmæla frá Almannavörnum höfum við ekki getað boðið foreldrum á okkar hefðbundnu haustfundi. Þessi í stað verða sendar með vikupósti hvers árgangs kynningarglærur sem við biðjum ykkur að lesa vel yfir. Ætlunin er síðan að bjóða upp á fundi á netinu með foreldrum. Þar geta foreldrar komið með fyrirspurnir til kennara og rætt við aðra foreldra um það sem brennur á þeim. Foreldraviðtölin eru síðan í byrjun nóvember og vonumst við til að þau verði með hefðbundnum hætti. Við minnum á að á heimasíðu skólans má nálgast á næstu dögum starfsáætlanir kennsluteyma, en einnig starfsáætlun skólans í heild þar sem má fræðast um stefnu, starfshætti, helstu áhersluþætti vetrarins o.fl. Þessar upplýsingar er að finna undir hlekknum skólinn / skólanámskrá. Með bestu kveðjum úr skólanum og von um öflugt starf og dásamlegt líf að vanda hjá okkur í október. Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri
Frá foreldrafélagi Naustaskóla
Því miður þurfti að fresta fundi foreldrafélagsins sem átti að vera 28. september síðastliðnn. Í staðinn er foreldrafélagið að setja saman glærupakka með upplýsingum um það sem þau vilja koma á framfæri til foreldra fyrir þetta skólaár. Einnig fara upplýsingar um bekkjarfulltrúa sem ætlað er að standa fyrir bekkjarkvöldi einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn fyrir hvern árgang. Við munum senda ykkur þessar upplýsingar á næstu dögum.
Kær kveðja
Foreldrafélag Naustaskóla
Á döfinni í október
5. - 9. okt - 7.bekkur á Reykjum
5. okt - Alþjóðalegi dagur kennara
16. okt. - Bleikur dagur
21. okt - smiðjuskil
22. okt - HAUSTFRÍ - frístund opin allan daginn
23. okt - HAUSTFRÍ - frístund opin allan daginn
Haustkynningar teyma
Þetta mun vera í vikunni 12. - 16. október.
Forritið microsoft teams er afskaplega einfalt forrit sem hægt er að setja inn í síma eða tölvu. Þá síðan allir sent fundarboð og ættu að detta beint inn á fundinn.
https://microsoft-teams.en.softonic.com/
Nánari útksýringar koma þegar nær dregur.
Símar og snjallúr
Alþjóðdagur kennara 5.okt
Ólympíuhlaup ÍSÍ 22. september 2020
Ólympíuhlaup ÍSÍ 22. september 2020
1. bekkur – 33 nemendur hlupu alls 108km eða 3,27 km að meðaltali á nemanda.
2. bekkur – 31 nemandi hljóp alls 124 km eða 4,0 km að meðaltali á nemanda.
3. bekkur – 29 nemendur hlupu alls 121 km eða 4,2 km að meðaltali á nemanda.
4. bekkur - 32 nemendur hlupu alls 167 km eða 5,2 km að meðaltali á nemanda.
5. bekkur - 43 nemendur hlupu alls 217,2 km eða 5,0 km að meðaltali á nemanda.
6. bekkur – 39 nemendur hlupu alls 200,4 km eða 5,1 km að meðaltali á nemanda.
7. bekkur - 36 nemendur hlupu alls 216 km eða 6,0 km að meðaltali á nemanda.
8. bekkur - 41 nemandi hljóp alls 207,6 km eða 5,1 km að meðaltali á nemanda.
9. bekkur – 45 nemendur hlupu alls 193,2 km eða 4,3 km að meðaltali á nemanda.
10. bekkur – 29 nemendur hlupu alls 115,2 km eða 3,9 km að meðaltali á nemanda.
Nemendur í Naustaskóla hlupu samtals 1669,6 km. Þessi vegalengd í ár skilar okkur að meðaltali 4,7 km á hvern einstakling sem var þátttakandi í Ólympíuhlaupi ÍSÍ 2019.
7. bekkur hljóp að meðaltali flesta km á nemanda eða 6 km (5 hringi) og hlýtur í sigurlaun – auka íþróttatíma við fyrsta tækifæri.
Kveðja íþróttakennarar Naustaskóla.
Um einelti
Mikilvægt er að við vinnum saman að því að fylgjast með líðan barnanna og meta hvort að þau þurfi á einhverjum tímapunkti aðstoð til að leysa mál sem snúa að samskiptum í skólanum eða vinahópnum. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að upp geta komið samskiptaerfiðleikar hjá börnunum án þess að um einelti sé að ræða. Við skilgreinum einelti þannig: Einstaklingur er lagður í einelti ef hún eða hann verður fyrir endurteknum neikvæðum verknaði eins eða fleiri einstaklinga yfir ákveðið tímabil.
Þrennt þarf að koma til svo að einelti teljist vera til staðar:
- Árásarhneigt eða illa meint atferli.
- Um er að ræða endurtekningu sem stendur yfir ákveðinn tíma.
- Ójafnvægi afls og valda í samskiptum.
Tilfinningaleg einkenni:
- Breytingar á skapi.
- Tíður grátur, þarf lítið til að tárin komi fram.
- Svefntruflanir, getur ekki sofið, fær martraðir.
- Matarvenjur breytast, lystarleysi, ofát.
- Þunglyndi. Líkamleg einkenni:
- Líkamlegar kvartanir, t.d. höfuðverkur, magaverkur.
- Kvíðaeinkenni eins og að naga neglur, stama, kækir ýmiss konar.
- Rifin föt og/eða skemmdar eigur / hvarf á eigum.
- Líkamlegir áverkar.
Félagsleg einkenni:
- Lítið sjálfstraust, hræðsla og kvíði.
- Barnið virðist einangrað, einmana, fær ekki heimsóknir og fer ekki í heimsóknir, forðast t.d. að fara í afmælisboð.
Hegðunarleg einkenni:
- Óútskýranleg skapofsaköst og/eða grátköst.
- Hegðunarerfiðleikar.
Skóli - einkenni:
- Barnið hræðist að fara eitt úr og í skóla, biður um fylgd og/eða fer aðra leið.
- Leggur fyrr af stað í skólann en venjulega eða fer seinna af stað.
- Skróp.
- Barnið mætir iðulega of seint.
- Forðast ákveðnar aðstæður í skólanum t.d. leikfimi eða sund.
- Lægri einkunnir, einbeitingarörðugleikar í námi.
- Einangrun frá skólafélögum.
Heimili - einkenni:
- Barnið neitar að fara í skólann.
- Einangrar sig frá öðrum í fjölskyldunni.
- Aukin peningaþörf hjá barninu.
- Barnið neitar að leika sér úti eftir skóla.