Foreldrabréf Hraunvallaskóla
Skólaárið 2023-2024
Febrúar
Opni skólinn
Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar.
Ekki er til ákveðin ákveðin skilgreining á opnum skólum en sameiginleg viðmið hafa verið sett fram:
- Aldursblöndun í bekki eða blandaðir hópar, þ.e. ekki getuskiptir.
- Nánasta umhverfi er mikið nýtt til kennslu. Hér er einnig vísað til frelsis nemenda til að fara um skólann og notkun nemenda og kennara á nánasta umhverfi til náms.
- Kennslurými er skipt upp í svæði með mismunandi viðfangsefnum og nemendur fást við ólík viðfangsefni á sama tíma.
- Nemendur hafa mikið val um hvað þeir gera, hvernig og hvenær þeir taka þátt.
- Leikur er mikið notaður í kennslu, nemendur eru virkir og þar af leiðandi ríkir ekki alltaf þögn.
- Mikil samvinna er milli nemenda, kennara og foreldra. Foreldrar koma í skólann og taka þátt í starfinu með ýmsum hætti.
- Borin er virðing fyrir nemendum og þeim treyst
- Mikið er af fjölbreyttum námsgögnum og efni sem nemendur koma með.
- Ekki er mikil áhersla á formlegt kennslufyrirkomulag.
- Nemendum er mikið kennt í litlum hópum, einnig mikil einstaklingsvinna.
- Nemendur taka þátt í að setja reglur, reglur sem eru fáar og einfaldar.
- Mikið og gott skipulag.
Nemendur í opnum skólum (teymiskennsluskólum):
- Fá oftar að velja viðfangsefni eftir áhuga
- Fá að ráða meira um námið
- Nota Netið meira við upplýsingaleit
- Setja sér oftar markmið
- Telja sig fá meiri leiðsögn um hvernig þeir geta bætt sig í náminu
- Hafa oftar kennara sem hlusta á það sem þeir hafa að segja
- Eru í betri samskiptum við kennara sína
Í hnotskurn þá eru í opnum skólum lögð áhersla á:
- Ábyrgð
- Virkni
- Leikni
- Samvinnu
- Tækni
- Heildstæð verkefni
- Fjölbreytt og örvandi námsumhverfi
- Umburðarlyndi
- Félagshæfni
- Leiðsagnarhlutverk og samvinnu kennara
Hvers vegna opnar skólastofur?
- Stuðla að teymisvinnu / efla samábyrgð kennara og rjúfa einangrun þeirra
- Koma betur til móts við þarfir nemenda – einstaklingsmiðun
- Skapa meiri sveigjanleika
- Opna skólann – gera starfið sýnilegra
- Gera skólann líkari góðum vinnustað
- Breytt samfélag – Nútíma áherslur
- Breyta kennsluháttum – Nemandinn er miðpunktur skólastarfsins
Áherslur Hraunvallaskóla í opnu skólastarfi
- Teymisvinna
- Teymiskennsla (kennaraþrenna og parakennsla)
- Fjölbreyttir kennsluhættir
- Skapandi skólastarf
- Tækni áberandi í öllu skólastarfi
- Þemanám- samþætting
- Byrjendalæsi
- SMT – Jákvæð skólafærni
- Smiðjur / verk-og listgreinar
- Áhersla á skólaþróun
- Samstarf grunn- og leikskóla
- Öflugt foreldrasamstarf
- Jákvæðni og starfsgleði
Skilaboð frá samskipta- og eineltisteyminu
Hvernig metum við orð og gjörðir?
Við getum ekki borið ábyrgð á hvað aðrir segja við okkur en við getum borið ábyrgð á hvernig við tökum það til okkar. Er þetta eitthvað sem hægt er að hunsa eða ekki? Ef það er ekki hægt að hunsa er mikilvægt að geta rætt hlutina við einhvern sem við treystum og ráðlagt okkur um næstu heilvænleg skref. Þar eru foreldrar og forsjáraðilar mikilvægir. Kennum börnunum að hunsa óæskilega framkomu en einnig að nota æskileg viðbrögð ef þau ná ekki að hunsa.
Barnahnappurinn
Kynning á barnahnappinum
Á næstunni verður farið í kynningu á "Barnahnappinum" sem búið er að setja í Ipada nemenda i 5.-10. bekk í Hafnarfirði. Nemendaráð skólanna munu kynna hnappinn fyrir öðrum nemendum í skólanum. Hér undir er kynningarbréf til ykkar foreldra/forsjáraðila sem við viljum endilega að þið skoðið vel og ræðið með ykkar barni.
Líðanfundir hefjast í febrúar
Við í Hraunvallaskóla höfum tekið þá ákvörðun að fara af stað með svo kallaða „líðanfundi“ í öllum árgöngum. Margir af okkar nágrannaskólum hafa haldið slíka fundi undanfarin ár með góðum árangri. Fundirnir eru byggðir upp á þá leið að foreldrar/forsjáraðilar í hverjum umsjónarhópi fyrir sig koma saman ásamt umsjónarkennara og skólastjórnanda sem leiðir og stýrir fundi. Umræðuefni fundarins er líðan ykkar barna í skólanum og ekki er leyfilegt að ræða börn annarra.
Fundirnir fara fram að morgni dags, þeir hefjast allir kl. 8:10 og standa í um eina klukkustund. Umræðuefni sem tengjast líðan barnsins ykkar gætu t.d. verið; hvernig líður mínu barni í skólanum almennt séð, hvernig gengur því í samskiptum, hvaða áskoranir er barnið mitt að glíma við eins og greiningar t.d., heimanám, lestrarnám, samfélagsmiðlanotkun o.s.frv.
Gott samstarf við foreldra/forsjáraðila og meðal foreldra/forsjáraðila er afar mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi. Líðanfundirnir eru einn þátturinn í því að efla það samstarf enn frekar.
Við gerum ráð fyrir að a.m.k. eitt foreldri/forsjáraðili frá hverjum nemanda mæti á fundinn og væntanlega hafa allir skráð hjá umsjónarkennara á samtalsdaginn hver mætir frá hverju barni. Nánari upplýsingar um staðsetningu og hvar nemendur eru á meðan á fundunum stendur kemur í vikubréfi hvers árgangs. Eins og fram hefur komið, hefjast allir líðanfundirnir kl. 8:10 að morgni og eru dagsetningar þeirra eftirfarandi:
6. febrúar – 2. bekkur
7. febrúar – 3. bekkur
9. febrúar - 7. bekkur
13. febrúar – 4. bekkur
16. febrúar – 5. bekkur
20. febrúar – 6. bekkur
27. febrúar – 9. bekkur
28. febrúar – 8. bekkur
4. mars – 10. bekkur
5. mars – 1. bekkur
Við hlökkum til að eiga góða stund með ykkur öllum í febrúar og fram í mars á líðanfundunum okkar í Hraunvallaskóla.
Jafningafræðsla
10. bekkur fræðir 7. bekk
Framundan í febrúar
Vika6
Hin árlega "Vika6" er 5.-9. feb. Þema vikunnar þetta árið er "Samskipti og sambönd". Þessi vika hefur náð að festa sig í sessi hjá mörgum skólum og erum við einn af þeim. Árgangar fara í mismunandi verkefni í þessari viku og því kjörið að eiga spjall við ykkar barn um hvað þau eru að gera í tilefni af Viku6. Karítas á bókasafninu er búin að taka fram bækur sem tengjast Viku6 svo nemendur getið náð sér í bók til þess að fræðast.
Hér til hliðar er veggspjald um vikuna sem fjallar um þemað.
Grunnskólahátíð fyrir 8.-10. bekk
Miðvikudaginn 7. feb. er grunnskólahátíð Hafnarfjarðar. Hún er haldin í íþróttahúsinu við Strandgötu og er mæting í Hraunvallaskóla kl. 18:15 þar sem verður farið í rútum á staðinn. Ballinu lýkur kl. 22:00 og er rúta til baka. Það er skertur skóladagur í 8.-10. bekk og lýkur kennslu kl. 12:15 þennan dag. Nemendur mæta síðan í tíma eftir fyrri frímínútur dagsins á fimmtudeginum.
Nemendur allra skólanna búa til auglýsingu í hverjum skóla og svo er valin besta auglýsingin. Okkar auglýsing er hér til hliðar - ekkert smá flott hjá okkar nemendum.
Bolludagur, sprengidagur og öskudagur
Mánudaginn 12. febrúar er bolludagur og hvetjum við alla nemendur til þess að koma með bollu í nesti. Í hádeginu býður síðan Skólamatur upp á fiskibollur fyrir þá sem eru í áskrift.
Þriðjudaginn 13. febrúar er sprengidagur og býður Skólamatur upp á saltkjöt og baunir fyrir þá sem eru í áskrift.
Miðvikudaginn 14. febrúar er öskudagur. Þá hvetjum við nemendur og starfsfólk til þess að mæta í búning. Þetta er skertur dagur í 1.-7. bekk en þá eru nemendur búnir á eftirtöldum tímum:
1.-4. bekkur, skóladag lýkur kl. 11:15
5.-7. bekkur, skóladag lýkur kl. 11:30
Hraunsel er opið fyrir nemendur sem eru þar skráðir frá kl. 11:15, skráning eru nú þegar farin af stað og lýkur 11. feb.
Nemendur í 8.-10. bekk eru í skólanum samkvæmt stundatöflu.
Vetrarfrí og skipulagsdagur
Dagana 22. og 23. feb. er vetrarfrí í skólanum og þá er Hraunsel líka lokað.
Mánudaginn 26. feb. er skipulagsdagur og eru nemendur í frí þann dag. Hraunsel er opið frá kl. 08:00-17:00 en skrá þarf nemendur í gegnum Völu. Skráningin er nú þegar hafin á Völu og lýkur 21. feb. Hraunsel er líka opið kl. 08:00-13:10 fyrir þá sem ekki eiga pláss þar og þarf að senda tölvupóst á hildurj@hraunvallaskoli.is og sarap@hraunvallaskoli.is.
Dagur einstakra barna
Fimmtudaginn 29. feb. er dagur einstakra barna og er það "Glimmer dagur". Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Við viljum sýna stuðning í verki og mæta í eða með glimmer þennan dag.
Söngleikurinn Ávaxtakarfan
Nemendur í unglingadeild eru að setja upp söngleikinn Ávaxtakarfan undir dyggri stjórn Anítu Ómarsdóttur og Þórunnar Jónsdóttur. Sýningar verða 1. og 2. mars og hefst miðasala þann 15. febrúar. Sýningarnar verða þrjár:
Föstudaginn 1. mars kl. 18:00
Laugardaginn 2. mars kl. 12:00 og 15:00
Endilega takið tíma frá og mætið og sjá okkar dásamlegu nemendur blómstra á sviðinu.
Æfingar eru á fullu og hér má sjá æðislega mynd af þessum frábæru nemendum.
SKILABOÐ FRÁ HEILSUEFLANDI TEYMI SKÓLANS
Vinalegi febrúar
Í febrúar leggur heilsueflandi teymið áherslu á hamingju, hlýhug og samveru. Hér undir er einstakt dagatal sem allir geta fylgt eftir og veitir vellíðan á svo margan hátt. Við skorum á ykkur foreldrar/forsjáraðilar góðir að taka þátt.
SAMSTARF HEIMILIS OG SKÓLA
Röskun á skólastarfi vegna óveðurs
Við hvetjum ykkur foreldrar/forsjáraðilar góðir til þess að lesa yfir hvað gerist við óveður. Hér er linkur á heimasíðu skólans sem gott er að lesa og vita af ef óveður skyldi skella á:
Foreldrarölt
Nú er foreldraröltið farið af stað að fullu og við þurfum á ykkur að halda. Við erum öll saman í liði og það er á okkar allra ábyrgð að passa að börnum og unglingum í hverfinu líði vel og séu öruggir. Það þarf þorp til þess að ala upp barn. Hér er foreldraröltsbæklingurinn og á öftustu síðunni eru dagsetningar hvers árgangs. Þið sem hafið áhuga á því að taka þátt í foreldrarölti megið senda tölvupóst á sarap@hraunvallaskoli.is. Þið sem hafið nú þegar skráð ykkur, kærar þakkir fyrir.
FRÍSTUNDASTARFIÐ
Hraunsel
Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt frístunda- og tómstundastarf án aðgreiningar fyrir börn á aldrinum 6-9 ára eftir að kennslu lýkur. Markmið starfsins er að efla sjálfstraust og félagsfærni. Starfsemi frístundaheimila hefur áhrif á félagsþroska barna og er vettvangur þar sem þau æfa sig í vináttu og samskiptum. Börnin læra gagnkvæma virðingu, traust og umburðarlyndi í gegnum leik og starf. Umhverfi frístundaheimila einkennist af öryggi og fagmennsku. Aðstæður eiga að einkennast af jákvæðum samskiptum og lýðræðislegum starfsháttum. Í frístundaheimilinu er hlustað, rætt saman og ekki síst er pláss fyrir allar tilfinningar.
Mosinn - unglingadeild
Mosinn er opinn á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum í vetur frá kl. 19:30-22:00. Við hvertjum alla nemendur í miðdeild til þess að mæta og taka þátt. Við skorum á ykkur foreldra/forsjáraðila til þess að hvetja nemendur til þess að mæta og vera með. Þarna kynnast nemendur öðrum nemendum og annan hátt en í skólanum og byggja tengsl sem nýtast líka á skólatíma.
Hér er dagskrá Mosans:
https://www.facebook.com/felagsmidstodinmosinn
Instagram - Mosinn
Mosinn - miðdeild
Mosinn er opinn á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum í vetur frá kl. 17:00-19:00. Við hvertjum alla nemendur í miðdeild til þess að mæta og taka þátt. Við skorum á ykkur foreldra/forsjáraðila til þess að hvetja nemendur til þess að mæta og vera með. Þarna kynnast nemendur öðrum nemendum og annan hátt en í skólanum og byggja tengsl sem nýtast líka á skólatíma
Hér er dagskrá Mosans:
HHH félagsmiðstöð
Í vetur verður áfram hinsegin hittingur í Hafnarfirði. Allt er farið af stað og við hvetjum þau sem vilja að kíkja í hitting. Það er líka hægt að "follow" bæði á Facebook og Instagram, sjá hér undir:
https://www.facebook.com/hinseginhittingurihfj
Instagram - hinseginhittingurihfj