Fréttabréf Naustaskóla
2.tbl. 11.árg. febrúar 2020
Kæra skólasamfélag
Mig langar að færa ykkur foreldrum þakkir fyrir gott samstarf það sem af er þessum vetri. Við starfsfólkið erum líka þakklát fyrir allt hrósið sem foreldrar gáfu okkur í foreldraviðtölunum, og einnig þá gagnrýni og aðhald sem við einnig fengum. Við munum halda áfram að þróa vinnubrögð og kennsluhætti til að leitast við að mæta þörfum nemenda okkar sem best. Það gerum við með ýmsu móti, með reglulegum fundum og samtölum við foreldra, með teymisfundum kennara og reglulegum starfsmannafundum. Ein af meginstoðum í stefnu Naustaskóla er að efla sjálfstæði nemenda og ábyrgð þeirra á eigin námi. Hafa kennarar eflaust rætt þessa þætti við nemendur sína og foreldra þeirra í viðtölunum. Það að læra að taka ábyrgð á námi sínu og að læra að nýta sér þær bjargir sem lagðar er upp hendur á nemendum er gott veganesti til framtíðar. Fræðimenn hafa lagt á það áherslu að besta veganesti fyrir nemendur á 21. öldinni sé að kunna sjálfstæð vinnubrögð, að geta tekið ábyrgð á eigin námi og hegðun og að kunna að vinna með öðrum. Búi einstaklingur yfir slíkri færni séu honum flestir vegir færir.
Með kveðju Bryndís Björnsdóttir, skólastjóri
Umgangspestir
Nú ganga ýmsar pestir og margir fjarverandi úr skóla þess vegna. Við hvetjum alla til að huga vel að heilsu sinni, fara ekki of snemma af stað og gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir smit. Finna má gagnlegar upplýsingar á vef landlæknisembættis varðandi t.d. inflúensu sem nú hefur greinst á Akureyri.
Þar sem margir veikjast á þessu tímabili biðjum við ykkur líka að tilkynna veikindi barna daglega, auðvelt er að gera það í gegnum mentor og þar hægt að skrá einn eða tvo daga í einu.
Við hvetjum foreldra að senda krakkana ekki of snemma í skólann og hafa hitalaus heima a.m.k einn sólarhring.
Hjúkrunarfræðingur mælir með vatnsdrykkju og minnir á mikilvægi á inntöku D vítamíns.
Á döfinni í febrúar
7. febrúar - Dagur stærðfræðinnar
23. febrúar - Konudagur (sunnudagur)
24. febrúar - Bolludagur
25. febrúar - Sprengidagur
26. - 28. febrúar - Vetrarleyfi
Skólapúlsins
Foreldrakönnun Skólapúlsins verður sendur á foreldra í febrúarmánuði. Skólinn notar kannanakerfi Skólapúlsins til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja foreldra í skólanum um gæði skólans, samskipti við skólann, virkni í skólastarfi og námið heima fyrir.
Við viljum því hvetja foreldra sem verða fyrir valinu að svara könnuninni vel og vandlega svo að skólinn geti nýtt úrvinnslu og niðurstöður Skólapúlsins til að bæta skólastarfið.
Kær kveðja
stjórnendur Naustaskóla
Starfamessa 7. febrúar
Námsframvinda nemenda
Fréttabréf Naustaskóla
Email: naustaskoli@akureyri.is
Website: naustaskoli.is
Location: Hólmatún, Akureyri, Iceland
Phone: 460 4100
Facebook: https://www.facebook.com/naustaskoli/