
Ekki gefast upp...
þetta er alveg að koma!
Mánuður í námsmatsdaga
Kæri nemandi
Það er ekki nema rétt um mánuður í námsmatsdagana í desember sem segir okkur að það eru rúmar 4 vikur eftir af önninni. Það er einmitt núna sem þú þarft að bretta upp ermar og henda þér af fullum krafti í námið. Þessi tími verður fljótur að líða svo ekki slá slöku við, byrjaðu strax í dag að skipuleggja þig og ákveða hvernig þú ætlar að takast á við næstu vikur. Það er lotumat í næstu viku og þá ætti að vera alveg ljóst hvernig þú stendur í hverjum áfanga fyrir sig.
Það er full ástæða til bjartsýni. Þetta er allt að koma :)
Hafðu samband ef þú þarft aðstoð
Hér í Menntaskólanum á Ísafirði eru allir tilbúnir til að aðstoða þig við að ná markmiðum þínum. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú þarft á því að halda. Netföng starfsmanna finnur þú á heimasíðu skólans. Símanúmer skólans er 450-4400.
Bókaðu tíma í náms- og starfsráðgjöf
Allir nemendur eru hvatti til að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Bókaðu tíma hér ef þú þarft aðstoð við að skipuleggja námið, bæta vinnubrögðin eða fá smá pepp til að ljúka önninni. Það er líka hægt að senda tölvupóst með fyrirspurnum á margreta@misa.is
Menntaskólinn á Ísafirði
Margrét Björk Arnardóttir
Náms- og starfsráðgjafi
Email: margreta@misa.is
Website: https://misa.is/thjonusta/namsradgjof/
Phone: 450-4400