Fréttabréf Naustaskóla
7. tbl 10. árg. 19.september 2018
Kæra skólasamfélag
Nú höfum við hafið tíunda starfsárið okkar í Naustaskóla. Við rennum bjartsýn inn í nýtt skólaár, með metfjölda nemenda í sögu skólans, og hlökkum til að takast á við þær áskoranir sem skólastarfið felur í sér. Við óskum eftir góðu samstarfi við heimili, enda er það lykillinn að velferð og vellíðan nemenda skólans. Í stóru skólasamfélagi er óhjákvæmilegt að eitthvað komi upp á í dagsins önn og mælumst við til að foreldrar og forráðamenn hafi beint samband við skólann ef spurningar vakna varðandi skólastarfið. Áfram verður unnið með Jákvæðan aga, sem er agastefnan okkar í Naustaskóla, og stefnt er að því að bjóða upp á foreldranámskeið í vetur. Í Naustaskóla er ekki lögð áhersla á heimanám, nema foreldrar óski sérstaklega eftir heimanámi. Hinsvegar leggjum við mikla áherslu á að allir nemendur lesi heima á hverjum degi, til þessa að efla læsi og lestrarfærni. Um það verkefni þurfum við öll að standa saman, skóli, foreldrar og nemendur, enda er það sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að börnin verði fljúgandi læs í breiðri merkingu þess orðs. Þarna er það eins og með svo margt annað, að æfingin skapar meistarann, og því mikilvægast af öllu að gefa lestrariðkun góðan tíma og mikla athygli, og að við fullorðna fólkið séum góðar fyrirmyndir í þeim efnum. Með von um gott samstarf og árangursríkt skólastarf. Bryndís Björnsdóttir. skólastjóri.
Mötuneyti, mjólk og ávextir
Skólalóðin
Norræna skólahlaupið 26.sept
Umferð við Naustaskóla !
Gjöf frá foreldraráði
Naustaskóli
Hólmatún 2 | 600 Akureyri
Sími: 460 4100 Frístund: 460 4111
Netfang: naustaskoli@akureyri.is
Email: naustaskoli@akureyri.is
Website: http://www.naustaskoli.is/is
Location: Hólmatún, Akureyri, Iceland
Phone: 4604100
Brunaæfing 24.september
Á mánudagsmorgun í næstu viku 24. september kl. 9:00 verður brunaæfing – það munu allir vera látnir vita af þessari æfingu. Nemendur eiga að taka með sér skó inn á svæðin. Markmið þesarar æfingar er að æfa verklag og skipulag til þess að allir viti sín hlutverk og hvert á að fara. Við söfnum nemendum út á fótboltavöll og tökum nafnakall.
Hnetubann
Hnetubann!! Nú er svo komið að vegna ofnæmis meðal nemenda í húsinu sjáum við okkur knúin til að lýsa yfir „hnetubanni“ í Naustaskóla. Við biðjum nemendur og foreldra um að aðstoða okkur með því að halda öllu heima sem inniheldur hnetur…!!!!
Lúsin!
Mentor
Hagnýtar upplýsingar varðandi mentor.is
Til að komast í Mentor (www.mentor.is) þarf að hafa aðgangsorð og lykilorð. Á Mentor má finna upplýsingar um nám nemenda, bekkjarlista, ástundun, verkefnabækur, dagbækur o.fl. Inni á svæði foreldra er líka hægt að tilkynna veikindi (allt að tveimur dögum í einum) þannig að ekki þurfi að hringja að morgni til í skólann heldur fáið þið staðfestingu senda á netfangið ykkur þegar ritari hefur móttekið beiðnina. Með þessu er t.d. hægt að skrá á miðvikudagskvöldi veikindi vegna fimmtudags.
Þeir sem ekki hafa aðgang að Mentor, eða eru búnir að gleyma aðgangsorðinu, geta leyst málið með því að fara inn á síðuna: www.mentor.is Þar er hægt að skrá sig inn í kerfið með notendanafni sem er kennitala án bandstriks. Sé viðkomandi ekki með lykilorð er smellt á "Gleymt lykilorð". Þá fer af stað ferli sem viðkomandi er leiddur í gegnum og fær þá sent lykilorð í tölvupósti. Ef allt kemur fyrir ekki er hægt að hafa samband við ritara skólans og fá sent lykilorð.
Nemendur eiga ekki undir neinum kringumstæðum að fara inn á vefinn með aðgangsorði foreldra sinna því þar birtast aðrar upplýsingar en á þeirra eigin spjaldi og þau eiga t.d. ekki að hafa aðgang að veikindaskráningu.
Nemendur eiga hins vegar sinn eigin aðgang sem þau geta notað til að skoða meðal annars heimavinnu. Á foreldraspjaldi fyrir neðan mynd af barninu er hnappur þar sem hægt er að breyta lykilorði eða búa til nýtt lykilorð fyrir barnið. Endilega aðstoðið börn ykkar við að fara inná Mentor ef þau kunna það ekki nú þegar. Nemendur geta breytt lykilorðinu sínu eins og foreldrar þegar skráð er inn í fyrsta sinn í kerfið.
Á eftirfarandi slóð má finna afar góðar leiðbeiningar (kennslumyndbönd) fyrir foreldra: http://mentor.is/Spurningar/Fyrir-nemendur-og-a%C3%B0standendur/Kennslumyndbond