Hvalrekinn
31. maí 2024
Þá er þessu skólaári næstum lokið. Skólaslit eru föstudaginn 7. júní og bjóðum við alla velkomna og vonandi sjáum við ykkur sem flest.
Ég óska þess að þið hafið það sem best í sumar. Njótið sumarsins, hlúum að okkar nánustu og mætum hress og kát þegar skólinn hefst að nýju föstudaginn 23. ágúst.
Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri.
Síðustu skóladagar þetta skólaárið
- Dagskrá bekkja/ árganga má sjá á Mentor.
Nemendur í 7., 8. og 9. bekk þurfa að skila inn umsókn um valgreinar fyrir næsta skólaár ekki seinna en 31. maí. Valblað nemenda hefur verið sent í nemendum og foreldrum í tölvupósti.
- Nemendur eiga að skila spjöldum / Ipödum, hleðslutækjum og snúrum og vera búnir að taka lykiloðið af spjaldinu, mánudaginn 3. júní
Íþróttadagur er miðvikudaginn 5. júní.
- Skólaslit 7. júní:
Útskrift nemenda í 10. bekk
Myndataka verður af nemendum að lokinni athöfn.
Að lokinni athöfn er nemendum og gestum þeirra boðið að þiggja kaffiveitingar.
Föstudaginn 7. júní kl. 12:00 verða einkunnir nemenda í 10. bekk lesnar yfir í innritunarkerfi framhaldsskólans og birtar nemendum í umsókn þeirra til framhaldsskólanna.
Skólaslit nemenda í 1. - 9. bekk
Skólaslitin í Hvaleyrarskóla verða föstudaginn 7. júní. Mæting nemenda á sal er sem hér segir:
Yngri deild:
- 1. og 2. bekkir kl. 8:30
- 3. og 4. bekkir kl. 9:30
Miðdeild:
- 5., 6. og 7. bekkir kl. 10:30
Elsta deild:
- 8. og 9. bekkir kl. 11:30
Nemendur mæta á sal skólans en fara síðan í sínar heimastofur með umsjónarkennara. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir á skólaslitin með sínum börnum..
Hátíð á Holtinu - miðvikudaginn 5. júní
Vorhátíð Foreldrafélags Hvaleyrarskóla og Hvaleyrarskóla verður haldin miðvikudaginn 5. júní milli kl. 17:00 og 19:00.
Margt skemmtilegt í boði. Hoppukastalar, matarvagnar, andlitsmálning, skátarnir grilla sykurpúða, Candy floss, pylsur, VÆB mætir á svæðið og margt fleira.
Sumarlestur - mikilvægt að lesa í sumar
Mikilvægt er að slá ekki slöku í lestrinum í sumar. Hér má finna sumarlestur í bingó formi. Við hvetjum nemendur til að lesa eins og vindurinn í fríinu - og skila skila svo bingóspjaldinu til Sifjar á bókasafninu í haust útfylltum spjöldum og fá að launum verðlaunum.
Hvetjum alla krakka til að taka þátt í sumarlesti Bókasafns Hafnarfjarðar 🙂
Ef þið viljið lesa meira í sumar þá má hér finna efni frá bókasafninu .
Hér má finna efni tengt sumarlestri Bókasafns Hafnarfjarðar.
Hversu margar blaðsíður ætlar þú að lesa í sumar? 🐱👓
Hreinsunardagur
Föstudaginn 26. apríl vorum við í Hvaleyrarskóla með hreinsunardag. Árgöngum við skipt á svæð í nágreinni skólans og voru allir úti að tína í 1-2 kennslustundir.
Nemendur stóðu sig vel og safnaðist ótrúlega mikið af rusli sem Kristján húsumsjónarmaður fór síðan með á Sorpu.
Að loknu góðu verki fengu allir sér grillaðar pylsur á eftir.
Glæsilegt hjá okkar nemendum.
Hreinsunardagur - myndir
Hátíð á Holtinu - myndir frá í fyrra
Frá árshátíðum nemenda í elstu- og miðdeild
Árshátíð elstu deildar
Vel skreytt anddyri
Árshátíð miðdeildar
Skóladagatal 2024-2025
Skólasetning næsta skólaárs verður föstudaginn 23. ágúst. Tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur.
Sumarfrístund i Holtaseli 2024
Mánudaginn 10. júní hefst sumarfrístund í Holtaseli.
Sumarfrístund fyrir 7-9 ára.
Sumarnámskeið eru starfrækt í frístundaheimilum Hafnarfjarðar. Sumarfrístund inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af skapandi verkefnum, leikjum, hreyfingu, spennandi ferðum, sundferðum og sameiginlegum viðburðum.
Í Holtaseli, frístundaheimili Hvaleyrarskóla verður sumarfrístund í boði frá 10.-28. júní.
Miðlæg námskeið verða í tveimur grunnskólum Hafnarfjarðar og eru í boði frá 1. – 19. júlí. Opið er fyrir skráningu frá og með 3. maí.
Skráning og framboð- https://sumar.vala.is/
Sjá nánar á heimasíðu skólans.
KURTEISI ~ ÁBYRGÐ ~ SAMVINNA
Hvalrekinn
Opnunartími skrifstofu:
Kl. 7:45 - 15:30 mán-fim
Kl. 7:45 - 14:00 fös
Email: hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is
Website: www.hvaleyrarskoli.is
Location: Akurholti 1
Phone: 354 565 0200
Facebook: https://www.facebook.com/hvaleyri/