Fréttabréf Engidalsskóla des. 2022
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Fréttabréfið er í styttra lagi að þessu sinni en þó með mikið af myndum úr starfinu. Desember er alltaf skemmtilegur mánuður því þá brjótum við skólastarfið meira upp en venjulega. Margir bekkir hafa farið í vettvangsferðir og allir hafa skreytt stofur og hurðir fallega.
Neðar í fréttabréfinu er að sjá niðurstöður nemenda miðstigs af lýðræðisþinginu sem var í lok nóvember, mjög flott vinna sem við hvetjum ykkur til að skoða.
Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta í jólaföndur foreldrafélagsins. Það munu allir græða á öflugu samstarfi sérstaklega börnin
Litlu jólin í Engidalsskóla verða föstudaginn 16. desember og er það skertur dagur, opið er í Álfakoti frá kl. 11:00. Við hefjum svo skólastarfið aftur þriðjudaginn 3. janúar samkvæmt stundatöflu. Nánara skipulag á dagskránni má sjá neðar í fréttabréfinu.
Við vonum að allir njóti sín í fríinu, með bestu kveðju og von um gleðilega jólahátíð,
stjórnendur Engidalsskóla.
Lýðræðisþing miðstigs
Dagskrá í desember
Miðvikudagur 14.desember
* Hátíðarverður fyrir nemendur Rauður dagur
Föstudagur 16.desember
Jól í stofu og allir ganga í kringum tréið í ca 30 mín
- kl. 9:10- 9:40 1., 2. og 7. bekkur
- kl. 9:45- 10:15 3. og 6. bekkur
- kl. 10:20 -10:50 4. og 5. bekkur
Smákökur (sparinesti) og fernudrykkir
Sparidagur, allir spariklæddir
Ekki skipst á gjöfum
Frístund opnar kl:11:00 þennan dag
Listaverk eftir nemendur
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433