Vikan 11. - 15.sept 2023
Vikupóstur
Munið að á þriðjudaginn þarf vinnustundin ykkar að vera klár
Kæra samstarfsfólk,
Takk fyrir ánægjulega viku :)
Haustið er farið að minna hressilega á sig með lækkandi hitastigi. Fyrsti fundur skólateyma var í vikunni og ekki annað að heyra en að þeir hafi gengið vel. Teymisstjórar mega alveg senda á stjórnendur ef þeir vilja koma skilaboðum á alla starfsmenn í gegnum fréttabréf starfsmanna og/eða foreldra.
Þeir umsjónarkennarar sem ekki eru búnir að kalla eftir bekkjartenglum eru beðnir um að gera það sem fyrst. Aðalfundur foreldrafélagsins verður þriðjudaginn 3. október og það verður fundur með bekkjartenglum í framhaldi af honum. Það er mikill hugur í foreldrafélaginu að setja kraft í starfið og það er okkar hlutverk að stiðja við það, við munum líka bara græða á góðu og miklu samstarfi.
Í næstu viku hefjast haustfundir með foreldrum sem við ætlum að prófa að hafa með öðru sniði en áður þar sem áhersla verður á líðan nemenda. Sambærilegir fundir hafa verið haldnir í tveimur skólum í Hafnarfirði í nokkur ár og gefist vel. Á síðasta skólaári héldum við svona fund í einum árgangi og voru bæði við starfsmenn og foreldrar ánægðir með hann. Búið er að setja niður dagsetningar fyrir fundina og má sjá það hér fyrir neðan, eins texta sem hægt er að senda heim.
- Skipulag fundarins er sama skipulag og notað er á bekkjarfundum. Foreldrar sitja í hring.
- Umsjónarkennari og stjórnandi stýra fundi.
- Foreldrar tjá sig um líðan sinna barna og heyra frá öðrum foreldrum. Hér er líka gott að ræða um vini eða vinaleysi.
Uppbyggingateymið vill minna á árgangamöppuna sem er að finna inni á Freeform á öllum I-pödum starfsmanna. Við allar bekkjarstofur eiga að vera hlutverk í matsal, á göngum, í frímínútum og í fataklefa, ef þetta vantar eru þið beðin um græja það (frumritið er hjá Þorgeiri). Ef einhverja bekki vantar sáttarborð eða eru með tvö endilega setjið ykkur í samband við Margréti. Næsta námskeið verður að morgni 19. september og verða vonandi flestir bekkir komnir með eða byrjaðir á bekkjarsáttmála.
Endilega nýtið ykkur nuddið hjá Ingunni, hún kemur mánudaginn11. september.
Góða helgi og njótið þess að slaka á.
Kær kveðja stjórnendur
Haustkynningar / líðanfundir
Fundirnir byrja kl: 17:30 á sal skólans þar verður skólastjóri með stutta kynningu. Síðan fer hver bekkur í sína stofu þar sem líðanfundir eru haldnir. Á hverjum fundi er einn skólastjórnandi og mumsjónakennarar.
Texti sem hægt er að nota til að boða fundina: Í vetur ætlum við að prófa að halda líðanfundi að hausti með foreldrum, umsjónarkennurum og skólastjórnanda.
Fundirnir munu byrja á stuttu innleggi skólastjóra á sal en svo fara foreldrar með umsjónarkennurum og einum skólastjórnanda í bekkjarstofur þar sem foreldrar ræða barnahópinn í heild og deila líðan sinna barna. Þessir fundir hafa mælst mjög vel fyrir í þeim skólum þar sem þeir eru hefð. Mikilvægt er að það mæti allavega einn frá hverjum nemanda. Þessir fundir koma í stað hinna hefðbundu haustfunda. Gott samstarf heimilis og skóla og gott samstarf innan foreldrahópa hefur löngum sannað sig.
13. september 3. og 4. bekkur - Íris og Erla (Arnheiður)
18. september 5. - 6. bekkur - Inga María og Margrét
2. október 7. bekkur - Inga María og Margrét
ef þið lendið í vandræðum með að skrá hafið þá samband við Ingu Maríu.
Dagskrá næstu viku
Mánudagur:
- Kl. 8:20 1. - 4. bekkur samsöngur á sal
Þriðjudagur:
Miðvikudagur:
Föstudagur:
Hver á að sjá um að hreinsa skólalóðina
- 4. og 5. bekkur týnir fyrir aftan hús hjá frístund.
- 6. og 7. bekkur týnir hjá a og b velli og þar í kring.
- 1. 2. og 3. bekkur fyrir framan skóla.
Kær kveðja,
umhverfisteymi Engidalsskóla
Á döfinni í september
- 11. september kemur Ingunn nuddari og getur starfsfólk pantað 15 - 30 mín nudd hjá henni.
- 14. Fagaðilafundur
- 18. Grunnnámskeið í lestarkennslu- færnimiðaðir hópar: Verkfæri fyrir kennara til að vinna með snemmtæka íhlutun á yngsta stigi. kl: 14:30 - 16:00 í Áslandsskóla (Fjóla Rún Þorleifsdóttir og Hjördís Jónsdóttir
- 19. Skipulagsdagur
- 21. Deildarfundir
- 25. - 28. Fer 7. bekkur að Reykjum í Hrútafirði.
- 28. Fundir í skólateymum
Matseðill vikunnar
Mánudagur: Steiktur fiskur með kartöflum og drottningasósu
Meðlætisbar: Gúrkur, tómatar, rófur, brokkolí, appelsínur og perur
Veganréttur: Brokkolíbuff með kartöflum og drottningarsósu
Þriðjudagur: Ítalskt lasagna með hrásalati og grófu rúnstykki
Meðlætisbar: Túnfiskur, kotasæla, kál, paprikur, hrásalat, banani og ananas
Veganréttur: Grænmetislasagne
Miðvikudagur: Vínarsnitsel með steiktum kartöflum og bearnisesósu
Meðlætisbar: Gular baunir, rauðkál, gúrkur, gulrætur, epli og perur
Veganréttur: Vegan snitsel með kartöflum og vegan sósu*
Fimmtudagur: Shawarmabollur með kartöflum og Tzatziki sósu
Meðlætisbar: Gular baunir, kál, paprikur, rófur, bananar og vatnsmelónur
Veganréttur: Vegan Shawarmabollur með steinseljukartöflum og vegan sósu
Föstudagur: Mexikósúpa með nachosflögum, sýrðum rjóma og osti.
Meðlætisbar: Úrval ávaxta og grænmetis
Veganréttur: Mexíkó grænmetissúpa með vegan sýrðum rjóma, nachos og rifnum vegan osti
Forföll og skráning
20 mín = 0.5
30 mín = 0,75
35 mín = 0,88
40 mín = 1
60 mín = 1,5
70 mín =1,75
80 mín = 2
Forföll í gæslu
10 mín = 0,17
15 mín = 0,25
20 mín = 0,33
30 mín = 0,5
Virkja þarf forritið í Vinnustund.
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433