Fréttabréf
Janúar 1. tbl. 16. árg. 2025
Kæra skólasamfélag
Gleðilegt nýtt ár, með þakklæti fyrir samvinnuna á liðnu ári.
Nú þegar við höfum kvatt árið 2024 förum við inn í nýtt ár með bjartsýni og mildi að leiðarljósi í þau verkefni sem bíða okkar. Við höldum áfram að stækka bókasafnið okkar og fyrir áramót voru keyptar margar nýjar og áhugaverðar bækur í safnið sem væntanlega eiga eftir að vekja áhuga nemenda.
Skóli eða skólasamfélag snýst öðru fremur um samskipti og er unnið að því alla daga að eiga góð og árangursrík samskipti. Skólapúlsinn er eitt af mælitækjunum sem skólinn hefur til að meta líðan barna og er lagður fyrir í fimm hlutum yfir skólaárið. Það er ánægjulegt að sjá að niðustöður í desember sýna að nemendur í Naustaskóla meta samband sitt við kennarana sína vel yfir meðallagi á landsvísu.
Með hlýrri kveðju
Bryndís, Helga Ósk og Þuríður
Á döfinni
1.janúar - Nýársdagur frídagur
2. janúar - frí
3. janúar - starfsdagur
6. janúar - nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá
13.janúar - Barnaþing sem réttindaráð heldur utan um.
14.- 17. janúar vika jákvæðs aga.
20. -24. janúar - Kynfræðsla 9.bekkur
20. -24. janúar - Fræðsla gegn vímuefnum 10.bekkur
24. janúar bóndadagur fyrsti dagur þorra.
Hurðarskreytingarsamkeppni
Í ár var ákveðið að skreyta hurðar skólans fyrir jólin og var gaman að sjá mismunandi og skemmtilegar skreytingar. Dómnefnd valdi glæsilegustu hurðarnar og varð niðurstaðan þessi:
1. sæti 4.-5. bekkur
2. sæti 8.-10. bekkur
3. sæti 6.-7. bekkur fyrir frumlegustu hurðina.
Hér má sjá myndir af þessum glæsilegu hurðum þar sem mikill metnaður var lagður í verkin!
Verklagsreglur _skólasókn
Góð skólasókn
- styður við jákvæða sjálfsmynd í skólanum
- getur verið einn af grundvallarþáttum vellíðunar í skólanum
- getur stutt við farsæld í framtíðarnámi
Samfelld og stöðug viðvera í félagslegu umhverfi getur hjálpað barninu að mynda tengsl við aðra og upplifa öryggi í skólaumhverfinu. Einnig er hver skóladagur mikilvægur fyrir barnið og námslega stöðu þess. Þegar barn er fjarverandi frá skóla missir það oft af tækifærum til að skapa góðar minningar með skólafélögunum og upplifa sig sem hluta af heild. Óstundvísi og óreglulega mæting í skólann getur einnig ýtt undir óöryggi hjá börnum og búið til vítahring sem erfitt er að rjúfa. Það er því afar mikilvægt að foreldrar tryggi ávalt sem best góða mætingu barna sinna í skólann.
Samvinna heimilis og skóla gegnir veigamiklu hlutverki og það er mikilvægt að foreldrar hafi strax samband við skólann ef barn þeirra sýnir merki um að vilja ekki sækja skóla í stað þess að tilkynna barnið veikt.
Hér má sjá verklagsreglur í því skyni að bæta skólasókn.
Kynferðisofbeldi og vopnaburður
Hér má sjá upplýsingar um flæðirit sem unnin voru af lögreglu í samráði við neyðarlínuna og fjölda samstarfsaðila. Þessi flæðirit eru ætluð þeim sem koma að börnum með einhverjum hætti.
Jólaball í íþróttasal
Til fyrirmyndar
Almenn ánægja var með jólaþemadaginn og þá sérstaklega með vinaliðana, og ekki var annað að sjá en að eldri nemendurnir hefðu almennt tekið hlutverk sitt alvarlega og eiga bæði yngri og eldri mikið hrós skilið. Margar og fjölbreyttar stöðvar voru í boði, bæði inni og úti, og voru nemendur virkir að fara á milli stöðva og velja sér viðfangsefni. Einnig var söngur á sal þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans komu saman og sungu. Það er gaman að geta sagt frá því að þegar nemendur koma saman á sal, hvort sem er til að syngja saman eða í öðrum tilgangi, þá eru þau til mikillar fyrirmyndar.
Jákvæður agi
Í vikunni 14.-17. janúar verður vika jákvæðs aga og verður áhersla á bekkjarfundi og fyrirkomulag þeirra, einnig griðarstaði og lausnarhjól.
Tölvupóstur: naustaskoli@akureyri.is
Heimasíða: naustaskoli.is
Staðsetning: Hólmatún
Sími: 4604100
Facebook:https://www.facebook.com/ForeldrafelagNaustaskola