
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
OKTÓBER
CITTASLOW SUNNUDAGUR
- 11.október Skipulagsdagur-frídagur nemenda.
- 12.október Samskiptadagur - nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara.
- 13.október Leikjadagur (áður keppnisdagar).
- 14.október Leikjadagur.
- 14.október Gunni og Felix koma í heimsókn.
- 22.október - fyrsti vetrardagur.
- 24.október Vetrarfrí.
- 25.október Vetrarfrí.
NÆSTA VIKA
ATHUGIÐ AÐ Á SUNNUDAGINN TEKUR DJÚPAVOGSSKÓLI ÞÁTT Í CITTASLOW-SUNNUDEGI.
- Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí.
Þriðjudagur 11.október - Skipulagsdagur - nemendur eiga frí í dag.
Miðvikudagur 12.október - Samskiptadagur - nemendur koma í viðtal til umsjónarkennara með forráðamanni.
Fimmtudagur 13.október - Leikjadagur
- 14:20 - 15:50 Teymisfundur.
Föstudagur 14.október - Leikjadagur
- Í dag fáum við góða gesti í samveru.
- Nemendur fara í gott helgarfrí.
MARGT AÐ GERAST Í NÆSTU VIKU
Margt skemmtilegt var á dagskrá hjá okkur í þessari viku og það er margt að gerast hjá okkur í næstu viku.
- Á Sunnudaginn tekur Djúpavogsskóli þátt í dagskrá á Cittaslow-sunnudegi. Vonandi sjáumst við sem flest þar.
- Á máundag er kennsla samkvæmt stundarská.
- Á þriðjudag eiga nemendur frí en starfsfólk skólans nýtir daginn til að undirbúa næstu daga og vikur.
- Á miðvikudaginn mæta nemendur með forráðamanni í viðtal hjá umsjónarkennar og setja sér markmið og ræða saman.
- Á fimmtu- og föstudag eru leikjadagar. Leikjadagar eru í raun gömlu keppninsdagarnir okkar. Nemendur hafa ítrekað beðið um að þessir dagar komi aftur inn á skóladagatalið. Við ætlum að breyta aðeins skipulaginu á þessum dögum, m.a. að setja minni áherslu á keppni og meiri áherslu á nám í gegnum skemmtilega leiki. Umsjónarkennarar senda ykkur skipulag leikjadaga í næstu viku.
- Á föstudaginn fáum við góða gesti í samveru. Gunnar Helgason og Felix Bergson er á ferð um Austurlandið og auðvitað tökum við vel á móti þeim.
NÁMSSTEFNA SKÓLASTJÓRA
Dr. Keise er ráðgjafi í leiðtogaþjálfun, kennsluþjálfun og markþjálfun. Hennar sérsvið er þar að auki tilfinningagreind og þjáfun í geðrækt.
Sean T. Slade er forstöðumaður hinnar alþjólegu menntastofnunar BTS SPARK North America sem hefur það að markmiði að þjálfa næstu kynslóð menntaleiðtoga.
Það er frábært tækifæri fyrir skólastjórnendur á Íslandi að fá svona fyrirlestra. Hér eru á ferð fyrirlesarar sem farar víða um heim og hafa mikla reynslu í sínu fagi.
Þau Keise og Sean ræddu m.a. um heildræna stjórnun og áhrif stjórnenda á velferð í skólastarfi. Námsstefnan heldur áfram á morgun.
PRJÓNAÞEMA
ÚR HEIMILISFRÆÐI
Frá heimilisfræðinni - Steikt hrísrjón með kjúklingi, eggjum og grænmeti
Fyrir 2
½ bolli hrísgrjón
1 bolli vatn
1 msk olía
1 kjúklingabringa, elduð og rifin niður
½ laukur, saxaður
1 hvítlauksrif, pressað
2 msk grænar baunir, frosnar
2 gulrætur, skornar smátt
2 egg
2 msk soyasósa
1 msk hoisin sósa
- Sjóðið hrísgrjón í vatninu þar til þau eru fullelduð.
- Hitið olíu á pönnu við meðalhita. Bætið lauk, hvítlauk, grænum baunum og gulrótum út á pönnuna og steikið í 5-7 mínútur.
- Hrærið egg í glasi og blandið síðan saman við grænmetið.
- Bætið því næst hrísgrjónum, kjúklingi, soyasósu og hoisin sósu á pönnuna. Blandið vel saman.
Bestu kveðjur og góða helgi.
Starfsfólk Djúpavogsskóla