Fréttabréf Engidalsskóla nóv. 2024
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Nóvember er mættur og þá styttist í annan foreldrasamráðsdag sem verður 12. nóvember. Eins og fram kemur hér neðar í fréttabréfinu er Engidalsskóli að innleiða leiðsagnanám. Hluti af því er að allir viti hvert markmið námsins er og verkefni snúi að því að ná þeim. Í haust voru nemendur beðnir um að setja sér markmið, með aðstoð foreldra (nema þeir allra yngstu). Það er mjög mikilvægt að ræða þetta reglulega heima, hvert erum við að stefna og hvernig komumst við þangað. Samtalinu verður svo framhaldið í samtölum á samráðsdeginum 12. nóvember.
Í einhverjum foreldrahópum hefur verið umræða um lítið heimanám í Engidalsskóla. Ákvörðun um að leggja alla áhersluna á læsi í heimanámi var tekin eftir samtal við nemendur (lýðræðisþing nemenda), foreldra (rafræn könnun) og samtal við starfsmenn skólans. Rannsóknir sýna að skipulagt heimanám annað en lestur skilar ekki árangri fyrr en í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Við teljum eðlilegra að þeir foreldrar sem vilja að þeirra börn vinni verkefni heima geri það á forsendum hvers og eins barns og aðstæðum á heimilum. Það er mikill lærdómur, já og skemmtun, í allskonar spilum, púsluspilum og verkefnum við heimilisstörf, þá höfum við bent á ýmsa læsisvefi og síður sem bjóða upp á allskyns verkefni. Nemendur eru líka að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi, tónlistar- og listnámi og ýmsu öðru þar sem fram fer mikið nám.
Það var mikil gleði og gaman hér á hrekkjavökunni og setti Anna tónmenntakennari saman skemmtilegt myndband með myndum frá deginum sem sjá má hér fyrir neðan.
Þessa vikuna er svokölluð vinavika í öllum skólum Hafnarfjarðar. Nemendur eru að vinna allskyns vinaverkefni, vinabekkir hittast og vinna ýmis verkefni saman. Þá er vinasólin eitt af verkefnum sem nemendur hafa verið að vinna í vetur og var sett upp í vikunni. Sólin er sannkallað listaverk og sést mynd af henni hér til hliðar.
Líkt og síðustu ár stefnum við á rólegan desember þar sem við höldum eins mikilli rútínu og mögulegt er. Það má búast við einhverjum rauðum dögum þar sem í boði verður að mæta í einhverju jólalegu og auðvitað skreytum við skólann og syngjum jólalög en gerum ekki ráð fyrir stórum uppákomum.
Í skólanum hefur eitthvað safnast upp af óskilamunum sem verða settir fram í aðalanddyri skólans 12. nóvember og hvetjum við alla til að skoða það og taka það sem tilheyrir ykkar barni.
Með bestu kveðju,
Skólastjórnendur Engidalsskóla.
Rafræn skráning á heimalestri
Við í Engidalsskóla erum að taka upp rafræna skráninga á heimalestri. Foreldrar/forsjáraðilar þurfa að sækja app í App store eða Play store. Appið heitir Læsir sjá meðfylgjandi mynd. Foreldra fá síðan kóða sem þeir nota til að skrá nemanda inn í appið. Kerfið er á íslensku og ensku. Leiðbeiningar um uppsetning á appi er að finna hér fyrir neðan.
Hvernig set ég upp Læsir fyrir mitt barn
Hrekkjavaka í Engidalsskóla
Vinavika - Lestrarvinir
6. bekkur með
lestrarvinum í 1. bekk
6. bekkur með
lestrarvinum í 1. bekk
6. bekkur með
lestrarvinum í 1. bekk
6. bekkur með
lestrarvinum í 2. bekk
6. bekkur með
lestrarvinum í 2. bekk
6. bekkur með
lestrarvinum í 2. bekk
Leiðsagnarnám
Starfsfólk Engidalsskóla hefur síðustu ár verið að tileinka sér leiðsagnarnám. Hér fyrir neðan er hægt að lesa hvað leiðsagnarnám er og á síðunni leiðssagnarnám, sem Nanna Kristín Christiansen heldur úti, eru en meiri upplýsingar.
Við tókum meðvitaða ákvörðun um að fara rólega af stað. Við fengum mikla fræðslu frá Nönnu Kristínu fyrsta árið, við höfum farið í skólaheimsóknir innan lands og utan. Farðið á námskeið utan landssteinanna, lesið bækur og gert ýmiskonar æfingar. Við byrjuðum á að tala um hvað við séum að læra, það er að kynna markmið vel. Við fögnum mistökum ræðum þau og notum nafnaspýtur þegar verið er að kryfja mál í stað þess að láta nemendur rétta upp hönd. Nemendur eru þá valin af handhófi til að svara en það er alltaf tækifæri til að fá að spyrja vin, salinn eða gefa spruninguna frá sér. Í vetur eru allir hópar búnir að setja upp námsveggi og einhverjir farnir að vinna með námsfélaga. Við fléttum svo vaxtarhugafar inn í þetta hægt og rólega.
Við höfum verið að leggja áherslu á að nemendur setji sér markmið strax á haustin (með hjálp foreldra) og finni með aðstoð leið að því hvernig best sé að ná þeim. Ábyrgð á árangri nemenda verður líka að vera hjá honum sjálfum. Þegar upp er staðið er eina manneskja sem við getum stjórnað við sjálf. Okkar væntingar og metnaður skiptir höfuðmáli þegar kemur að árangri.
Hvað er leiðsagnarnám?
Í stuttu máli snýst leiðsagnarnám um að veita nemandanum leiðsögn sem hjálpar honum til að ná þeim markmiðum sem hann stefnir að. Markmiðin þurfa að vera skýr og vel skilgreind svo nemandinn, kennarinn og aðrir sem að náminu koma hafi sama skilning á því hvað sé til marks um að markmiðunum sé náð. Dylan Wiliam og Siobhán Leahy (2015) telja meginforsendur þess að kennari geti byggt nám og kennslu á leiðsagnarnámi vera þær að honum sé ljóst hvaða hæfni nemendur hans eigi að tileinka sér, þ.e.a.s. hvað þeir eigi að læra. Ef hann viti það ekki sé hann ekki fær um að meta framfarir þeirra, hvað þá heldur að veita þeim endurgjöf sem hjálpar þeim til að ná árangri.
Niðurstöður Carol Dweck (2006) hafa leitt í ljós að hugarfar (mindset) nemenda og kennara, þekking nemenda á tengslum náms og heilans og á viðhorfum þeirra til mistaka hefur veruleg áhrif á nám og kennslu. Breski kennarinn Shirley Clarke, sem er heimsþekktur sérfræðingur í þróun leiðsagnarnáms og höfundur fjölda bóka um efnið, hefur í samstarfi við kennara samofið niðurstöður Dweck og fleiri fæðimanna hugmyndafræði og nálgun leiðsagnarnáms og eru þær mikilvægur grunnur þeirrar námsmenningar sem er forsenda leiðsagnarnáms. Með námsmenningu er hér átt við þau viðhorf, gildi og venjur sem einkenna nám og kennslu í hverjum skóla (Nanna Kristín Christiansen, 2021)
.
Dæmi um námsveggi í skólastofum
Fréttir úr Álfakoti
Kæru foreldrar og forsjáraðilar,
Myndirnar með þessu texta eru af börnum í frísbígolfi sem alltaf nýtur mikilla vinsælda. Við reynum að láta nemendur hreyfa sig sem mest yfir daginn og nú þegar veturinn nálgast erum við líka inni í hreyfileikjum og hefur dansinn ,,floor is lava" verið mjög vinsæll og leikinn í ýmsum útfærslum. Í vikunni byrjuðu tveir nýjir starfsmenn hjá okkur þær Diljá Eik og Enika Máney og vonum við að nú geti það metnaðarfulla starfs sem við viljum halda úti alla daga farið á fullt. Að lokum vil ég minna á að 18. nóvember er skipulagsdagur í skólanum og er lokað í Álfakoti þann dag.
Kær kveðja,
Magnea og starfsfólk Álfakots
Uppeldi til ábyrgðar - Skýr mörk Engidalsskóla
Haustið 2021 hóf Engidalsskóli innleiðingu á uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Innleiðingin hefur gengið vel og munum við halda henni áfram á þessu skólaári. Lykil spurning stefnunnar er hvernig manneskja viltu vera? Gengið er út frá því að þú sért við stjórnvölinn á eigin hegðun og þó við gerum öll mistök er mikilvægt að læra af þeim. Við forðumst ásakanir, afsakanir, skammir, tuð og uppgjöf og segjum JÁ eins oft og við getum. Það er alltaf hægt að segja já en stundum þarf þó að setja skilyrði í framhaldi, já þegar við erum búin að þessu eða þegar þú ert orðinn x gamall og svo framvegis. Við förum yfir hlutverk hvers og eins með nemendum, skilgreinum þarfir okkar og gerum bekkjarsáttmála. Nánar má lesa um stefnuna á uppbygging.is
Í Engidalsskóla eru ekki skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta. Minniháttar atvik leysum við á svokölluðu sáttarborði.
Í Engidalsskóla viljum við:
Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt
Engin barefli né önnur vopn
Engin ávanabindandi efni eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur
Engar alvarlegar ögranir eða hótanir
Engin skemmdarverk
Enga áhættuhegðun
Engan þjófnað
Verkefni nemenda úr smiðjum
Holt og gott nesti fyrir hrausta og kraftmikla krakka
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433