Elementary Classroom Newsletter
A back-to-school template
VELKOMIN Í SKÓLANN
Nú er enn eitt skólaárið að hefjast og erum við mjög spennt að taka á móti ykkur. Vonandi hafið þið notið sumarsins með fjölskyldu og vinum og eruð klár í veturinn eins og við.
Hlökkum til að sjá ykkur
Skólasetning fimmtudaginn 22. ágúst
Skóli hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 22. ágúst
Foreldrar eru velkomnir á skólasetningu
Nemendur í 2. - 10. bekk mæta allir í skólann klukkan 8:00
Skólasetning hjá 2. - 4. bekk kl: 8:00
Skólasetning hjá 5. - 6. bekkur kl: 8:30
Skólasetning hjá 7. - 10. bekk kl: 9:00
1. bekkur mun mæta í viðtal hjá sínum umsjónakennara þennan dag og byrjar samkvæmt stundatöflu föstudaginn 23. ágúst kl. 8:00
1. bekkur fær skólatöskur
Eins og síðustu ár þá gefur Sæplast nemendum 1. bekkjar skólatöskur. Nemendur fá skólatöskurnar afhentar miðvikudaginn 21. ágúst klukkan 15:30. Nemendur ásamt foreldrum mæta í Sæplast þann dag og taka á móti töskunum sínum.
Matar og mjólkuráskrift
Nú er komið að því að skrá nemendur í skólamat og mjólkuráskrift fyrir skólaárið 2024-2025. (Skráningar frá síðasta ári gilda ekki áfram.)
Skólamáltíðir verða gjaldfrjálsar frá og með hausti 2024 en samt er nauðsynlegt að skrá börnin í mat.
Skráning í skólamat og mjólkuráskrift er rafræn og er hér…..
Þegar búið er að fylla út eyðublaðið þarf að muna að smella á „Skrá“ til að ljúka skráningu.
Blágrýti ehf. mun áfram sjá um hádegismat fyrir grunnskólabörn í Dalvíkurskóla skólaárið 2024-2025.
Daglega er boðið uppá hollan og góðan mat ásamt því að boðið er uppá ávexti og ferskt salat auk annars meðlætis.
Skila þarf læknisvottorði fyrir nemendur sem eru með óþol eða ofnæmi. Vottorð frá síðasta ári gilda áfram en vinsamlegast takið það fram í athugasemdum ef það á við.
Mjólkuráskrift kostar 3273 kr. til áramóta en líklega verður einhver vísitöluhækkun eftir áramót.
Áskriftin er innheimt í tvennu lagi, einu sinni fyrir áramót og 1 sinni eftir áramót.
Boðið er upp á Nýmjólk.
Frístund
Jóna Guðbjörg Ágústdóttir frístundafulltrúi Dalvíkurbyggðar mun taka við skipulagi Frístundar frá 1. september. Frístund er fyrir nemendur í 1. - 4. bekk og er Frístund opin frá skólalokum til 16:15
Starfsfólk Frístundar eru:
Málmfríður Sigurðardóttir
Hafdís Sverrisdóttir
Magnea Lind Kolbrúnardóttir
Malgorzata Pierzaga
Frekari upplýsingar um Frístund er að finna hér
Beinn sími í Frístund er: 460-4590
Umsóknarblað um Frístund er að finna hér fyrir neðan og á að skila til ritara (ritari@dalvikurbyggd.is)
Teymin veturinn 2024 - 2025
1. & 2. bekkur – Anna Lauga, Ester, Gréta, Kata
3. & 4. bekkur – Anna Lísa, Bryndís, Kolla, Lilja
5. & 6. bekkur – Edda Björk, Einar Kára, Jónína, Jón Bjarki
7. & 8. bekkur – Elmar, Guðrún Anna, Gugga, Jóhann, Matta, Lóa þar til hún hættir
9. & 10. bekkur – Hugrún, Inga Maja, Klemenz, Magni
Íþróttir – Harpa, Helena & Jói
Verkgreinar – Ásrún, Einar S, Guðný, Lilla, Skapti & Sóla
Skólaliðar – Arnar, Ella Hreiðars, Ella, Fríða, Lilja, Sigrún (Inga Hanna)
Stoðteymi – Arna, Elsa, Gunnhildur, Maggý & Valdís
ÍSAT - Erna Þórey & Gerða Maja
Stjórnendateymi – Friðrik, Jóna, Katla & Vilborg