
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
MAÍ OG JÚNÍ
Vordagar og útikennsla.
03. júní - Skólaslit í Djúpavogsskirkju kl.17:00
Skipulagsdagar starfsfólks.
NÆSTA VIKA
Mánudagur 30.maí
- Tökum vel á móti vordögum
Þriðjudagur 31.maí
- 14:30 Teymisfundur
Miðvikudagur 1.júní
- Gott að staldra við og njóta
Fimmtudagur 2.júní
- 14:30 Teymisfundur
Föstudagur 3.júní
- Kennsla samkvæmt stundarskrá
- 17:00-18:00 Skólaslit
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
SÍÐASTA VIKA FYRIR SUMARFRÍ
Við sjáum að skipulag vordaga er barn síns tíma, þetta var einfaldara þegar nemendur voru færri, við ætlum að endurskoða þetta eitthvað fyrir næsta vor.
Dagskrá vordaga er mismunandi eftir bekkjum.
Teymin hafa skipulagt dagskrá saman og umsjónarkennarar upplýsa foreldra og óskað eftir leyfi þar sem það á við.
NEMENDARÁÐ OG SKÓLASTJÓRI SKOÐA NIÐUSTÖÐUR SKÓLAÞINGS
Næstu skref verða að Obba og Þórdís taka þetta saman og upplýsa foreldra, í framhaldi tökum við næstu skref. Þetta verður svo unnið áfram næsta vetur með nemendum og foreldrum.
HÉRAÐSLEIKAR
Það var stuð á Héraðsleikum eins og myndirnar sýna.
- Elsti hópurinn var í Egilsstaðarskóla þar sem allir fóru í fimleikahúsið, fótbolta, körfubolta, grilluðu brauð og fleira skemmtilegt og enduðu á diskó.
- Í Fellaskóla voru yngstu nemendur og þar voru margir skemmtilegir leikir á fótboltavellinum, farið í gönguferð um skóginn og svo voru leiktækin á skólalóðinni vel nýtt.
- Á Brúarási fengu nemendur að tefla, fara í tölvuleiki, skotbolta, baka lummur, hoppa á hoppudýnu, spila fótbolta, kríta listaverk og henda bolta yfir hús og grípa (sem í gamla daga hét Yfir :)
Í lokin fengu allir pylsur og ís, virkilega vel heppnaður dagur.
Meðan 1.-7.bekkur fór á Héraðsleikana var unglingadeildin heima. Þau gerðu margt skemmtilegt m.a. fóru þau í örnefna og sauðburðargöngu með Unni.
Þau fóru um Hótelshæð og upp Klifið, hvíldu sig á Hvíldarkletti. Fóru fram hjá Sólgerði og Sólheimum og upp Haraldarskarð og niður Löngulá þar sem þau kíktu í fjárhúsin við Olnboga. Þau fengu sér gott nesti áður en þau gengu til baka.
Frábært hjá þeim og einstaklega Cittaslow.
MYNDIR FRÁ HÉRAÐSLEIKUM
ÖRNEFNA OG SAUÐBURÐARGANGA
CITTASLOW WORKSHOP Í TRYGGVABÚÐ
Um síðustu helgi var hann með vinnustofu sem var öllum opin, ég var beðin um að segja frá Cittaslow í Djúpavogsskóla og ég sagði frá Cittaslow námskrá sem við höfum unnið hér í Djúpavogsskóla.
Það kom stjórnendum vinnustofunar skemmtilega á óvart að Djúpavogsskóli væri komin þetta langt og vildu jafnvel meina að við værum skrefi á undan í þessum efnum.
Síðan 2017 höfum við í rólegum skrefum verið að undirbúa okkar eigin Cittaslow námskrá sem nú er nánast tilbúin og sumir byrjaðir að vinna aðeins eftir. Þessi vinnustofa var okkur mikil hvatning til að halda áfram að þróa þá vinnu.
Obba
Bestu kveðjur og góða helgi, starfsfólk Djúpavogsskóla.