Fréttamolar úr MS
24. maí 2024
Dagsetningar við annarlok
27. maí: Matsdagur
28. maí: Matsdagur
29. maí: Lokaeinkunnir birtast í Innu kl. 20.
30. maí: Námsmatssýning kl. 11-12 í MS eða á Teams
31. maí: Útskriftaræfing fyrir útskriftarnema kl. 12 í íþróttahúsinu
1. júní: Brautskráning stúdenta í Háskólabíó kl. 10:45 - mæting 9:45
Matsdagar
Á matsdögum fara fram ýmis verkefni og sjúkrapróf, nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að mæta á réttum stað og stund. Ef þið eruð í vafa þurfið þið að vera í sambandi við ykkar kennara.
Námsmatssýning
Námsmatssýning fer fram fimmtudaginn 30. maí kl. 11-12 í MS eða á Teams kl. 10-12. Fyrirkomulagið verður nánar auglýst í næstu viku á heimasíðunni www.msund.is. Á námsmatssýningu gefst nemendum kostur á að ræða við kennara um námsmatið.
Raunmætingarkvarði
Raunmæting gildir að lágmarki 5 prósent af lokaeinkunn í hverri námsgrein. Raunmæting er reiknuð án tillits til vottorða og leyfa. Við útreikning á raunmætingu er tekið tillit til námsferða á vegum skólans. Sjá nánar raunmætingarkvarða á heimasíðu skólans.
Útskrift stúdenta 1. júní kl. 10:45
Skóladagatal 2024-2025
Hér má sjá skóladagatal næsta skólaárs og um að gera að taka mið af því við skipulagningu næsta árs. Við minnum á að ekki er gefið leyfi á skólatíma vegna ferðalaga o.s.frv. og því mikilvægt að hafa skóladagatalið til hliðsjónar þegar um slíkt er að ræða. Einnig er vakin athygli á því að matsdagar eru skóladagar og á þeim dögum geta nemendur verið boðaðir í verkefni og próf.
Smellið á myndina til að skoða dagatalið í betri upplausn