
Djúpavogsskóli
Fyrstu fréttir í upphafi skólaárs
Í fyrsta fréttabréfinu verða helstu upplýsingar en endilega hafið samband ef eitthvað er óljóst. Umsjónarkennarar munu senda ykkur upplýsingar fyrir helgi um skráningu í skólasetningarviðtölin og markmið skólasetningarviðtala er að ná vel til allra nemenda og foreldra í upphafi skóla. Fara yfir breytingar og fara rólega inn í veturinn.
Við vinnum að því að efla heimasíðuna okkur og stefnum á að setja inn efni þar í tengslum við vikufréttir.
Bendum á að skóladagatalið er á heimasíðunni og starfsáætlun er langt komin og verður aðgengileg á heimasíðunni fljótlega.
Skóladagatal
https://www.djupavogsskoli.is/_files/ugd/ea0373_6fad1afa261e41368e6d920465f1fa67.pdfMatseðill í ágúst
https://www.djupavogsskoli.is/_files/ugd/ea0373_56bbbd7a34da451a986cf4d455f4bfd8.pdf
Matseðill í september
https://www.djupavogsskoli.is/_files/ugd/ea0373_bacf345c713d4aacb4d90073af4cd4c3.pdf
BREYTINGAR Á SKRÁNINGU Í MÖTUNEYTI
Við förum eftir þessari reglu en aðlögum þetta að okkur og skráning í mötuneyti í Djúpavogsskóla fer fram með rafrænum hætti eftir helgi.
SKIPULAG NÆSTU VIKU
- Skólasetningarviðtöl, nemendur mæta í skólann með foreldrum og fá góðan tíma með umsjónarkennara í upphafi skólaárs og fá stundartöflur afhendar. Skráning í viðtölin í gegnum Mentor.
Miðvikudagur 24.ágúst
- Formleg kennsla hefst samkvæmt stundarskrá.
- Vonum að það viðri vel til útiveru.
Fimmtudagur 25.ágúst
- Kennsla samkvæmt stundarskrá.
- Allir nemendur mæta í skólann kl. 8:05
- Góða berjaspretta í göngufæri við skólan :)
Föstudagur 26.ágúst
- Förum í helgarfrí og vonum að veðrið leiki við okkur.
BREYTINGAR Á STUNDARTÖFLU OG BREYTT SKIPULAG
Allir nemendur mæta í skólann á sama tíma, eftir þessu óskuðu bæði foreldrar og starfsmenn og formlegt erindi um þetta kom frá nemendaráði.
Skólinn opnar kl.7:50 og Kristrún tekur á móti nemendum.
- 8:05 hefst skóladagurinn með yndislestri og rólegheitum.
- 8:15 hefst samvera í öllum bekkjum.
- Fyrsta formlega kennslustundin hefst kl. 8:30.
SAMVERA
Í vetur ætla Þórdís og Berglind að vera með samverustund í 15mínútur á hverjum degi. Í þessum samverustundum verður sungið, dansað og fleira skemmtilegt.
Foreldrum verður kynnt þetta með sérstökum pósti.
UPPHAFSDAGAR HJÁ STARFSMÖNNUM
Allir starfsmenn voru svo mættir til vinnu í þessari viku og unnið var að undirbúningi, það er allt að smella saman.
Á þriðjudegi var fyrsti starfsdagur og hann hófst með því að við borðuðum saman morgunmat á Bragðavöllum og fórum saman yfir starfsáætlun vetrarins.
Á miðvikudeginum fórum við í Egilsstaði á námskeið um leiðsagnarnám sem haldið var af Háskólanum á Akureyri.
Á fimmtudegi og föstudegi voru stundartöflur samræmdar og farið yfir áherslur vetrarins. Nýr fræðslustjóri, Sigurbjörg Hvönn, kom í heimsókn og Obba og Þórdís fóru á fyrsta sameiginlega fund skólastjóra í Múlaþingi.
Búið er að manna allar stöður og í hópinn hefur bæst einn kennari en það er hún Ewelina Hubert. Ewelina er sérkennari og starfa með Ingu og félögum í stoðþjónustunni.
STARFSMANNALISTI DJÚPAVOGSSKÓLA 2022-2023
TÓNLISTARSKÓLI DJÚPAVOGSSKÓLA
Innritun í Tónlistarskóla Djúpavogs hefst á næstu dögum.
FRÍSTUND Á HELGAFELLI
Hægt verður að skrá nemendur rafrænt eftir helgi.
Nemendur úr dreifbýli hafa aðstöðu á Helgafelli eftir að skóladegi líkur.
SKÓLAAKSTUR
FRAMKVÆMDIR Á SKÓLALÓÐ OG SKÓLAHÚSNÆÐI
Það stóð til að skólinn væri með nýjum gluggum, útihurðum, klæðningu og þakskeggi í upphafi skóla en það gekk ekki eftir.
Eins og þið hafið eflaust flest séð þá er opið inn í einangrunina og þannig verður það eitthvað fram á haustið. Við þurfum að útskýra vel fyrir nemendum að ganga vel og varlega um svæðið, það verða framkvæmdir á lóðinni á næstu vikum og það mun valda einhverju ónæði suma daga.
Við getum hins vegar litið á björtu hliðarnar og glaðst yfir því að framkvæmdir eru hafnar og brátt mun gamla skólabyggingin okkar fá nýtt útlit.
KÆRU FORELDRAR OG FORRÁÐAMENN
Í upphafi skóla er í mörg horn að líta. Við erum langt komin með að uppfæra starfsáætlun sem verður aðgengileg á heimasíðunni. Starfsáætlun segir til um starfsemi skólans og þar eru allar helstu upplýsingar um daglega stafið.
Ég mun leggja mig fram við að halda ykkur upplýstum með vikulegu fréttabréfi, eins og ég gerði í fyrra vetur og Þórdís ætlar að fylgja því eftir með efni á heimasíðunni og umsjónarkennarar munu senda föstudagspósta. Ég vona að þessar fyrstu vikufréttir gefi ágæta innsýn í upphafið, við förum rólega af stað og byrjum starfið með skólasetningarviðtölum, það verður kaffi á könnunni hjá okkur Þórdísi, kíkið endilega við hjá okkur ef eitthvað er óljóst eða þið viljið spjalla.
Við hlökkum til að sjá ykkur og starfa með ykkur í vetur.
Starfsfólk Djúpavogsskóla
HUREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
Email: thorbjorg.sandholt@mulathing.is
Website: https://www.djupavogsskoli.is/
Location: Varda 6, Djúpivogur, Iceland
Phone: 4708710