
Fréttabréf Menntaskólans á Ísafirði
Vorönn 2018
Nýsamþykktar skólareglur
Við vekjum sérstaka athygli á breytingum á veikindaskráningum og veikindatilkynningum:
- Öll forföll skal tilkynna. Nemendur 18 ára og eldri tilkynna sjálfir sín veikindi. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára tilkynna veikindi barna sinna. Veikindi skal tilkynna í gegnum INNU eða með tölvupósti á netfangið misa@misa.is fyrir klukkan 10:00 hvern virkan dag sem veikindi vara. Framvísa skal vottorði þegar veikindi hafa verið tilkynnt 5 sinnum. Samfelld veikindi teljast 1 skipti. Sé um langvarandi veikindi að ræða skal hafa samband við námsráðgjafa.
- Skólameistari getur veitt undanþágu frá skólasóknarreglum vegna forfalla. Sótt er um undanþáguna í tölvupósti til skólameistara og þarf forráðamaður nemenda yngri en 18 ára að sækja um fyrir þeirra hönd. Slíkar undanþágur eru veittar vegna keppnisferða landsliða eða æfingabúða ef staðfesting frá þjálfara liggur fyrir. Einnig eru veittar undanþágur vegna læknisheimsókna og persónulegra erinda sem talin eru brýn.
- Tilkynni nemandi eða forráðamaður nemanda yngri en 18 ára um fjarvist af einhverjum orsökum er hún skráð sem tilkynnt fjarvist (T) í INNU og fær nemandinn þá 1 fjarvistarstig í INNU fyrir hverja kennslustund.
- Nemendur í fullu námi (25-33 f-einingar/15 – 20 einingar) fá eina einingu á önn fyrir mætingu ef raunmæting er 95% eða meiri.
Nemendaumsjónakerfið INNA
Upplýsingaskjár - forföll kennara
Félagslíf nemenda
Stjórn NMÍ
Neðri röð frá vinstri: Kolbeinn, Pétur Ernir og Arndís.
Á myndina vantar Bjarna Pétur nýkjörinn menningarvita.
Jólaútskrift
Nýnemar haustsins
Skólahjúkrunarfræðingur
Skráning í útskrift
Moodle og námsáætlanir
Skráning úr áföngum
Fjarnám - möguleikar á auknu námsframboði
Breyttar áherslur í íþróttum utan skóla
Frá og með vorönn 2018 verða breyttar áherslur í íþróttum utan skóla. Þeir sem eru að æfa íþróttagrein þar sem þjálfari er á svæðinu þurfa að biðja sína þjálfara um að senda íþróttakennara tölvupóst, kolbrunfa@misa.is, með nöfnum þeirra sem eru að æfa viðkomandi grein einu sinni í mánuði.
Þeir sem eru að æfa líkamsrækt eins og lyftingar eða eru að mæta í hópatíma þurfa að taka mynd af mætingunni á staðnum þar sem þeir æfa og senda íþróttakennara í tölvupósti, kolbrunfa@misa.is, fyrir hverjar námslotu og það tímabil sem hún spannar.
Ekki er í boði að æfa heima fyrir án leiðsagnar þar sem foreldrar/forráðamenn/vinir eru þeir sem geta staðfest æfingarnar.
Til þess að uppfylla skilyrði um að standast íþróttaáfangann þarf að mæta að lágmarki tvisvar sinnum í viku í sína grein/á sínar æfingar.
Námsráðgjöf
Hlutverk námsráðgjafa Menntaskólans á Ísafirði er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá í námi og aðstoða við val á framhaldsnámi. Námsráðgjafi er málsvari og trúnaðarmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra.
Námsráðgjafi er við á auglýstum viðtalstíma, hægt er að koma við eða panta tíma hjá ritara í síma 450-4400. Námsráðgjafi skólans er Stella Hjaltadóttir, stella@misa.is.
Bókasafn skólans
Menntaskólinn á Ísafirði
Email: misa@misa.is
Website: www.misa.is
Location: Torfnesi, 400 Ísafirði
Phone: 450 4400
Facebook: https://www.facebook.com/menntaisa/
Twitter: @MenntaskIsafird
Mötuneyti
Verðskrá:
- Annarkort kr. 60.000 - 75 máltíðir, hægt að skipta greiðslu í tvo hluta.
- 10 máltíða kort kr. 8.500 kr.
- Stök máltíð kr. 1.000
- Hægt er að kaupa annarkort, matarkort og matarmiða hjá ritara á opnunartíma skrifstofu skólans.
Forstöðumaður mötuneytis er Halldór Karl Valsson.
Hvatning til foreldra og forráðamanna
Endilega komið með ábendingar um það sem betur má fara í skólanum en leyfið okkur einnig að heyra það sem vel er gert.
Helstu dagsetningar á vorönn
29. janúar:
Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga á vorönn 2018.
30. janúar:
Síðasti dagur fyrir útskriftarnemendur að skrá sig til útskriftar hjá ritara.
6. febrúar:
1. fjarvistatímabili lýkur.
7. febrúar:
Námsmatsdagur/endurgjöf - ekki kennsla.
8. febrúar: Lotumat 1
15.-16. febrúar:
Vetrarfrí
26. febrúar - 2. mars:
Sólrisa
15. mars:
Valdagur fyrir haustönn 2016.
26. mars - 3. apríl:
Páskafrí
9. apríl:
Fjarvistatímabili 2 lýkur
10. apríl:
Námsmatsdagur/endurgjöf - ekki kennsla.
11. apríl
Lotumat 2
4. maí:
Dimmision
11.-18. maí:
Námsmatsdagar
26. maí:
Útskrift frá Menntaskólanum á Ísafirði.