

Tæknótíðindi
16. desember 2024
Dagsetningar framundan
- 16. desember - Birting lokaeinkunna
- 18. desember - Útskrift Tækniskólans
- 3. janúar - Opnað fyrir stundatöflur
- 3. og 4. janúar - Töflubreytingar
- 6. janúar - Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá
Útskrift Tækniskólans
Við minnum á útskrift Tækniskólans sem fer fram í Eldborgarsal Hörpu, miðvikudaginn 18. desember.
Athöfnin hefst stundvíslega kl. 13:00 og nemendur eru beðnir um að mæta klukkustund áður en athöfn hefst, nánar tiltekið kl. 12:00 í Eldborgarsal.
Nánari upplýsingar um útskriftina má finna á vefsíðu skólans.
Jólafrí og prófskírteini
Lokað verður á skrifstofu og bókasafni Tækniskólans á Skólavörðuholti frá og með 23. desember til og með 1. janúar.
Bókasöfn á Háteigsvegi og í Hafnarfirði verða lokuð frá 17. desember og opna aftur 6. janúar.
Húsnæði Tækniskólans er lokað í samræmi við lokanir á bóksöfnum.
Nemendur sem ekki komast á útskrift Tækniskólans geta nálgast útskriftarskírteini í móttöku skólans á Skólavörðuholti 19. og 20. desember til kl. 15:00.
Nánari upplýsingar um opnunartíma yfir jólahátíðina og prófskírteini má finna á vefsíðu skólans.
Upphaf vorannar 2025
Nemendur finna upplýsingar um bækur og námsgögn í Innu þegar stundatöflur birtast.
Nánari upplýsingar um upphaf vorannar má finna á vefsíðu skólans.