Tæknótíðindi
19. september 2024
Dagsetningar framundan
- 20. september (föstudagur) - Miðspannarmat / Námsmatsdagur
- 25. september (miðvikudagur) - Tækniskóladagurinn
Tækniskóladagurinn 2024
Miðspannarmat
Föstudaginn 20. september birtist miðspannarmat í Innu. Mikilvægt er fyrir nemendur að skoða miðspannarmatið og nýta það sér til leiðsagnar um stöðu í náminu nú um miðja spönn.
Í áföngum sem eru kenndir á spönnum er gefið miðspannarmat um miðbik spannar og í áföngum sem kenndir eru á önnum er gefið miðannarmat um miðbik annar (sjá nánari tímasetningar í skóladagatali hér fyrir ofan).
Námsmatsdagar 📝
Námsmatsdagar eru ,,grænir dagar" í skóladagatali skólans. Kennarar upplýsa nemendur sína um hvert fyrirkomulagið er hverju sinni á þessum dögum. Nemendur þurfa því að gera ráð fyrir að mæta í skólann ef fyrirkomulagið krefst þess.
Fyrirkomulag námsmatsdaga getur verið með ýmsum hætti, s.s.:
- kennsla
- próf eða annað námsmat lagt fyrir
- sjálfstæð verkefnavinna nemenda í skóla eða heima
Ef skráð er í skóladagatal námsmat - skóli lokaður er ekki gert ráð fyrir að nemendur mæti í skólann en geta þurft að skila verkefnum rafrænt.
💜💛Vöffludagur NST 🧇 í síðustu viku var frábær 💛💜
🧡💙💛💚💖💚💛💙🧡
Stoðþjónusta Tækniskólans 🥰
Tækniskólinn leggur mikið upp úr öflugri stoðþjónustu sem ætlað er að styðja við nemendur og starfsfólk skólans.
Þjónustan er fjölbreytt og nær meðal annars yfir:
- aðstoð í námi
- sérkennslu
- stuðning
- náms- og starfsráðgjöf
- sálfræðiaðstoð
- forvarnir
- aðstoð í félagsmálum
Smellið á myndina hér fyrir ofan til að nálgast ýmsar upplýsingar um stoðþjónustuna á vefsíðu skólans
Svipmynd úr nýnemaferð
Nýnemaferðir eru farnar á hverju hausti til að gefa nýnemum tækifæri til að tengjast samnemendum og hafa gaman saman. Að þessu sinni var förinni heitið til Stokkseyrar og er óhætt að segja að ferðirnar hafi lukkast vel. Nemendur voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.
Á samfélagsmiðlum skólans er hægt að skoða myndir úr ferðinni.