Tæknótíðindi
18. október 2024
Dagsetningar framundan
- 21.–25. október - valvika (sjá upplýsingar hér fyrir neðan)
- 23. október - miðvikudagur:
- Bleikur dagur
- Nýnemaball
Nýnemaball
Smellið á myndina fyrir frekari upplýsingar um Slaufuna, nýnemaball Tækiskólans.
Valvika
Í valvikunni 21.–25. október staðfesta nemendur í dagskóla umsókn sína um áframhaldandi skólavist á vorönn 2025. Það er gert með því að yfirfara og staðfesta val næstu annar í Innu og greiða álagt staðfestingargjald, kr. 5000. Þá þurfa þeir ekki að sækja aftur formlega um skólavist.
Opin æfing hjá leikfélaginu Mars
Leikfélagið MARS, býður nemendum skólans á opna æfingu miðvikudaginn 23. október kl. 17:00 - 19:00.
Æfinging verður haldin í hátíðarsalnum á Háteigsvegi.
Aðstoð við námið
Í Tækniskólanum er lögð áhersla á að veita nemendum þá aðstoð sem þeir þurfa til að geta sinnt námi sínu sem best. Nám- og starfsráðgjafar, námsver og umsjónarkennari veita þjónustu sem getur verið gott að nýta sér.
Upplýsingar um aukatíma og jafningjafræðslu eru á skjáum í skólahúsum og í viðburðadagatali á vefsíðu skólans.
Námsver
Aukatímar
Á hverri önn eru í boði aukatímar og aðstoð innan margra brauta. Við hvetjum nemendur til þess að nýta sér þessa þjónustu.
Sérúrræði við lausn matsþátta
Þeir nemendur sem glíma við námserfiðleika geta sótt um sérúrræði við lausn matsþátta. Sótt er um sérúrræði í Innu.