
DJÚPAVOGSSKÓLI
HUGREKKI - VIRÐING - SAMVINNA
Vikufréttir eru stuttar í þetta sinn.
Ég sendi ykkur skipulag fyrir desember og jólaskipulagið okkar í næstu viku.
Obba
NÆSTA VIKA
- Mætum hress og kát eftir gott helgarfrí.
Þriðjudagur 29.nóvember
- Fagfundur
Miðvikudagur 30.nóvember
- Góður dagur til að staldra við og hugleiða.
Fimmtudagur 01.desember - Fullveldisdagur Íslands og gestadagur
https://islensktalmanak.is/dagar/fullveldisdagurinn-1-desember/
Það er stutt á milli gestadaga hjá okkur núna. Síðast mættu mjög margir gestir og vonandi sjáumst við sem flest á Fullveldisdaginn :)
- 14:30 Teymisfundur - Lotukennsla - Stefanía Malen grunnskólafulltrúi verður með á Teams.
Föstudagur 02. desember
- Áður en við förum í gott helgarfrí fá nemendur og starfsmenn stjörnufræðslu.
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
FÓTBOLTI, STARFSKYNNING OG MARGT FLEIRA SKEMMTILEGT
Hér má sjá myndir frá síðustu viku. Nemendur fengu að fylgjast með leik á HM í stærðfræðitíma. Þrír nemendur voru í starfskynningu í skólanum og tóku þátt í kennslu á yngstastigi auk þess að kynna sér störf skólastjóra. Það bárust jólatónar úr tónlistarskólanum og það stytti upp í augnablik og það náðist á mynd :)
HEIMSMEISTARAKEPPNI Í FÓTBOLTA....OG STÆRÐFRÆÐI :)
JÓLAUNDIRBÚNINGUR Í TÓNLISTARSKÓLANUM
FALLEGUR DAGUR Í FRÍSTUND
FUNDUR SKÓLASTJÓRNENDA Á EGILSSTÖÐUM
Við fengum kynningu á skólanum, borðuðum í skólamöguneytinu og síðan funduðu stjórnendur um næst skref í skólum í Múlaþingi.
Það er mjög mikilvægt að fá að heimsækja aðra skóla og styrkir okkur hér í Djúpavogsskóla að geta átt samráðsfundi og tekið þátt í skipulagi með fleiri skólum.
ÉG GET ÞETTA EKKI....ENNÞÁ
Þessi skemmtilega setning er skrifuð á vegg í myndmenntastofu Egilsstaðaskóla. það er ágætt að minna sig og nemendur á að ef maður getur ekki eitthvað núna þá er bara að reyna aðeins betur og muna að við getu lært allt sem við viljum.
FARSÆLD FYRIR ALLA
Á föstudaginn var sameiginlegur starfsdagur leik- og grunnskóla í Múlaþingi. Það var þétt setið í Valaskjálf þar sem starfsmenn fengu farsældar-fræðslu sem snýr bæði að nemendum og starfsmönnum.
Þetta var frábær dagur, góð fræðsla fyrir starfsfólk m.a. um öfluga liðsheild og hvernig hægt er að takast á við þær breytingar sem skólakerfið hefur gegnið í gegnum á s.l. árum.
Einnig fengum við mjög góða kynningu frá fulltrúum Mennta- og barnamálaráðuneytis og Barna- og fjölskyldustofu á nýjum lögum um farsæld barna.
Frábært að fá tækifæri til að hitta aðra starfsmenn leik- og grunnskóla í Múlaþingi.
Vonum að þið njótið helgarinnar.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk Djúpavogsskóla