Fréttabréf Engidalsskóla jan. 2023
Ábyrgð - Virðing - Vellíðan
Fréttabréf Engidalsskóla
Kæru foreldrar/forsjáraðilar.
Janúar hefur hreinlega flogið frá okkur, mikil áhersla var lögð á lestur og kepptust nemendur við að lesa sem mest og safna ,,poppkornum". Þessum lestraspretti lauk svo með poppveislu í öllum árgöngum. Við erum nokkuð sátt með niðurstöður lesfimiprófanna sem voru í lok átaksins og hvetjum alla til að vera áfram duglegir að lesa. Nánari upplýsingar má sjá um niðurstöðurnar hér neðar í fréttabréfinu. Hér fyrr neðan má líka finna niðurstöður úr lesskimun í 1. bekk sem lofa afskaplega góðu fyrir okkur en við náum Hafnfirskum markmiðum og gott betur í einum þætti.
Á síðasta degi janúarmánaðar héldum við hæfileikakeppni hér í Engidalsskóla. Keppnin tókst afskaplega vel og ljóst að hún er komin til að vera.
Engidalsskóli er heilsueflandi skóli og við leggjum mikla áherslu á útiveru og hreyfingu og trúum að það skili betri líðan nemenda. Skíðaferð í Bláfjöll er á dagskrá 3. mars og fáið þið nánari upplýsingar um það síðar en gott að fara athuga hvort nemendur eigi búnað sem passar og/eða geti fengið lánað hjá einhverjum. Í ár ætlum við líka að reyna að fara með 4. bekk á skíði í einhverja af skíðabrekkunum sem eru innan Reykjavíkur en meira um það síðar. Við leggjum líka mikla áherslu á holt og gott mataræði og minnu þá á sem koma með nesti í skólann að það á að vera næringaríkt og hollt. Neðst í fréttabréfunum er að sjá leiðbeiningar um hugmyndir að hollu og góðu nesti. Þá er mikilvægt að allt sem inn í skólann kemur sé hnetulaust því í skólanum eru nemendur með bráðaofnæmi. Þetta á líka við um það sem inniheldur snefilefni af hnetum (eins og flest súkkulaði) það er ekki velkomið í skólann.
Með bestu kveðju stjórnendur Engidalsskóla.
Hæfileikakeppni miðstigs
Leikskólasamstarf
Engidalsskóli er í samstarfi við leikskólana Álfaberg og Norðurberg. Samstarfið féll að mestu niður síðustu tvö ár en nú í vetur er að komast gott skipulag á það aftur.
Elstu nemendur á leikskólunum koma í heimsókn til okkar og eins fara nemendur í 1. bekk í heimsókn í leikskólana. Nemendur í 4. bekk fara í leikskólana og lesa fyrir leikskólanemendur.
Lesskimun í 1. bekk
séu fleiri en samtals 22% nemenda í áhættuhópi 1 og 2 í hverjum undirþætti.
Þættir sem kannaðir eru í lesskimunni eru: Málskilningur, hljóðkerfisvitund og stafaþekking.
Samantekt á niðurstöðum í Engidalsskóla er eftirfarandi:
Málskilningur: 22,6 %
Hljóðkerfisvitund: 16,1%
Stafaþekking: 22,6%
Skimunin er gerð í október og niðurstöður segja því einnig til um það starf sem unnið er í læsi á þeim leikskólum sem nemendur voru á.
Niðurstöður lesfimiprófa í janúar 2023
Skóladagatal 2023-2024
Uppeldi til ábyrgðar - Skýru mörkin
Við í Engidalsskóla erum ekki með eiginlegar skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta.
Í Engidalsskóla viljum við:
Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt
Engin barefli né önnur vopn
Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur
Engar alvarlegar ögranir eða hótanir
Engin skemmdarverk
Enga áhættuhegðun
Engan þjófnað
Listaverk eftir nemendur
Holt og gott nesti fyrir hrausta og kraftmikla krakka
Engidalsskóli
Email: engidalsskoli@engidalsskoli.is
Website: https://www.engidalsskoli.is
Location: Breiðvangur 42, Hafnarfjordur, Iceland
Phone: 555 4433