Communicator 5
Grunnnámskeið í Communicator 5 tjáskiptaforritinu
Fimmtudagur 13. febrúar kl. 13.00
Communicator 5
Unnið verður með Communicator 5 tjáskiptaforritið frá Tobii Dynavox. Farið verður í grunnatriði forritsins og tengt efni. Námskeiðið er samtals þrjár og hálf klukkustund og samanstendur það af innlögn og verklegum æfingum. Gert er ráð fyrir góðri samantekt og umræðum í lokin.
Helstu áhersluatriði á námskeiðinu eru;
- Grunnatriði í Communicator 5 ásamt helstu stillingum
- Sono Primo / Sono Flex kynnt til sögunnar
- Setja upp tjáskiptaborð frá grunni
- Vinna með valmynda- og tjáskiptaborð og varðveislu þeirra
- Gagnabanki Communicator 5
- Gagnsemi samfélagsmiðla
- Hagnýtar aðferðir í tjáskiptum
Fyrir hverja
Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur, fagfólk og aðstandendur sem vinna með tjáskiptaforritið Communicator 5.
Um kennarana
- Hanna Rún Eiríksdóttir kennari og ráðgjafi í Klettaskóla
- Stefán E. Hafsteinsson, iðjuþjálfi og viðskiptastjóri fyrir velferðartækni hjá Öryggismiðstöð Íslands.
Aðrar upplýsingar
- Þátttakendur þurfa að hafa með sér fullhlaðnar fartölvur og vera búnir að setja upp Communicator 5 uk útgáfu sem er 1,9 gb að stærð. Ítarlegar leiðbeiningar verða sendar við skráningu og þátttakendur fá greinargóðar upplýsingar um hvað þarf að koma með.
Verð: 10.900 kr.
Bent er á niðurgreiðslur stéttafélaga.
Skráning hér:
Dagskrá
13.15-14.00 Communicator 5, fyrstu skrefin - verkefni
14.00-14.15 Kaffihlé
14.15-15.15 Pageset central, gagnabanki- verkefni
15.15-16.00 Communicator 5 áframhald
16.00-16.30 Samantekt
Möguleikarnir eru margir í Communicator 5
Sono Primo
Sono Primo
Sono Flex
Tjáskiptaborð unnin frá grunni
Tjáskiptaborð unnin frá grunni
Tjáskiptaborð unnin frá grunni
Sögugerðarform
Lyklaborð
Sundatafla
Hér er sýnishorn hvernig hægt er að nota Communicator 5. Emma Lilja notar augnstýritölvu til að tjá sig.
Birt með leyfi foreldra
Hvar námskeiðið er haldið:
Námskeiðið verður haldið í hátíðarsal Klettaskóla. Gengið er inn um aðaldyr skólans og salurinn er strax á vinstri hönd.
Thursday, Feb 13, 2020, 01:00 PM
Klettaskóli, Reykjavík, Iceland
Bílastæði
Bent er á að best er að leggja bílum í bílastæði við Fossvogskrikju og ganga meðfram aðaldyr kirkjunnar í átt að skólanum.