
DJÚPAVOGSSKÓLI
Fréttir úr skólastarfi
NÓVEMBER OG FARIÐ AÐ HUGA AÐ DESEMBER
Í dag er Dagur mannréttinda barna
26.nóvember Skipulagsdagur í Múlaþingi
29. nóvember - Heimsmarkmiða Bootcamp smiðjur með breyttum hætti.
Vegna C-19 má búast við breytingum á skipulagi.
Desember
01.desember - Fullveldisdagurinn
17.desember - Stofujól
...og ýmiskonar jólastúss...
NÆSTA VIKA
Mánudagur 22.nóvember
- Góður dagur í auka-lestur
Þriðjudagur 23.nóvember
- 14:40 Teymisfundur
Miðvikudagur 24.nóvember
- (athugið, Bootcamp smiðjur unglinga færðar til 29.nóv)
Fimmtudagur 25.nóvember
- 14:40 Fagfundur
Föstudagur 26.nóvember - frídagur nemenda
- Sameiginlegur skipulagsdagur í Múlaþingi - nemendur mæta ekki í skólann
MATARTÍMI
KOSIÐ Í NEMENDARÁÐ
Í NÝJU NEMENDARÁÐI SITA
Ríkey 10.bekk – ritari (sjá mynd)
Heiðdís Lóa 8.bekk – meðstjórnandi (sjá mynd)
Hilmir Dagur 10.bekk – varaformaður (sjá mynd)
Fabian 8.bekk – vararitari (sjá mynd)
Sigurður Atli 9.bekk – varameðstjórnandi (vantar mynd)
Nemendaráð og skólastjóri funduðu óformlega í gær. Þar var farið yfir helstu verkefni sem framundan eru. Í dag, laugardag er dagur mannréttinda barna og mikilvægt að nemendur séu meðvitaðir um að rödd þeirra þarf að heyrast.
https://www.barnaheill.is/is/starfid-okkar/samstarfsverkefni/dagur-mannrettinda-barna
Horfum á þetta saman:
https://www.youtube.com/watch?v=ecCQUJennXE
Nemendur þurfa að kjósa fulltrúa í skólaráð, við ræddum um vinnu umhverfi nemenda, allir voru sammála um að reyna að finna leiðir til að gera það besta úr þessari Covid-stöðu og halda viðburði í samræmi við gildandi reglur hverju sinni.
Flottir fulltrúar nemenda hér á ferð, ég hlakka til að vinna með þeim í vetur.
MASTERCHEF KEPPNI
Nemendur á mið- og unglingastigi hafa undanfarið tekið þátt í skemmtilegu verkefni í heimilisfræði. Það er svokölluð masterchef keppni en þar er nemendum skipt í tvö lið sem elduðu mexíkóska kjúklingasúpu.
Dæmt var eftir samvinnu, hreinlæti, frágangi og að sjálfsögðu var lokaafurðin tekin út.
Nemendur unnu sjálfstætt og leystu þetta verkefni það vel að dómarinn átti mjög erfitt með að velja á milli.
FJÖLBREYTT SKÓLASTARF SÍÐUSTU DAGA
- Skólahjúkrunarfræðingurinn er þessa dagana að fræða nemendur um endurlífgun.
- Það var dagur íslenskrar tungu í vikunni og nemendur sungum í tilefni þess og spilað var undir á bjöllur. Þessi dagur markar upphaf í upplestrarkeppni. Við höfum ákveðið að halda áfram að vinna það verkefni með Grunnskólanum á Hornafirði. Það eru nemendur í 7.bekk sem taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni og nemendur í 4.bekk eru skráðir í Litlu upplestrarkeppnina. Nú er lag fyrir þessa nemendur að æfa sig vel heima.
- Gestadögum var frestað vegna C-19. Við þrufum aðeins að sjá hvering þessi bylgja fer en foreldrar eru velkomnir til okkar. Við þurfum bara að passa upp á fjölda, grímu og persónulegar sóttvarnir.
- Á teymis- og fagfundum er verið að ræða úrbætur í lestri og með hvaða hætti við högum jólaundirbúningi þetta árið.
Eins og alltaf er nóg að gera, mikið fjör :)
SKIPULAGSDAGUR 26.NÓVEMBER
BOOTCAMP HEIMSMARKMIÐA SMIÐJUR
Nú hefur verið tekin sú ákvörðun um að klára þetta verkefni. Því miður getum við ekki klárað það með því að stefna öllum unglingum í Múlaþingi saman. Hins vegar verða smiðjurnar í hverjum skóla fyrir sig. Signý Óskarsdóttir er verkefnastjóri með þessu verkefni og hún er væntanleg til okkar 29.nóvember og stýrir þessum smiðjum. Nánar skipulag verður sent á foreldra barna í unglingadeild.
GÓÐA HELGI
Með þessari flottu mynd af nemendum að dansa saman á búningadegi...þá dönsum við okkur inn í helgina.
Bestu kveðjur og góða helgi.
Starfsfólk Djúpavogsskóla
DJÚAPVOGSSKÓLI
Email: skolastjori.djupivogur@mulathing.is
Website: https://www.djupavogsskoli.is/
Location: Varda 6, Djúpivogur, Iceland
Phone: 4708710