
Hjálpumst að í geðræktarmálum barna
Fræðslufundur fyrir foreldra miðvikudaginn 2. febrúar kl. 20
Liður í heilsueflingu
Kæru foreldrar / forráða menn barna í Oddeyrarskóla.
Eins og þið vafalaust vitið er Oddeyrarskóli heilsueflandi grunnskóli. Við höfum á undanförnum árum lagt metnað okkar í að auka tækifæri barnanna til hreyfingar og unnið að því að auka hollt mataræði.
Nú á þessu ári erum við að innleiða áhersluþáttinn geðrækt og er ýmislegt unnið í þeim málum í skólanum. Einn liður í þessu starfi er fræðslufundur fyrir foreldra. Fundurinn verður haldin miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20 (annað kvöld).
Á fræðslufundinum verða tvö erindi:
1. Eyrún Kristína Gunnarsdóttir sálfræðingur fjallar um geðheilsu barna
2. Guðbjörg Ingimundardóttir, félagsráðgjafi og PMTO ráðgjafi hjá Akureyrarbæ fjallar um það sem brennur helst á foreldrum sem sækja þjónustu til hennar.
Auk þess mun Kristín skólastjóri varpa upp nokkrum niðurstöðum úr mælingum Skólapúlsins er varðar líðan barna.
Við vitum að bæði þessi erindi verða mjög gagnleg fyrir foreldra og því vonumst við til að sjá ykkur sem flest. Til að hafa hugmynd um fjölda biðjum við ykkur um að skrá ykkur í forminu hér fyrir neðan.
Lífslaupið hefst á morgun
Lífshlaupið stendur í tvær vikur og til að skráning nemenda telji þurfa þeir að ná 60 mínútum á dag. Við skráum útiveru, íþrótta- og sundtíma, en þau bæta svo við íþróttaæfingum og annarri hreyfingu. Það er einnig um að gera að hvetja til og standa fyrir sameiginlegum sundferðum bekkja eða að hvetja bekki til að fara saman á skauta.
Þetta er tækfæri sem okkur gefst til að auka vitund barnanna um að hreyfa sig og fjölga hjá þeim hugmyndum um hvernig sé hægt að auka daglega hreyfingu.
Áfram Oddeyrarskóli!