
DJÚPAVOGSSKÓLI
Fréttir úr skólastarfi
NÓVEMBER 2021
15.nóvember - Gestadagur
16.nóvember - Dagur íslenskrar tungu og gestadagur
17.nóvember - Gestadagur - búið að fresta viðburði fyrir miðstig
(laugardagur 20.nóvember Dagur mannréttinda barna)
24. nóvember - Heimsmarkmiða Bootcamp smiðjur með breyttum hætti
26.nóvember Skipulagsdagur í Múlaþingi
Vegna C-19 þarf að fresta eða breyta skipulagi á nokkrum viðburðum í nóvember.
NÆSTA VIKA
Mánudagur 15.nóvember - GESTADAGUR
- Gestadagur nánar auglýst um helgina
Þriðjudagur 16.nóvember - GESTADAGUR
- Dagur íslenskrar tungu
- 14:40 Teymisfundur
Miðvikudagur 17.nóvember - GESTADAGUR
- Góður dagur fyrir gestagang - vonum það besta
Fimmtudagur 18.nóvember
- 14:40 Fagfundur
Föstudagur 19.nóvember
- Förum hress í helgarfrí
MATSEÐILL NÆSTU VIKU
SÓTTVARNIR OG VIÐBURÐIR
Núna í nóvember eru fyrirhugaðir nokkrir viðburðir þar sem við ætluðum að fara með nemendum t.d. á Brúarásball og Bootcamp smiður á Egilsstöðum.
Nú þegar er búið að fresta ballinu á Brúarási og ljóst að ekki verður farið í Egilsstaði í Bootcampsmiðjur en við vonumst til að geta klárað Bootcamp viðburðinn með einhverjum hætti, það verður upplýst um það síðar.
Í næstu viku ætlum við að endurvekja gömlu gestavikuna okkar og á þeim dögum hvetjum við foreldra, afa, ömmur, frænkur og frændur til að koma og heimsækja sína nemendur. Okkur langar að halda í þessa hefð en nú eru reglur að breytast hratt.
Þegar þetta er skrifað á eftir að senda út nánari útfærslu á þessum reglum fyrir skóla og er fólk beðið um að fylgjast með tölvupósti en ég mun upplýsa betur um helgina með hvaða hætti við skipuleggjum gestadagana okkar.
Vonandi getum við haldið þeim og tekið á móti gestum í takt við þessar reglur.
BARNAHEILL
Barnaheill vilja vekja athygli á Símalausum sunnudegi nk. sunnudag, árlegt átak þar sem foreldrar og aðrir forráðamenn eru hvattir til þess að leggja snjalltæki frá sér í 12 klukkutíma, frá kl. 9-21. Yfirskrift átaksins er ,,Upplifum ævintýrin saman“ og er markmiðið að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjalltækja á samveru og nánd innan fjölskyldna.
Hægt að kynna sér það nánar hér:
DAGUR GEGN EINELTI
Endilega skoðið skemmtilega frétt á heimasíðu skólans :)
MYNDIR ÚR SKÓLASTARFINU
BESTU KVEÐJUR OG GÓÐA HELGI
STARFSFÓLK DJÚPAVOGSSKÓLA
DJÚPAVOGSSKÓLI
Email: skolastjori.djupivogur@mulathing.is
Website: https://www.djupavogsskoli.is/
Location: Varda 6, Djúpivogur, Iceland
Phone: 4708710