
Fréttamolar úr MS
25.04.2025
Gleðilegt sumar! 🌞
Dagsetningar framundan
28.-30. apríl: Umhverfisvika
30. apríl: Úrslit í Morfís - MS mætir Versló á Hótel Hilton kl. 19:00
1. maí: Verkalýðsdagurinn - frídagur
2. maí: Matsdagur - dagskrá birtist á www.msund.is í næstu viku
5.-8. maí: Landóvika SMS - nánar auglýst í næstu viku
8. maí: Landóballið
20. maí: Síðasti kennsludagur vorannar
31. maí: Brautskráning útskriftarefna í Háskólabíó kl. 10:45
Umhverfisvika í næstu viku! 💚🪴
MS mætir Versló í úrslitum Morfís! 🎤🙌
MORFÍs lið MS hefur staðið sig stórkostlega á þessu ári og er nú komið í úrslit keppninnar. MS keppir á móti Versló þann 30. apríl á Hótel Hilton og hefst keppnin kl. 19.
Nú þurfa allir MS-ingar að mæta og styðja okkar fólk til sigurs! Markmiðið er að fylla salinn af stuðningsliði MS. Almenn miðasala fer fram á tix.is og kostar miðinn 2500 kr. Þau sem eiga bleikan bol frá Gettu betur eða opnu húsi fá frítt inn en þurfa að skrá sig hér. ÁFRAM MS! 🤩🤩
Ný stjórn SMS
Fyrir páskafrí kusu nemendur nýja stjórn SMS fyrir skólaárið 2025-2026. Nýja stjórnin hefur tekið við stjórnartaumunum og er Landó-vikan og Landóballið 8. maí fyrstu stóru viðburðir nýrrar stjórnar. Við óskum nýkjörnum fulltrúum til hamingju og óskum þeim velfarnaðar í sínum embættum. Okkur langar jafnframt að hrósa öllum frambjóðendum fyrir góða og drengilega kosningabaráttu.
Brautskráning vorannar 31. maí 🎓
Brautskráning vorannar fer fram í Háskólabíó laugardaginn 31. maí næstkomandi. Athöfnin hefst kl. 10:45 og tekur um 1,5 klukkustund með myndatöku. Hvert útskriftarefni getur boðið 5-6 gestum á athöfnina í Háskólabíó. Upplýsingapóstur verður sendur útskriftarefnum á næstunni.
Draumur um jökla - Umhverfisnefnd MS tekur þátt í samvinnuverkefni
Fulltrúar úr umhverfisnefnd MS, ásamt FÁ og félagi Sameinuðu þjóðanna, fóru í vikunni í Höfða og tóku á móti styrk til að vinna að verkefninu Draumur um jökla. Verkefnið fjallar um það hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á jökla og er ætlunin að fara í ferð á jökul og vinna að myndbandi um málefnið sem á að höfða til ungs fólks. Heiða Björg Hilmisdóttir, Borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti styrkinn.